Vikan


Vikan - 22.10.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 22.10.1964, Blaðsíða 25
-—• Þið herrar mínir, ég veit vel, að þið eruð í öllu ykkar líferni einn heilbrigðasti hópur þessa Þjóðfélags. Þið megið þvi ekki taka sem móðgun yfiríýsingu, sem beint er að hátterni annarra, orð, sem Þér hafið sjáifir oftar en einu sinni muldrað í hjörtum ykkar. Delmas hóstaði og lét sem hann væri að fletta í gegnum möppuna. — Það er sagt að þér kunnið tíu tungumál. — Pic de la Mirandole, sem uppi var á síðustu öld, talaði átján, og þá datt engum ihug, að Satan hefði gert sér það ómalc að kenna honum þau sjálfur. — En það er sönnuð staðreynd, að þér hafið töfrað til yðar konur. Mig langar ekki að ástæðulausu að lítillækka mann, sem þegar hefur orðið fyrir barðinu á óhamingjunni, en þegar maður horfir á yður, er erfitt að trúa því að útlit yðar eitt hefði töfrað konur þannig, að þær frömdu sjálfsmorð og féllu í trans við það eitt að sjá yður. — Við skulum ekki ýkja, sagði greifinn og brosti hæglátlega. — Þær, sem hafa látið töfrast, eins og þér segið, voru þær sem óskuðu þess sjálf- ar. Klaustrið eða þó frekar sjúkrahúsið er rétti staðurinn fyrir þær, og við megum ekki dæma allt kvenfólk eftir fáeinum stúlkum, sem ekki eru mgð sjálfum sér. Delmas var næstum enn hátíðlegri á svipinn. — Það er á almanna vitorði og sannað með framburði margra vitna að í veizlum yðar, sem þér kölluðuð Hirð ástarinnar — sem var óguð- legt framferði í sjálfu sér, því guð sagði að maðurinn ætti að elska til að margfaldast, tignuðuð þér opinberlega hin holdlegu mök. — Guð sagði aldrei, að maðurinn ætti að margfaldast eins og hundur og tík og ég fæ ekki séð á hvern hátt kennsla í ástavísindum er djöf- ullegt framferði. — Hið djöfullega er særingar yðar og töfrar. — Ef ég væri svona flinkur galdramaður væri ég ekki hér. Bouiré stóð á fætur og hrópaði: — Við hirð ástarinnar prédikuðuð þér virðingarleysi fyrir lögum kirkjunnar, með því að segja að stofnun hjónabandsins væri móðgun við ástartilfinninguna og það væri engin dyggð að vera tryggur. — Það getur vel verið, að ég hafi sagt, að dyggðin væri ekki fólgin eingöngu í því að látast tryggur, en vera hinsvegar ruddalegur og tillitslaus, heldur að hin raunverulega dyggð, sem konurnar virða, sé fólgin í því að vera skemmtilegur, yrkja smellnar vísur og vera ílinkur og örlátur elskhugi. Og ef ég hef einnig sagt, að hjónabandið væri móðgun við tilfinningu ástarinnar, hef ég átt við hjónaband, ekki sem samband blessað af guði, heldur það sem á okkar dögum hefur orðið verzlun með fjármál, hneykslanlegur samningur, þar sem foreldrar verzla með land og heimamund og ungu fólki er iðulega þrýst í hjóna- band með valdi og ógnunum, án Þess að hafa svo mikið sem sézt áður. Það eru aðferðir af þessu tagi, sem eyðilagt hafa heilagleik hjónabands- ins, þvi hjón, sem tengd eru slíkum böndum, geta aðeins leitað til fró- unar hjá öðrum. — Enn einu sinni eruð þér svo ósvífinn að predika yfir okkur, mót- mælti Delmas. — Þvi miður erum við Gaskonar allir ertnir í eðli okkar og höfum tilhneigingu til að gagnrýna, viðurkenndi greifinn. — Og slíkur hugs- unarháttur hefur leitt mig til stríðs á móti fáránleik aldar minnar. Ég hef á þann hátt fetað í fótspor frægs riddara, Don Quixote de la Manca, sem barðist við vindmyllur, og ég er hræddur um, að ég hafi reynzt eins mikill bjáni og hann. E'nn einn klukkutími leið meðan hinir ýmsu dómarar lögðu hverja fáránlegu spurninguna eftir aðra fyrir hinn ákærða. Þeir vildu víta hvaða aðferð hann notaði til að gera blóm svo „æsandi", að einn vönd- ur nægði til að gera konu ástaróða. Hver var uppskriftin að ástar- drykkjunum, sem hann bar gestum slnum, til að vekja fýsnir þeirra? Og loks — hve margar konur gat hann elskað samtímis? De Peyrac greifi svaraði þessum spurningum ýmist með fyrirlitleg- um axlarhreyfingum eða hæðnislegu brosi. Það var greinilegt að enginn viðstaddra trúði honum, þegar hann staðhæfði, að honum dygði ein kona i einu. — Ég skora á allar illviljaðar tungur í Toulouse og Languedoc að sanna, að síðan ég giftist konu minni, hafi ég verið svo mikið sem grun- aður um að hafa aðra ástkonu. — Rannsóknir hafa einmitt rennt stoðum undir þetta, svaraði Mas- senau. Þótt Angelique ætti erfitt með að átta sig á réttarganginum, hafði hún á tilfinningunni, að ákærurnar væru einskorðaðar við galdra, töfra- vald yfir konum og „hæfileikannn til að gera gull", með málmbreyt- ingum og virðulegri aðstoð djöfulsins. Hún dró andann léttar. Joffrey hafði möguleika til að þvo sig af þeim grun, að hann stæði í sambandi við djöfulinn. Desgrez gat sannað, hvernig farið hefði verið með andasæringuna, sem gerð hafði verið á Joffrey. Og hvað „gullgerðina" serti var líklegt, að gamli Fritz Hauer gæti sannað sakleysi Joffreys fyrir dómurunum. Hún slappaði' stundarkorn af og lokaði augunum. 45. KAFLI Þegar hún opnaði þau aftur hélt hún, að hún væri með martröð. Bécher var kominn inn í salinn. Hann sór eiðinn við krossinn. Síðan tók hann að útskýra hvernig þessi galdramaður, Joffrey de PeyraC, hafði að Bécher sjálfum viðstödd- um fengið hreint gull úr bæddu bergi með því að nota eina únsu af vizkusteininum. Og hann hélt áfram: Hann gtaðhæfði, að greifinn hefði að honum ásjáandi framleitt gullstykki, yfir kíló að Þyngd, sem við rannsókn sérfræðinga reyndist vera hreint gull. — Þér skýrið ekki frá því, að ég gaf erkibiskupnum af Toulouse þessa gulltöflu til góðgerðarstarfsemi, greip hinn ákærði fram í. —• Það er satt, sagði munkurinn fýlulega. — Þetta gull stóðst meira að segja 33 særingarmessur, en galdramaðurinn hefur hæfileika til að láta gullið hverfa í reykskýi, hvdnær sem er. Hans hágöfgi erkibiskupinn var vitni að slíku einu sinni, og það hafði mjög djúp áhrif á hann. Monsieur de Peyrac kallar slíkt sprengigull og fullyrðir að hann geti eytt kvikasilfri á sama hátt. Massenau reyndi að slá á léttari strengi: — Þegar maður hlustar á yður, gæti maður látið sér detta í hug, að hinn ákærði gæti látið alla dómhöllina hverfa með þvl að banda hendinni. Þakklætiskennd til þessa þingmanns frá Toulouse, vall fram í Ange- lique. Bécher ranghvolfdi augunum og gerði fyrir sér krossmark. — Freistið ekki galdramannsins! bað hann skelfdur. — Ef ég hefði það vald, sem þessi munkur segir mig hafa, sagði de Peyrac, — myndi ég áður en ég legði mig niður við að eyða honum og hans líkum, fyrst nota galdrakraft minn til að útrýma Því versta sem til er á þessari jörð, — mannlegri heimsku og trúgirni. — Við erum ekki hér til að rökræða heimspeki. —- Þá skulum við halda áfram að hlusta á þennan háæruverðuga fulltrúa miðaldanna, sagði Joffrey hæðnislega. —■ Faðir Bechér, sagði Bourié. — Hvert var að yðar áliti ástæðan til þess, að hinn ákærði batzt tengslum við djöfulinn? —• Ég veit tilganginn, sagði Bechér hljómlausri röddu. — Hann vildi verða jafn voldugur guði sjálfum. Ég er viss um, að hatnn getur fram- kallað lif, sem er augljós sönnun þess að hann virðir guð að vettugi. — Faðir Bechér, sagði Delmas. — Getið þér sannað þessa ákæru? — Ég hef með mínum eigin augum séð bæði dverga, jarðanda, drauga og dreka fara út úr rannsóknarstofu hans. Áhorfendur kipptust til. Bourié reis hratt á fætur og spurði með illa dulinni ánægju: — Hvað hefur hinn ákærði að segja við þessu? — Hvað á maður að segja við ásökunum manns, sem greinilega er vitlaus? spurði Joffrey de Peyrac þreytulega. — Þér hafið ekki rétt til að neita að svara spurningum, sagði Mas- senau lágt. — Viðurkennið þér að hafa gefið umræddum kvikindum líf? — Að sjálfsögðu ekki. Jafnvel þótt það væri mögulegt, get ég ekki séð hvaða hagnað ég gæti haft af því. — Þér álítið semsagt mögulegt að framkalla líf á vísindalegan hátt? —- Það get ég ekki vitað. Visindin hafa enn ekki sagt sitt síðasta. 1 þessu bili komu tveir hvitklæddir munkar I fylgd með fjórum nunn- um og ennfremur, tveimur Fransiskusarmunkum I brúnum skikkjum. Hópurinn stillti sér upp fyrir framan dómaraborðið. Massenau reis á fætur: — Herrar mínir, nú komum við að leiðinlegasta hluta þessara rétt- arhalda, sagði hann. — Samkvæmt beiðni konungsins um að rannsaka alla mögulega smáhluti I sambndi við mál hins ákærða, neyddumst við til að leita vitnisburðar, sem samkvæmt lögum kirkjunnar sannar end- anlega, að Mdnsieur de Peyrac hefur selt sig djöflinum. Frá priorinn- unni í nunnuklaustrinu Saint-Léandre I Auvergne höfum við fengið þá tilkynningu, að ein nunna hennar hafi sýnt þess merki, að vera haldin illum anda, og hún sakar de Peyrac greifa u mað vera þess valdandi. Hún hefur ekki dulið, að greifinn hafði áður fyrr lokkað hana til synda, og það var iðrunin eftir það, sem kom he’nni til að ganga í klaustur. En hún fann þar engan frið, því þessi maður hélt áfram að freista hennar og hún var viss um, að hann hefði fyllt hana illum anda. Massenau sneri sér að einni nunnunni: — Systir Carmencita de Mérecourt, er ákærði sá maður, sem magnað hefur í yður hinn illa anda? spurði hann. —- Ákærði er minn eini herra. Angelique sá undir andlitsdúknum nautnalega andlitsdrætti þessarar ungu, fallegu, spönsku konu. Massenau ræskti sig og hélt áfram með erfiðismunum. — En genguð þér ekki I nunnuklaustur til þess eins að þjóna drottni? — Ég vildi komast undan ásjónu þess, sem hafði heillað mig, en það var ekki nóg. Hann fylgir mér stöðugt og það meira að segja undir guðsþjónustum. Angelique varð náföl af reiði. Fylgdarkona hennar tók um hönd hennar til að minna hana á, að hún yrði að vera róleg og hafa stjórn á sér. Massenau beindi nú orðum sínum að priorinnu klaustursins. —■ Madame, þótt þessi yfirheyrsla hljóti að vera mjög óþægileg fyrir yður, er það skylda mín að biðja yður að staðfesta fyrir dómstóþnum, það sem þér hafið áður sagt. — Ég krefst þess að vera yfirheyrð i einrúmi, svaraði gamla nunnan. Rétturinn hvarf í herbergi innan af dómssalnum í fylgd með príorinn- unni og nunnunni. Carmencita sat hinsvegar kyrr á bekk. Áhorfendur hölluðu sér fram til þess að sjá betur þessa fögru og djöfulóðu nunnu. Joffrey de Peyrac hafði ekki virt hana viðlits. Þegar dómararnir höfðu yfirgefið salinn, reyndi hann að hvíla sig örlítið. Með sársauka- grettu settist hann á pallinn. Það var bersýnilegt, að áreynslan af því að styðjast við stafina tvo og framar öllu öðru pyndingarnar í Bastill- unni, gerðu honum hverja hreyfingu að Þjáningu. Angelique fékk sting í hjartað af meðaumkun. Fram að Þessu hafði maður hennar sýnt ótrúlega sjálfsstjórn. Honum hafði tekizt að tala Framhald á bls. 47. VIKAN 43. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.