Vikan


Vikan - 12.03.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 12.03.1964, Blaðsíða 46
Engin ást fyrir einstæS- inga Framhald á bls. 13. frá öllu“, og svo klappaði hann Cotter á herðarnar. Mary Margaret sagði: „Þú get- ur verið hér í nótt, þú veizt það?“ og aftur varð hann syfjaður við tilhugsunina um hvít og hrein rúmföt. Hann gat séð rúmið þeirra inni í herberginu og laut á því, þar sem einhver hafði set- ið. Það var eins og hann horfði inn í eitthvert annað líf, umvaf- ið þokumistri. Hann rýndi í ljós- ið í forstofunni, þrýsti olnbogan- um þétt að mjöðmunum og í ann- arri hendi hélt hann enn á glas- inu. Hann leit á þrekvaxna kon- una sem laut yfir hann og hann lyfti glasinu og sagði: „Vilt þú ekki drekka einn með okkur, Miss Mary Margaret?" ,,Hvað er þetta, Cotter May!“ sagði hún og vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða ekki. Wilroy hló. „Náðu í meira whisky handa manninum, kona. Hvað ertu að hugsa?“ „Hún ætlar að láta okkur deyja úr þorsta", sagði Cotter og drakk tilgerðarlega og fór að hlæja með Wilroy. Hann sá eitt- hvað í augum Wilroy, einhver boð, sem hann minntist að hafa séð þar einhvern tíma áður; vegna þess hve allt var óljóst fyrir honum, gat hann ekki mun- að hvenær, og hann heyrði sjálf- an sig segja: „Það er orðið langt síðan“. „Já, það er langt um liðið“, sagði Wilroy. En þá yfirgaf Cott- er hann, þvi að hann leið inn í þann dásamlegasta svefn, sem hann mundi eftir lengi, hann hafði varla sofnað þannig frá því að hann var drengur. f svefn- inum mundi hann, að regnhlífin, sem hann hafði svo lengi leit- að að, var í skápnum í forstof- unni hjá Wilroy. Þá kom Ruth Edna og sagði: „Hvar er regn- hlífin? Þú hefur týnt henni! Ég hef aldrei þekkt neinn eins og þig. Þú týnir alltaf regnhlífum". Og hann sagði: „Þegiðu, kona“, og hún þagnaði. Borgin brást við dauða Ruth Ednu á þann hátt, sem búast mátti við, fólk varð undrandi og samúðarfullt. Jarðarförin fór fram án þess að hann þyrfti að gera sjálfur nokkuð að ráði. All- ir voru viðstaddir, hvort sem þeim hafði fallið vel við Ruth Ednu eða ekki. Þegar hann leit niður í kistuna, ætlaði hann ekki að trúa sínum eigin augum; það var eins og hún væri lifandi. Jarðarfararstjórinn hafði meira að segja skilið eftir óánægjulín- urnar við munninn, en hann ósk- aði þess nú, að þær hefðu verið máðar burt — svo að hægt væri að gera sér í hugarlund, að hún að lokum hefði fundið stað, sem hún kynni við. Þegar allir höfðu litið á hana og setzt síðan, stóð hann einn við kistuna, en líkburðarmenn- irnir skýldu honum, svo að hann var ekki í augsýn fólksins. Hann lyfti slörinu og snerti varlega andlit hennar, en hrökk aftur á bak, svo bilt varð honum við kulda þess — þó að hann hafi auðvitað vitað, að það væri kalt. Hann fór í sæti sitt, en heyrði ekki orð af ræðunni eða neinu öðru, sem íram fór. Hann gat ekki hugsað um annað en fing- ur sína, sem honum fannst brenna gat á buxurnar með jökulkulda sínum, eins og hann hefði snert heitan ís. Hann sveið í hálsinn af saltbragði tára, sem ekki fengu að renna. Það sem eftir var ævinnar gat hann ekki nefnt nafn hennar án þess að verða gagntekinn af þess- ari brunatilfinningu og án þess að loftið fylltist sætri og sjúkra- hússlegri angan alltof margra blóma; konurnar í sóknarnefnd- inni höfðu tæmt garða sína. Fyrstu vikurnar eftir missi hans lifði hann tilbreytingarík- ara lífi en nokkru sinni fyrr. Einhver bauð honum að borða á hverju kvöldi. Síðdegis var hann hjá prestinum, nema á sunnudögum, því að þá lét Mary Margaret ekki undir höfuð leggj- ast að bjóða honum. Á milli þess, sem hann var þar í matarboði, fór hann að venja sig á að koma öðru hverju af sjálfsdáðun til þess að hitta hana og Wilroy. Hann fór að hugsa um þau þrjú saman í öllu. Þegar hann sagði „við“ gerði hann ráð fyrir að sá, sem hann talaði við, vissi við hverja hann átti. Hann sá sjálf- an sig sem þekktan mann í bæn- um, þar sem hann daglega gekk milli húss síns og þeirra. Það var svo komið, að hann gat varizt einhverju af hinum mörgu boðum Hattie aðeins með því að kinka kolli í átt að heimili Wilroy. Hún var hætt að koma til móts við hann niðri á vegin- um, heldur sat á veröndinni og horfði á hann ganga fram hjá. Á fimmta sunnudegi eftir sorg- aratburðinn, tók hann eftir því, að Mary Margaret hafði ekki tal- að um næsta sunnudag. Hikandi komst hann að þeirri niðurstöðu, að það væri talinn sjálfsagður hlutur að hann kæmi, og svo lagði hann ánægður af stað í miðdegisgolunni. Hann var feg- inn því, að hafa farið í frakka utan yfir grænu peysuna, en varð dálítið vandræðalegur, þegar hann mætti fólkinu, sem í því var að koma út úr kirkjunni. Meðan bróðir Patrick hafði boð- ið honum að borða, hafði hann sótt kirkjuna reglulega. Hann — VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.