Vikan


Vikan - 01.03.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 01.03.1962, Blaðsíða 34
5RT1C mjópeysa Tvíofið klukkuprjón. - Nælonstyrkt. - Sterkasta sjópeysan á markaðinum. - Ótrúlega lágt verð. Ný Burley ^portakyrta 100% ítölsk ull. — Hneppt niður. — Þvottekta. G. BERGMANN Laufísvegi 16. — Sími 18970. laust tuldur regndropanna var hljóðnaS. Vatn, vatn svo langt sem augað eygði, en þegar honum varð litið þangað, sem ribsberjarunninn stóð úti við grjótgarðinn, veitti hann því athygii, að flóðið var strax tek- ið nokkuð að sjatna. Hann sneri sér að Helenu. „Flóð- ið er tekið að sjatna,“ sagði hann. „Þá er öd hætta liðin hjá.“ Svo gekk hann hægum skrefum að rúmgaflinuin og virti hana fyrir sér, þar sem hún lá með litla son- inn í örmum sér. „Það gerðist dá- Jítið einkennilegt þarna úti i hest- húsinu og fjósinu áðan,“ mælti hann lágt, og það var sem hann vissi ekki hvernig hann ætti að koma orðum að þvi, sem hann vildi segja. „Það varð einhver breyting hið innra með mér. Hingað til hef ég einungis iitið á þetta býli, sem stað, þar sem maður aflaði sér Jífs- viðurværis, en nú varð það mér annað og meira. Mér skildist að minnsta kosti hvernig tilfinningum afa gagnvart því var varið, hvers vegna hann hafði bundið við það órofatryggð. Ilann unni þvi, og það endurgalt honum umhyggjuna og ástina á sinn hátt — á sama hátt og það mun endurgjalda okkur, Helena ... Ég er staðráðinn í að búa hérna framvegis, þótt ég ljúki lagaprófi og starfi í borginni; það er að segja, ef þú mátt til þess hugsa, borgarstúlkan ...“ Augu hennar ljómuðu. „Ég hef hvergi unað mér betur en hér,“ sagði hún. „Ég vil hvergi heldur vera ... Og ég veit að Henry litli verður á sama máli.“ Hann gat ekki að sér gert að brosa. Það var auðheyrt að hún hafði ákveðið það fyrir löngu. Lág stuna heyrðist frá legu- Sigga verkjaði i magann af svengd. Hann hafði borðað svo lítið í há- deginu. Hitinn hafði svipt hann matarlystinni þá. Aftur á móti mok- uðust hitaeiningarnar upp i svona skorpuvinnu, sem staðið hafði all- an daginn. Nei, það var auðséð að karlinn ætlaði ekki að láta éta. Haun gleymdi sér alveg við að koma þessu heyi inn. Hann ætlaðist auð- sjáanlega til að þau ynnu sleitu- laust þar til allt væri komið í hlöðu. Bölvuð læti þelta. Þurfti nokkuð að vera að breiða svona mikið í dag? Annars var hann nú þurr ennþá og það tæki ekki langan tima að gleypa í sig matinn. Lauga var komin og hafði áreiðanlega verið að segja honum að maturinn væri til. En nú var hún farin að raka utan að flekkjunum. Reiðin sauð í Sigga og blóðið steig honum til höfuðs. Þó hann væri kominn hátt á þrítugsaldurinn var hann eins og strákur að sumu leyti. Hann hafði lengst af verið til sjós eða í vega- vinnu þar sem matartiminn var reglubundinn. Hann þekkti ekki til- brigði sveitalífsins á þessu sviði ennþá . . . í vonzku sinni smellti hann aktaumunum af öllu afli á lendarnar á Rauð gamla, sem þó gerði það sem hann gat og rak við i öðru hvoru spori. Hann byrjaði á i'lekknum sem Lauga var að raka utan að og stefndi beint á hana. Hún vék sér undan og kallaði hlæj- andi til hans. Ef þú keyrir yfir mig, færðu ekk- ert að borða í kvöld. En ef þið verð- ið búnir að koma heyinu inn áður en fer að rigna, skaltu fá það bezta sem ég get gefið þér . . . Rauður hafði liægt á sér til að ökumaðurinn gæti heyrt þetta, án þess þó að vænta betri meðferðar Sö I ii R»ö i*ii Munið að afgreiðsla Vikunnar er flutt að Lauga- vegi 133. Gengið inn bakdyramegin um sundið. Strætisvagnarnir stoppa við Rauðarárstíginn. bekknum. Þeim varð báðum litið þangað. „Afj er látinn," mælti Hel- ena lágt. Alan gekk að legubekknum, laut að gamla manninum og virti fyrir sér göfugmannlegt og svipmikið andlit hans. Það hvíldi yfir því ó- segjanlegur friður, eins og hann vissi að nú væri öllu komið í höfn. ,,'Iá, liann er látinn," hvislaði Alan og varð gegntekinn hljóðri ástúðar- og þakkarkennd. „Það er eins og hann liafi ekki getað kvatt fyrr en liann vissi býjið i öruggum hönd- um ... eins og við höfúm loks ieysi hann.“ ★ Heyfengur Framh. af bls. 10. Rauður gamli var löðrandi í svita. Siggi keyrði hann áfram miskunn- arlaust. Hann var ekki í góðu skapi. Ætlaði karlskrattinn ekki að láta mann hafa neitt að éta í kvöld? á eftir, því hún var að etja strákn- um áfram með þessu tali. Siggi strauk svitann af sólbrúnu and- litinu og jór með sterklegum fingr- unum gegnum dökkan hárlubbann. Hvernig sem á því stóð var honum runnin reiðin. Hann liafði ætlað að hreyta skæting i stúlkuna úl af matnum og vinnuhörkunni í föður hennar, en hver gat gert slíkt, sem leit í jiessi djúpbláu augu, tindr- andi af kátínu. Ljóst hárið mynd- aði fagra umgjörð um andlitið og húðin var rjóð og heit líkt og stúlk- an væri í miðjum dansi, léttur, Ijós sumarkjóllinn faldi ekki fagurt form kvenlikamans heldur. Snöggv- ast dró móðu fyrir sjónir kaupa- mannsins, svo þung var ástríðu- bylgjan, sem fór um likama hans. Hann brosti utan við sig svo skein í fagurhvítar tennurnar og hott- aði á Rauð. Brátt var búið að ýta saman. Stór- ar heyhrúgur voru við dyrnar á báðum hlöðunum og biðu þess að <J4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.