Vikan


Vikan - 12.03.1964, Blaðsíða 32

Vikan - 12.03.1964, Blaðsíða 32
Fermingargjöfin i ár- Kodak mydavél i gjafakassa tte tl» \U \U V/ V« _\U. Af», Ate Ate VO- AttAV- AtA V*/ Af»- »V S9a Ate KODAK VEGTA með t'o'sku og tveim filmum kr 331 KODAK STARMITE með innbyggðum flashlampa, einni filmu og 5 flashperum kr 662 Eiunig KODAK 6RESTA kr 284 flashlampi - 182 taska “ 77 m SÍMÍ 20313 BANKASTRJETI 4 n 4 'HLiPiiap Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Nokkrar líkur eru til þess að þeir, sem þér þykir vænzt um, komi þér þægilega á óvart. Það bezta fyrir alla aðila er að þú takir þessu með rósemi. Leggðu að þér við vinnu þína, reyndu að auka þekk- ingu þlna til þess að afköstin geti orðið sem mest og bezt Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Gættu þess að keppinautar þínir komizt ekki á snoðir um áform þín, það er einhvers staðar veikur lilekkur í keðjunni, sem þú verður að treysta. Kunningjar þínir leita ráða hjá þér og muntu hljóta nokkurn ávinning af ef þú bregzt vel við. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú munt umgangast óvenju mikið yngstu meðlimi fjölskyldunnar og hafa ánægju af. Auknar líkur eru til einhverra fjárhagsörðugleika, ef þú ert vel á verði geturðu krækt þér í arðsama tekjulind. Kvíða- fullur vinur þinn leitar til þín í vandræðum. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Heimiliserjur eða einhverjir örðugleikar innan fjöl- skyldunnar hafa æsandi áhrif á skapgerð þína, en þar sem þú átt þinn þátt í málinu skaltu halda aftur af dómgirni þinni. Persóna, sem þú reiknað- ir ekki með, veitir þér kærkomna aðstoð. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Reyndu að hafa góð áhrif á umhverfi þitt með glaðlegri framkomu. Þess getur verið krafizt af þér, að þú gerist sáttasemjari í deilu elskenda, gættu þess helzt að vera ekki hlutdrægur. Hugsaðu meira um sjálfan þig en undanfarið og vertu dálítið örlátur. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þér veitist auðvelt að leysa vandamál, sem hefur legið á þér eins og mara um tíma. Maki þinn eða náinn vinur þarfnast félagsskapar þíns. Þú færð undarlegar fréttir af kunningjum þínum, sem dveljast fjarri þér, trúðu þeim varlega. Notaðu helgina til þess að slappa af. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú getur glaðzt yfir því sem þér hefur tekizt að lag- færa í kringum þig á tiltölulega stuttum tíma, setztu nú aðeins niður og njóttu þess arna. Einn fjölskyldu- meðlimurinn kemur þér á óvart með einkaframtaki sínu. Losaðu þig við hlut, sem er þér fjárhagsleg byrði. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Erfiðleikar, sem krefjast krafta þinna, eru því mið- ur áhjákvæmilegir, leggðu þig fram, því þú getur bægt þeim burt. Þú þarft að leita hjálpar starfs- félaga þíns sökum þess hve illa þú hefur fylgzt með undanfarið. Sinntu meir félagsstörfum en áður. ©Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): Vikan verður fremur tilbreytingarlaus, en þú hef- ur nóg að gera og engan tíma til að láta þér leið- ast. Þú færð heimsókn ættmennis þíns eitthvert kvöldið, sem færir þér eitthvað. Líkur eru á að þú farir smávegis út til að skemmta þér. Mundu töluna 4. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar); hefur fengið verkefni í hendurnar, sem krefst mestan hluta tíma þíns, og sem þú verður að leggja ‘"qggpr alúð við til að uppskera ríkulega. Ættingjar, sem þú hefur lítið samband við, pirra þig með afskipta- semi sinni, láttu það ekkert á þig fá og haltu þínu striki. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú kemst að undirferli eins kunningja þíns og skaltu láta þér það að kenningu verða. Bezta ráðið til að anna öllum þeim verkefnum, sem að þér steðja, er að þú skipuleggir tíma þinn. Þú kemst ekki hjá talsverðum peningaútlátum. ©Fiskamerkið (20. janúar — 20. marz): Gættu þess að koma ekki þeim, sem þú umgengst mest, úr jafnvægi, þótt geðprýði sé ekki fyrir að fara hjá þér í bili. Innan fjölskyldu þinnar ríkir mikil ánægja og samhugur. Þú þarft að fara í ferðalag, sennilega í viðskiptaerindum. m — VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.