Vikan


Vikan - 22.10.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 22.10.1964, Blaðsíða 6
Hin heimsþekktu Taylor Woods HEILDSOLUBIRGÐIR: undirföt eru nú komin á íslenzkan markað. Allar gerðir fyrir unga sem eldri. Sjóið heilsíðu litaauglýsing- arnar í t.d. VOGUE, HARP- ER'S BAZAAR, VANITY FAIR, WOMANS OWN, SHE, EVERY- WOMAN. Verzlunarfélagið SIF Laugavegi 44 — Sími 16165. T A N G SNYRTIVÖRUR FYRIR KARLMENN Rúlliðfá yður endurnærandi TANG eftir rakstur og fyrir rafmagnsrakstur er í gerbreyttum, nýjum „roll-on“ plastflöskum. Einnig TANG sápa fyrir karlmenn, shampo, hárkrem og talkum. Stórar og endingargóðar umbúðir. PRINCE GOURIELLI FRAMLEIÐSLA « FIMMAURABRANDARI. Pósturinn! Ferlega er þetta simpill ná- ungi, sem svarar Póstinum. Það heyrir til undantekninga, ef hann getur kreist orð af viti út úr sér, en klínir hvar sem hann get- ur ómerkilegum fimmaugabrönd- urum og reynir að svara út í hött. Ég trúi því varla að þeir séu svo húsnæðislausir á Kleppi, að þeir geti ekki hýst hann, a.m.k. eru margir óvitlausari þar. Ef þessi maður verður ekki fjar- lægður í hvelli, hætti ég að kaupa Vikuna. Einn langþreyttur. — -—■ — Kannski verðum við klefafélagar. Ég fæ þá að líta í Vikuna hjá þér við og við, vinur sæll. SNÚSS OG SNÝTINGAR. Kæra Vika! Ég hef verið dálítið lengi með strák, sem mér þykir vænt um, en hann tekur í nefið. Það er svo mikill óþrifnaður af þessu, að ég get varla þolað það. Hvað ráðleggur þú mér að gera? N.N.N. —- — — Þú getur gert eitt af þrennu: Bundið klút fyrir aug- un á þér og sett klemmu á nefið á þér þegar þú kyssir hann, sagt honum upp eða byrjað sjálf að taka í nefið. „AFSAKIÐ, SKAKKT NÚMER". Kæra blað! Geturðu ekki sagt mér hvort íslendingum sé heimil þátttaka í getraununum, sem danska viku- blaðið Hjemmet hefur verið með undanfarið. Ef íslendingur fengi vinning, mundu þeir þá senda peningana hingað til lands? Ég hef keypt dönsku blöðin í mörg herrans ár og fyndist eiginlega að ég hefði sama rétt til vinn- inga og aðrir lesendur, þótt þeir séu í Danmörku. Með fyrirfram þökk, Sigr. — — — Ertu viss um að þú hafir ekki fengið skakkt númer? EIGINKONUR OG ELSKHUGAR. Kæra Vika! Ég las með athygli og ánægju grein ykkar um kvenfólk, og hvernig karlmenn vildu hafa konuna sína o.s.frv. Hvernig væri að leita álits kvenfólks á því hvernig það vill hafa karlmenn- ina, svona til að gera báðum kynjum jafn hátt undir höfði. Ég bíð spennt. Sigga K. — ------Já, til dæmis eiginmann- inn, soninn og elskhugann. Við gerðum tilraun og liringdum í þrjár konur. Sú fyrsta var ógift, önnur barnlaus en sú þriðja átti sjö elskhuga. BJÓRDRYKKJA OG BLAÐAMENN. Kæra Vika! Ekki trúi ég því, að þið blaða- menn á Vikunni ætlið að láta við það sitja, að við íslendingar fáum engan bjór. Á sínum tíma var bjórmálið eitt af mestu hita- málum landsmanna, en datt síð- an í dá og dvala og nú minnist enginn á íslenzkan bjór. Blaða- menn ættu hiklaust að skera upp herör gegn þeim, sem stóðu í vegi fyrir bjórnum. Þið verðið að fara að munda pennana. Einn þyrstur. --------Við erum allir komnir í stúku. 79 ENNÞÁ AF STÖÐINNI. Til Póstsins. Fyrir tveim árum síðan fór af stað með pomp og pragt fyrir- tæki, sem nefndi sig Edda film. Fyrsta verkefnið var ekki af lak- ari endanum, 79 af stöðinni, og blöðin höfðu nóg að gera. Þótt verð aðgöngumiða væri allhátt, þótti mönnum mikið til koma að fá að líta íslenzka framleiðslu á hvíta tjaldinu. En hvað svo? Hvers vegna þagnaði rödd Rósin- kranz allt í einu? Ég hef heyrt því fleygt, að kostnaður við ís- lenzkar kvikmyndir verði svo hár (miðað við fólksfjölda), að ókleift reynist að halda áfram á sömu braut. Ef svo er, getur þá ekki íslenzka ríkið hlaupið undir bagga, svo þessi nýja list okkar kafni ekki í fæðingu? Bíósjúkur. ---------Ég veit ekkert, — spurðu Guðlaug. g — VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.