Vikan


Vikan - 12.03.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 12.03.1964, Blaðsíða 22
Afmaelisviðtal við Þórberg - Frh. Andaheimur er eins nátturufræðilegur og okkar - KirKjan liefur aldrei sagt orð af viti þar um . . . . í bæ dóu bókstaflega út, þegar Unuhús lagð- ist niður. Það var nú meira áfallið í þessu dindlamannlífi, sem maður lifir í. Jú, ég hitti einn skemmtilegan mann í sumar suð- ur í Sofia í Búlgaríu, sem ég þekkti fyrir 24 árum, en var farinn að gleyma, svo hann var mér að nokkru leyti nýr, þegar ég hitti hann aftur, eins og keriingin í tannpínu- sögu Árna prófasts, sem var orðin hrein mey í annað sinn. Hann heitir Ivan Krest- anof, og hafði verið hér á landi frá því snemma í desember 1938 og þangað til í ágúst 1939. Hann var hér til að kynna sér land og þjóð, og auk þess hafði hann hér esperantonámskeið. Hann er einn af gáfuð- ustu og skemmtilegustu mönnum, sem ég hef þekkt, ræðinn, húmoristi mikill, fjölfróður, stúderaði mál og heimspeki á háákólaárum sínum, var síðan í þjónustu Boris konungs í sendiráðum Búlgaríu í ýmsum löndum, og talar 12 tungumál, ætlaði að hafa íslenzku sem þrettánda málið, en það hefur enn sem komið er orðið lítið úr því. Nú hitti ég hann í sumar og við Margrét bjuggum hjá honum í vikutíma. Þó hann væri nú orðinn þetta eldri en áður, var hann ennþá með fjögurra manna energí eins og þá. Þetta er nú það merkilegasta, sem komið hefur fyrir mig í mannkynningum“. „Jæja, hefur hann enn energí fjögurra manna?" spurði ég undrandi. „Já, þrátt fyrir, að húsið hans hafi tvisv- ar verið lagt í rúst í loftárásum og hann misst mest af bókum sínum og handritum, þar á meðal handrit að bók, sem hann var búinn að semja um ísland. Hann hefur þýtt á búlgörsku að minnsta kosti eina af bókum Kristmanns Guðmundssonar, líkast til úr þýzku. Hann sagði um tungumálin, að frönsku ætti maður að tala við elskuna sína, en ensku ætti maður að tala við hross. En að fegurð taldi hann esperanto annað í röð- inni af þeim 12 málum, sem hann hefði lært“. „Hvað var númer eitt?“ „Ég man ekki, hvort það var spænska, ítalska eða franska. Hann segir að búlgarska sé ljótt mál, hún sé alltof hörð, en honum þykir rússneska fegurst slavneskra mála. Júgóslavnesku heyrði ég talaða í útvarp og í hátalara á járnbrautarstöðvum, og hún hljómaði í minum eyrum eins og íslenzkur prestur af gamla skólanum væri að tala í prédikunarstól". „Nú, hvernig þá?“ „Það eru svona einhver andagtugheit í henni“. „Hvernig þótti þér í Sofíu?“ „Þar sá Margrét flottustu útstillingar, sem hún hefur séð í búðargluggum. Og Soffía er mjög fallegur bær og margt þar af smekk- legum hlutum, miklu smekklegri en við eigum að venjast hér. Balkanþjóðirnar virð- ast manni vera miklu viðkunnanlegra fólk, myndarlegra og andheitara en fólk í Vestur- Evrópu. Og þar sér maður kynbombur, sem ekki eiga sinn iíka vestur í álfunni. Þó var uppeldið svo strangt í Búlgaríu, sagði Krest- anof mér, að í hans ungdæmi hefðu ná- grannarnir makað tjöru á hurðina hjá ungri brúður, ef þeir vissu, að hún var ekki hrein mey, þegar hún gekk í það heilaga". „Það væri líklega tjara á nokkuð mörgum hurðum hér á landi“, sagði ég. „Nei! Hér vantar grundvöllinn. Hann sökk í síðari heimsstyrjöldinni og með herstöð- inni í Kefló“. „Ertu búinn að ná þér eftir að hafa séð allar kynbomburnar?" hvíslaði ég. „Það eimir kannski svolítið eftir af þeirri sem ég sá í Belgrad og skrifaði þér um í sumar“, svaraði Þórbergur. „Því strangara sem siðferðið er, því sterkari verða kyn- bomburnar. Því lélegra sem siðferðið er, því útvatnaðri og ómerkilegri verða kynbomb- urnar. Ég sá kynbombutilburði hjá nokkr- um kvensum á götum í Kaupmannahöfn, og mikil skelfing var að sjá eignirnar, hvað þær voru lítilfjörlegri en bomburnar á Balkan. Og þar er fólkið, að minnsta kosti það sem við kynntumst, elskulegra og heitara í fram- komu en hér vestur frá. Kynbomban á götu- horninu í Beograð, sem var að tala við manninn, á meðan Margrét var inni í búð- inni á horninu, ja þvílíkur náttúrukraftur!“ Svo fór Þórbergur að raula eitthvað fyr- ir munni sér og varð í framan eins og mað- ur, sem horfir aftur í tímann. „Hvað ertu að raula?" spyr ég. „Það er klaufastykki frá Beograð". „Má ég heyra það?“ „A1 via sano: Eg veit eina kynbombínu, af henni tendrast vann eldheit ógn í brjósti mínu, allur svo ég brann. Dökkleit dikaði af stræti í rann. Heim gekk til hennar að aftni einn hupplegur dáindismann". „En kynbomburnar hér á landi?“ spurði ég. „Ó blessaður vertu, það er ekki hægt að kalla þetta bombur. Þetta eru svona eins og aðgerðalausar púðurkerlingar. En sú í Beograð, — það var manneskja". Hann gekk út á svalirnar og sótti Þor- láksdropa í glas handa okkur. Það lá þoku- mugga yfir bænum, engar stjörnur, ekkert sem minnti á astralplanið eða rómantík þeirra ára, þegar Þórbergur var að úthugsa samhorf sitt og elskunnar sinnar upp um litla þakgluggann í Bergshúsi til þess að benda henni á Síríus, en það lá einhver grá þoka yfir þessu ævintýri — og ofvitinn frá Hala missti allar heiðríkjur úr höndum sér. „Þoka“, sagði hann, þegar hann gekk aftur inn í stofuna með Þorláksdropana. „Hvaða áhrif hefur þokan á þig?“ „Hún gerir mig þyngri", svaraði hann, „en ég hef gaman af að sjá þoku tilsýndar í fjöllum, sérstaklega þegar fjallatindarnir standa upp úr henni. Það er fallegt". „En hvaða hlutverki heldurðu að hún gegni í sköpunarverkinu?“ spurði ég. „Hún virðist vera svo tilgangslaus“. „Hún hjálpar til í sefjun forheimskunnar", sagði hann ákveðið. „Ég held að fólk sé ekki eins skemmtilegt núna og það var í mínu ungdæmi. Þá voru nokkrir originalar í Suðursveit, mjög skemmtilegir og allt myndarmenn. Nú er enginn original til í Suð- ursveit, og ég veit aðeins af einum original eftir í Austur-Skaftafellssýslu, gömlum manni. Það er Einar á Hvalnesi. Og einu skemmtilegu samtölin, sem ég hef heyrt í útvarpinu, eru þessi tvö viðtöl, sem þeir hafa átt við Einar. Og mikið undraðist ég húmor- leysi þeirra í útvarpinu, þegar þeir tóku fyrir munninn á honum í miðjum hlátri í síðara samtalinu. Og svo litlir virðast þeir vera manni, eftir því sem Einar sagði mér, að hann fær ekki að koma í útvarp oftar fyrir það hneyksli, hve berorður hann var um Vilhjálm Þór og Hermann Jónasson. „Hermann greyið, það tekur enginn mark á honum lengur". Einar er eini íslending- urinn sem ég veit til, að hafi skilið lítilmót- legheit hagfræðinganna. Þó yfirgengur allt að hlusta á hann hlæja. Það er eins og að heyra náttúruhamfarir Almættisins. Það skelfur allt í kringum hann og vasar hrist- ast á hillum, eins og í þrumum og jarðskjálft- um. Hefurðu heyrt söguna af því, þegar papa- gauan datt dauð niður hjá Gotta Bernhöft, þegar hún heyrði Einar hlæja?“ „Nei, segðu mér hana?“ „Segi ekki meira, en það er saga af heims- formati, eins og bókmenntamennirnir segja. Gotti sagði mér hana sjálfur. Svo fullyrða þessir tízkumannkengir (mannequiner), að aldrei hafi gerzt almættisverk á íslandi. Fólk heldur, að þetta að vera original stafi eitthvað af fátækt og skorti á uppeldi. Ja, gefi guð mér heldur það uppeldi sem framleiðir originala á borð við þá í Suður- sveit, heldur en þessa flatneskju, þar sem eng- inn er öðrum hærri. Sumir þessara manna í Suðursveit voru efnamenn. Einar hefur held 22 — VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.