Vikan


Vikan - 12.03.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 12.03.1964, Blaðsíða 10
FYRIR 50 ÁRUM Þó allt væri á öðrum endanum í Evrópu, héldu Bretar sínum virðulegu og gömlu venjum. Edward Bretakóngur var mikill sportmaður og hér er hann að huga að veiðihundum sínum. Alskeggjaði maðurinn á miðri myndinni er Friedrich Engels, sá sem ásamt Karli Marx færði hinar sósíalistísku hugmyndir í kerfi. Um þessar mundir voru sósíalistarnir stærsti flokkurinn í þýzka þinginu, sem hafði þó ekkert að segja, því keisarinn hafði völdin. Þessir fulltrúar ör- eiganna voru þá þegar orðin makráð yfirstétt. ekki úr samkomulaginu milli stórveldanna. Bretar og Frakkar höfðu fyrir löngu tryggt sér beztu bitana, svo fyrir Þjóffverja og ítali var ekki annað að hafa en ómerkileg- ar eyðimerkur og frumskóga. Þörfin fyrir nýja markaði og hráefnasvæði átti mikinn þátt í hörku þessa kapphlaups, en þjóð- emisstolt hafði Iíka sitt að segja. Eitt síðasta sjálfstæða Afríkuríkið var Marókkó, en í upphafi aldarinnar vom Frakkar óðum að efla þar áhrif sín, enda þótt þeir gengju með því á gerða samninga. Þjóðverjar reyndu að bregða fyrir þá fæti, sendu fallbyssubáta til marokkönsku hafnar- borgarinnar Agadir 1911 og heimtuðu franska Kongó í bætur. En aðrar þjóðir stóðu með Frökkum, svo Þjóðverjum varð ekkert ágengt. Eftir það varð hinum síðarnefndu Ijóst, að ekkert nema stríð gat tryggt þeim drottnun á meginlandi Evrópu. Nú gátu óvinir þeirra búizt við hinu versta. BALKAN — ÓRÓAHORN EVRÓPU. Neistinn, sem hleypti öllu í bál, var þó tendraður þar, sem helzt mátti við búast, — á Balkanskaga. Þar bjuggu margar þjóð- ir og sundurleitar, harðgerðar og frumstæð- ar og ekki ýkja vinsamlegar hver annarri. Þar rákust hagsmunir stórveldanna einnig þjösna’iega á. Rússar vildu nota Balkanlönd sem stökkpall til áhrifa við Miðjarðarhaf, en Þjóðverjar í Austurlöndum nær. Austur- ríkismenn slepptu engu tækifæri til að leggja spildur af þeim undir ríki sitt. Bret- ar, Frakkar og ítalir lögðu áherzlu á að haída við óbreyttu ástandi. Balkanstríðin, sem hófust 1912, gerðu illt verra. í þeim missti Tyrkland mest af þeim löndum, sem það átti eftir á skaganum, en hið slavneska smáríki Serbia efldist um all- an helming og tók nú að renna hýru auga til þeirra héraða í Austurríki—Ungverjalandi, sem Suður-SIiavar byggðu. Austurríkis- menn skelfdust, en Þýzkalandskeisari hug- hreysti þá. „Hver orðsending frá Vín er mér sem skipun“, sagði hann. Og það stóð ekki lengi á skipuninni. HIN GREIÐA LEIÐ TIL STRlÐSINS: KLAUFSKIR STJÓRNMÁLAMENN FULL- KOMNA VERK LAUNMORÐINGJANS.. Það var heitt af sól þann 28. júní 1914, þegar Frans Ferdínand erkihertogi og Soffía kona hans komu í heimsókn til Sarajevo, höfuðborgar hins austurriska fylkis Bosníu. Hafði hertoginn verið að líta eftir heræfing- um austurríska hersins í nálægum hæða- drögum og var nú á heimleið. Borgarbúar fögnuðu hátignunum innilega, og hinn aust- urrísk-ungverski ríkisarfi fagnaði því að hafa látið verða af því að Iíta við hjá þeim, enda þótt orðrómur um hugsanlegar morð- tilraunir hefði náð eyrum hans. Sá orðróm- ur var því miður ekki ástæðulaus. Örskammt frá ráðhúsinu var sprengju varpað að vagni þeirra hjóna, en sökum snarræðis bílistjór- ans sluppu þau ómeidd, en liðsforingi einn særðist og tilræðismaðurinn svalg eitur. Eft- ir að hafa heilsað stuttlega upp á borgar- stjórann, ákvað erkihertoginn að yfirgefa borgina sem skjótast. Sem hann var að leggja af stað, skaut nítján ára gamall pilt- ur, Gavrilo Princip, tveimur skammbyssu- skotum á vagninn. Önnur kúlan hitti Frans Ferdíaand í hálsinn, en hin fór í gegnum kviðarhol Soffíu. Helsærður sneri erkiher- toginn sér að konu sinni og hrópaði: „Soffía! Soffía! Þú mátt ekki deyja! Þú verður að lifa vegna barnanna okkar!“ En Soffía var þegar að dauða komin. Þá féll erkihertog- inn saman. „Þettn er ekkert“, voru síðustu orð hans, „þetta er ekkert“. En því miður varð hann ekki sannspár á dauðastundinni. Þessi hryllilegi atburður átti eftir að leiða af sér styrjöld, í hverri átta til tíu milljónir manna voru drepnar á næstu fjórum árum, og aðra sem beina afleiðingu hinnar tveimur áratugum seinna, og þá voru fimmtán miHjónir drepnar. Morð- ið í Sarajevo varð upphaf þess, sem brezki sagnfræðingurinn Arnold Toynbee kallar „erfiðleikaöldina“. Þetta var afdrifaríkasta morð sögunnar. Hvað Austurríkismenn snerti, þá hörmuðu þeir erkihertogann ekkert sérstaklega. Hitt var þeim ofar í hug að sanna að Serbar hefðu staðið á bak við morðið. Serbar höfðu veru- Iegan hug á að stækka ríki sitt á kostnað Austurríkismanna, og til þess höfðu þeir töulverða möguleika með því að blása að glæðum óánægju og uppreisnar meðal hins suður-slavneska minnihluta hins ellibleika keisaradæmis. Þetta var Austurríkismönn- um vel Ijóst. Þeim var því mikið í mun að fá haldgott tækifæri til að gera út af við Serbíu og það fljótt. Höfuðríki slavneskra þjóða, stóð að baki Serbíu, en Austurríkismegin voru Þjóðverj- ar. Þeir voru margf’iæktir í Balkanmálin vegna hagsmuna sinna í hinu hrömandi tyrkneska soldánsdæmi, en þar var líka Rúss- um að mæta. Þóttust Austurríkismenn því geta hætt á allt varðandi Serbíu, þar eð Þjóðverjar gætu á engan hátt smokkað sér undan því að styðja þá. En fyrst þurfti að sanna glæpinn á Serba. Sannleikurinn í morðmálinu kom þó ekki í Ijós fyrr en mörgum árum seinna, og var Laxness verður tíðrætt um tötraskapinn í Rúss- landi á árunum eftir byltinguna 1917. Ekki voru tötrarnir minni eftir byltinguna 1905, pegar zarinn var neyddur til að semja stjórnarskrá og koma á þingi. Eftir gagnbyltingu árið eftir var jiingið ieyst upp og stjórnarskránni varpað fyrir róða. 70 þús- und voru fangaðir, 15 þúsund létu lífið, fátæktin og tötraskapurinn réðu áfram ríkjum. Myndin tii hægri: Fyrir 50 árum sungu margir hermennsku og herdáðum hástemmt lof, en her- tæknin var furðulega skammt komin. Til dæmis hafði franski herinn hvorki vélbyssur né stórskota- Iið, treysti á fjöldann með byssustingina. Hermenn höfðu reiðhjól til að komast yfir eins og fuglinn fljúgandi. WMaM 'WBIm f •' l p|S|| ÍW ""‘l'Æ tkfjt jB i ,,'S SiZSaau, * w , 'JR JjS á' ' jf Wbi, — VIKAN 11. tbl. >>

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.