Vikan


Vikan - 26.05.1966, Qupperneq 6

Vikan - 26.05.1966, Qupperneq 6
fyrir hverja konu ... í yndis- legum ilmkremum HIN SÉRSTÖKU ILMKREM FRÁ AVON. Sex ilmtegundir — indœlar, mildar og lokkandi, við hœfi hverrar konu. Sválandi, heit og rómantísk áhrif. Við öll tœkifæri er ILMKREM ávallt það bezta. Aðeins ögn á handleggi háls og herðar — kremið hverfur, en ilmurinn verður eftir lengi — lengi. KORTSLÚTTAÐUR MÚSKÍSENS. Hæ, Vika! Kvusslass er þetta eiginlega, ha? Er alveg kortslúttað á Neon- ljósunum á topphæðinni á þér, eða hvað? Ég var að skoða gamla Viku á biðstofunni hjá tann- trekkjaranum mínum og rakst þar á einhverja fimmaurabrand- ara og píp út í The KINKS! Þessa alklárustu, maður! Þú segðir eitthvað annað, ef þú heyrðir í gæjunum. Þú yrðir gar- anterað alveg spól! Þetta eru nefnilega mestu hörku stælgæj- ar, er hingað hafa komið og eru þeir alklárustu í músikmenning- unni. Maður þarf ekki annað en að sjá hárið á þeim til að fatta það! Og svo ert þú, rétt og slétt Vika að bera The KINKS, þessa al- svölustu saman við horfýsur eins og Maju Kalls og pípfugla eins og KARÚSÓ, svona hundasúrur, sem syngja bara symfóníur og drasl. Maður gæti bara næstum haldið, að þú vildir heldur sheika eftir einhverjum dreppúkó lög- um eins og t.d. „Polo-nice í Ge- dúr eftir Jóhann Sebestíu Bjakk" eða ..sónudu eftir Brems í adúr“. Svo heitir þetta svo geggjuðum nöfnum eins og t.d. „Fyrri-for- leikur-að-kantötu-í-undirheimum -Orfeusar-í-dje-dúr-númer-tvö-í- si e-moll -opus-níu-allegretto-fyrir -fiðlustrengi-og-þokulúður-eftir- Katzenjammer“. Nei, þá er betra að biðja um „HELP“! Það er stutt og ísí og það fatta allir, enda er það alklárasta bítlalag, sem gert hefur verið síðan byggðir fæddust. Nei, ég fatta ekki svona gæja, sem hlusta á symfóníur og dót. Haldið þið kannski, að það sé eitthvað fínt? Ekki yrði ég staur- bit þótt þið reynduð að halda því fram, að Karúsó syngi betur en Mick Jagger. Það væri alveg eft- ir ykkur. Nei, maður fattar nú fljótt fíd- usinn hjá fína, fullorðna fólkinu, sem finnst það svo fanta fínt og flott að fara á fornaldarsymfón- íupípmúsikina í Háskólabíó. Fuss og foj! Það er ekkert, sem kort- slúttar músiksensinn hjá manni eins og symfóníur og Karúsóbaul. Þeir hefðu aldrei átt að bjarga honum af eyðieyjunni! En hvað kom til, að þú fórst að baknaga The KINKS. Hafa þeir ikannski einhvemtíma talað illa um þig? Þú hefðir átt að skvera þér með í Austurbæjar- bíó, þegar þeir léku þar. Það var geggj!! Ég sló öldunginn um spír- ur og spýtti niður eftir og redd- aði pleisi á fyrsta bekk. Ég dobbl- aði lögguna og tókst að skríða upp á senu og ég gat komið við buxnaskálm aðal-KINKSINS með hægri löngutöng áður en aðrir listunnendur drógu mig niður. Ég fékk alveg geggjaða gæsahúð, maður, og geng með puttann í fatla og ætla að láta kaskótryggja hann. En hugsiið ykkur filinguna. Að vita, að fingrafar manns er á buxna- skálminni á The KINKS og á hverjum morgni vakna ég kl. 8 og þegar ég ligg og hugsa til þess, að kannski einmitt núna séu The KINKS að klæða sig í fingrafarið mitt, þá hríslast kaldur sviti í gegnum merg og bein á mér. Brjánn Bindilsson, Silfurheimum 1. SKIPAÐ GÆTI ÉG . . . Póstur góður! Ég les Vikuna oftast, og finn sjaldan neitt athuga vert við hana, utan einu sinni, þ.e.a.s. í 11. tbl. Vikunnar þar sem stúlka talar um það að vinur hennar segi ekki halló við hana þegar þau hittast. Mér þykir þið vera einum of frekir að segja „Láttu strákinn lönd og leið bæði í hall- æri og án, segðu aldrei „halló“ hvorki við hann né aðra stráka nema bara í kveðjuskyni og snúðu þér að því að öðlast svo- lítið meiri þroska til ???arinnar. Það er ekki fyrr en í fyrsta lagi 16—17 ára, sem nokkurt vit er í því að fara að hallóa stráka eða „vera með þeim“. Orð rétt. Ég leyfi mér að spyrja, „hvað kemur ykkur við þótt stúlkan sé með strák? Ég hefði haldið að ykkur kæmi það ekkert við og það væri ekki í ykkar verkahring að banna stúlkum að vera með strákum. Þið ættuð að hugsa betur um ykkur og ykkar en ekki vera að skipta ykkur af því sem ykkur kemur ekki við. Og að banna stúlkunni að segja halló við stráka það nær ekki nokkurri átt. Þetta ætti ekki að sjást í lands- ins bezta vikublaði. Virðingarfyllst Sveinn Guðm. Sveinsson. g VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.