Vikan


Vikan - 22.10.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 22.10.1964, Blaðsíða 33
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Er petta ástæfian að flestar vélar eru frammí? Sennilega, því aö þaö er sáralítill munur á venjulegum bíl og hestvagni. Hesturinn dregur vagninn. Volkswagen hefir aldrei notaö þessa hugmynd. Hestöflin eru afturí Volkswagen. Volks- wagen-hestöfl þurfa ekki vatn. (Volkswagen-vélin er loftkæld). Að baki þessu eru tvær mikilvægar óstæður. I fyrsta lagi: Vélin er staðsett beint ofan við drifhjólin. Þér skiljið þetta þá fyrst er þér akið í snjó, sandi eða aurbleytu. En þó sérstaklega þegar þér akið í miklum bratta. í öðru lagi: Mismunadrif, gírkassi og vél mynda allt eina samstæða heild. Það er: Færri hlutir geta bilað. (Eins og t.d. drifskaft). Ennfremur verða fram- drifnir vagnar að hafa sterka afturöxla og blaðfjaðrir, en þess þarf Volkswagen ekki. Volkswagen hefur sjálfstæða snerilf jöðrun á hverju hjóli. Hvert hjól er alltaf í snertingu við veginn. Við heyrum: (þrátt fyrir þessar stað- reyndir) að bíll verði að hafa blaðfjöðrun, sterk- an afturöxul og vatnskassa, en umfram allt það, að vélin verði að vera frammí, af því ,,að þefta hafi alltaf verið svona", en slík rökfærsla er okkur óskiljanleg og út í hött. S'imi 21240 HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172 mönnum í sjúkrahús og tóku skil- ríki þeirra. Sá stóri var Rauður og enginn annar; hann hafði bara litað á sér hárið. Fréttirnar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir flesta Kanadamenn, en þó áttu þeir eftir að heyra það sem verra var. Lögreglunni tókst nefnilega von bráðar að afla óyggjandi sannana fyrir því, að hann hefði á skömmum tíma staðið að tylft annarra glæpa. Nærri því hver einasti meiriháttar glæpur, sem framinn hafði verið í suðurhluta Ontariofylkis síðan Rauði Ryan losnaði úr Kingston, var hans verk. í tíu mánuði hafði hann leikið tveim skjöldum af slíkri snilld, að annars eins getur naum- ast í gervallri glæpasögunni. Á nóttunni var hann hinn jarp- hærði ræningi, en á daginn hinn rauðhærði umbótamaður, sem harðlega fordæmdi sína eigin glæpi. í sjúkrahúsinu sneri Rauður sér til veggjar og hvarf úr þess- um heimi að klukkustund lið- inni. Að þessu sinni var þýðing- arlaust að reyna að hafa hendur í hári hans. Hann dó án þess að segja orð. Enda var ekkert að segja. Líf hans hafði verið svo fullkomin leiksýning, að það var ástæðulaust að skemma slíkt drama með neinum eftirmála. Áhrif hans á refsidóma og náð- anir urðu langæ. Þegar yfirvöld- in höfðu náð sér eftir tauga- áfallið, sem uppgötvunin í Sarnia ölli þeim, hertu þau aftur á regl- um sínum varðandi náðanir, svo að þar var varla nokkur smuga finnanleg lengur. Rauð mátti standa á sama, úr því sem komið var, enda hafði hann staðið við sitt. Hann hafði sýnt öllum heim- inum, eins og karli föður sínum forðum, að hann tæki ekkert nei fyrir gott og gilt svar. ★ EINU SINNI HÖFÐUM VIÐ ÞRJÁR í SKOTI Framhald af bls. 29. Henrik ypptir öxlum. — Nú, einn Finni er þó alltaf einn Finni. Og á stríðstímum æskilegri dauður en lifandi, að dómi Rússanna að minnsta kosti. — Segðu mér, lentirðu ekkert í illindum við Þjóðverjana, þegar þið rákuð þá frá ykkur í lokin? — Nei, ekki ég. Annars lá við að í hart færi ( Kotka, þegar þeir fóru þaðan. Þeir sendu stórt flutn- ingaskip eftir setuliðinu, sem þeir höfðu haft í borginni. Margir her- mannanna héldu við finnskar stelp- ur og nú vildu þær óðar og upp- vægar fara með þeim, og eitthvað hundrað og tuttugu talsins smygl- uðu sér um borð í skipið. Finnsku hernaðaryfirvöldin í borginni upp- götvuðu þetta ekki, fyrr en skipið var komið út á fjörðinn. Þá var haft samband við skipstjórann og honum skipað að snúa við og skila stelpunum. Hann anzaði ekki einu sinni. Þá var honum sagt að skipið yrði skotið í kaf, svo fremi hann léti sig ekki. Allt í lagi, svaraði þýzkarinn, ég sný ekki við, en kven- fólkið skal ég skilja eftir. Svo lét hann draga stelpurnar upp á þiljur, binda þær í knippi með köðlum og henda þemi svo fyrir borð. — Það var illa farið með gott kjöt. Fórust margar? — Nei, þær björguðust flestar. Það voru margir bátar þarna úti sem fiskuðu þær upp. — Klukkan er orðin meira en tólf og fyrri hádegisösin liðin hjá; næstum ekkert hljóð berst lengur inn á Dekor. Ég gef hnífnum á borðinu hornauga, það vottar fyrir ryði í blóðgrópinni. — Hvað fórstu svo að gera eft- ir stríðið? — Ég reyndi allan fjandann, gat ekki ákveðið mig alveg strax, enda tekur það sinn tíma að venjast borgaralegu lífi á nýjan leik. Ég fór á Kúnstakademíuna í Ábo og var þar tvo vetur; lærði þar grafík og var svo í „Försalnings och Reklamskola" í Helsingsfors. Svo vann ég um tíma hjá kaupfélögum ( Austur-Finnlandi. Á þeim árum áttum við í margháttuðum vandræð- mu og atvinnuleysi varð almennt. Ég brá mér þá yfir til Svíþjóðar og vann þar í tvö ár, svo ( Dan- mörku, en líkaði þar ekki. Ég fékk svo þá hugmynd að fara til Kanada. — En hvenær komstu fyrst til íslands? — Það var upprunalega mistök- um um að kenna. Ég ákvað að skilja vel við Kaupmannahöfn og skemmti mér smávegis í nokkra daga áður en ég fór; bað konuna, sem ég leigði hjá, að kaupa fyrir mig farseðilinn til Kanada. En það hefur víst einhver ruglingur kom- izt á hlutina, þv( þegar ég vakn- aði úti á rúmsjó, var það um borð ( Dronning Alexandrine á leið til hver fjandinn var á seyði, því klefafélagi minn, sem líkt og ég var að drepast úr sjóveiki, var Grænlendingur og kunni ekki stakt orð í neinu hvítra manna máli. Það eina sem hann sagði var Simsalta, simsalta, sem. þýðir víst flugvél á eskimóamáli, og hefur pilturinn lík- lega verið að barma sér yfir að hafa ekki flogið þennan smáspöl norður undir heimskaut í stað þess að leggja á sig allar helvítispínslir sjóveikinnar. Þetta var í nóvember og sjórinn svo slæmur, að skip- stjórinn, sem var búinn að sigla á þessari leið í 35 ár, sagðist aldrei hafa kynnzt öðru eins veðri. Við vorum 10 sólarhringa á leiðinni til Reykjavíkur. Allan þann tíma smakkaði ég ekki svo mikið sem einn matarbita. Ég fékk vinnu hjá KRON, fyrir tilstilli finnska ræðismannsins, sem þá var, en hann reyndist mér sem sannur drengur, útvegaði mér l(ka VIRAN 43. tbX. 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.