Vikan


Vikan - 22.10.1964, Blaðsíða 28

Vikan - 22.10.1964, Blaðsíða 28
Einu sinnl höfðum vlð þrjár f skotl Hið næsta og síðasta, sem hann veit af, er helkaldur málmur í h|artastað. — Hvort æpti hann er á hann kom stálið? — Nei. Við stukkum á þá að aftan, tókum um hálsinn á þeim og svo . . . — Sástu framan í hann? — Nei. Það var enginn t!mi til þess. Þeir voru allt um kring ( kjarrinu, en við höfðum alveg und- irtökin. Rifflarnir og allt þetta drasl var þeim bara til trafala þarna innan um hríslurnar. Við stungum eitthvað fjórtán þeirra þarna í buskunum, en mistum eng- an sjálfir nema þann, sem var á verði; honum káluðu þeir, þótt hann gæti skotið áður og varað okkur við. En þeir sáu fljótt að þetta var vonlaus bisniss og flýðu niður að fljótinu, eitthvað fimmtíu. Þeir höfðu komið yfir það á þrem- ur stórum bátum með utanborðs- mótorum. Það var ennþá næstum dimmt, en vatnsflöturinn spegil- sléttur og næstum hvítur eins og himinninn, sem speglaði sig í hon- um. Við sáum þv! bátana greini- lega, þegar þeir lögðu af stað yfir- um aftur. Við skrúfuðum hlaupið á einni stóru loftvarnabyssunni niður úr öllu valdi og gátum þá miðað á þá. Kapteinninn kom þá kolóður og spurði hvort við vær- um alveg vitlausir, þv! þegar skot- ið er af loftvarnarbyssum í þess- um stellingum, er eins víst að þær steyptist fram yfir sig. En við sögð- um honum bara að halda kjafti og punduðum á bátana; fyrsta skot- ið lenti rétt fyrir frarhan einn þeirra. Næsta kúla frá okkur dúndraði nið- ur ( bátinn miðjan og hrærði hann í kássu saman við áhöfnina. Næsta bát möskuðum við á sama hátt, en sá þriðji komst upp í fjöru. Við brenndum upp á von og óvon á karlana, þegar þeir voru að ryðj- ast upp úr fleytunni, og grísuðum ! þvöguna miðja. Tveir þeirra voru eitthvað fótfráari en hinir og voru komnir spottakorn upp úr fjörunni. Þeir voru þeir einu sem sluppu. — Er það í rauninni satt, sem sagt hefur verið, að þið hafið ver- ið miklu harðari stríðsmenn en Rúss- arnir? — Það er erfitt að fullyrða nokk- uð um það. Rússnesku hermenn- irnir, sem við höfðum á móti okk- ur, voru mjög misjafnir hvað harð- fengi snerti. Margir voru þetta frið- samir bóndakarlar, sem áreiðan- lega nutu sín betur allsstaðar ann- arsstaðar en ! stríði. En undir strfðs- lokin voru sendar fram sérstak- ar úrvalshersveitir, sem börðust af ofboðslegri hörku og grimmd. í þeim voru einkum Hvítrússar. — Eru þeir sérstaklega herskáir? — Þeir hafa stríðsæðið í blóð- inu. Á keisaratímunum var sagt, að ein aðaldægradvöl þeirra, Iíkt og póker hjá mörgum Vesturlanda- mönnum, hefði verið að hlaða skammbyssu með eitthvað fimm til tíu skotum, en aðeins eitt var með kúlu og enginn vissi hvar það var í röðinni. Síðan settust menn við borð og létu byssuna ganga hring- inn, þannig að hver og einn hleypti af einu skoti í gagnauga sér, eða einhvern annan álíka mikilvægan stað. Þetta er svokölluð rúmensk rúlletta. Ég er búinn að leggja hnífinn frá mér. Séu slíkir víkingar til í Sovétríkjunum, hlýtur það að stafa af einhverjum misskilningi að höfuðborg þeirra skuli vera Moskva en ekki Minsk. — Mesti munurinn á okkur og Rússunum, heldur Henrik áfram eft- ir nokkra íhugun, var hins vegar sá, að hjá okkur gat hver óbreytt- ur hermaður klárað sig einn og Úr vinnustofu Henriks. : ^ «iij i m • -V • •>>••••• •••• ' ;•: v''‘ s ' I I Eitt málverka morgundagsins — Sauradraug- -öö- Svart og hvítt sex upp um alla veggi. 28 - VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.