Vikan - 26.05.1966, Side 40
FYRIRLIGGJANDI I
ÖLLUM STÆRÐUM
OG FJÖLBREITTU
LITAVALI
VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS H.F.
EINKAUMBOÐSALI FYRIR LEVIS
STRAUSS 13 co UPPHAFSMENN
NÝT í ZKU VIN N U FATNAÐAR
þessi er einn af þeim.
Hjá Rambler hafa þeir verið að
búa til „prototýpu" fyrir framtíðar-
bíl og fylgir hér með mynd af hon-
um. Þarna er kannski athyglisverð-
ast, að póstunum sinn hvorum meg-
in við framrúðuna er alveg sleppt.
Þetta á vitaskuld að vera til þess
að bæta útsýnið og þar með að
auka öryggið, en annars er bíllinn
í höfuðatriðum tveggja sæta og að-
eins með litlu aftursæti. Mörgum
finnst að hér sé freklega stolið frá
Toronado, sem áður er að vikið, og
sýnir þetta enn einu sinni, hvað
Ameríkanar eru fljótir til að apa
hver eftir öðrum, ef einhver hittir
naglann á höfuðið. En þessir bílar
sem hér hefur verið sagt frá, gætu
ef til vill gefið einhverja hugmynd
um, hvernig þeir verða almennt eft-
ir svo sem áratug.
☆
Bergmál af hlátri
Framhald af bls. 23.
Ebony og lagði handleggina um
háls hennar....
Nú andvarpaði frú Ebony,
horfði yfir vatnið og á sólbrennda
unga manninn, sem ennþá var
á sjóskíðunum í kjölfari hrað-
bátsins; svo hallaði hún höfð-
inu aftur á bak, að stólbakinu.
Og nú kom þetta allt í huga
hennar, allt þetta sem skeði fyrir
fjörutíu árum, þessi hræðilegu,
yfirþyrmandi augnablik, sem
höfðu verið frosin með henni í
öll þessi ár. Og allt í einu, eins
og sogandi brimalda kæmi yfir
hana, fann hún til léttis, það
var eins og hálsinn þrengdist.
„Ég ætla að fara að gráta, taut-
aði hún fyrir munni sér. — Ég
held að loksins geti ég grátið
Hádegisverðarboðið hafði ver-
ið mjög vel heppnað. Hilary
Brand hafði verið jafn skemmti-
legur og jafnan áður; Lucinda
hafði bara setið kyrr, eins og
venjulega, lítið talandi, en ljóm-
andi falleg; Barrington hjónin
höfðu sýnilega verið ljómandi
ánægð yfir því að fá tækifæri
til að hitta Hilary, og þökkuðu
henni ákaft þegar þau kvöddu.
Þau voru mjög notaleg hjón;
hann mjög laglegur karlmaður,
hún svolítið litlaus, en vel þess
virði að kynnast henni. Frú Eb-
ony var ánægð með þessi fá-
mennu hádegisverðarboð sín,
þau voru nú orðið það eina sem
hún gerði í sambandi við sam-
kvæmislíf. Hún gerði sér alltaf
far um að hafa vín og vistir sem
fullkomnast. Það hafði heldur
ekki verið nein undantekning í
dag.
Hilary fór síðastur, hafði gefið
sér tíma til að doka svolítið við
hjá henni, drekka úr einu vín-
glasi og segja henni síðustu
slúðursögurnar. Hann var elsku-
legur og ljúfur vinur, algerlega
ósnertur af bókmenntafrægð
sinni; það var ánægjulegt að hitta
hann, hann var alltaf reiðubúinn
til að taka upp þráðinn þar sem
honum var sleppt, án þess að
vera nokkuð þvingaður. Bless-
aður Hilary. Þegar hann að lok-
um fór akandi í nýja Mercedes
bílnum sínum, sem hann var svo
hreykinn af, fór hún upp til
sín, til að hvíla sig, eins og hún
var vön að gera daglega. Hún
hafði kallað í Ellen þegar hún
kom inn í dagstofuna, til að láta
hana vita að hún væri komin.
Síðan lagði hún frá sér tösku
og hanzka, leit á minnisblaðið við
símann og gekk inn í svefnher-
bergið.
Á því augnabliki hætti raun-
veruleikinn að vera til og mar-
tröðin byrjaði. Ellen hafði legið
á gólfinu við fótagafl rúmsins.
Líkami hennar var snúinn, höf-
uðið svo einkennilega þvingað
aftur á bak, munnurinn opinn
og hún var svo hræðilega graf-
kyrr. Frú Ebony kraup niður að
henni og hlustaði eftir hjartanu,
sem ennþá bifaðist, ósköp dauft.
Svo reis hún á fætur, studdi sig
við rúmið, því hún var óstöðug
á fótunum eftir áfallið, og rétti
út höndina eftir símanum.
Frá þeirri stundu hafði mar-
tröðin náð fullkomnu valdi yfir
henni, feykt henni fram og aft-
ur — hjálparlausri — mótstöðu-
lausri, þangað til úrslitastundin
kom, í litla grænmálaða her-
berginu á slysadeild sjúkrahúss-
ins, þegar Ellen, án þess að opna
augun eða sýna minnsta vott um
meðvitund hafði gefið frá sér
dauft andvarp og dáið.
Frú Ebony horfði á litabrigð-
in á fjallatindunum. Hún hætti
að gráta og þurrkaði sér um aug-
un. Sólbrenndi ungi maðurinn
var loksins hættur á sjóskíðun-
um og var að skríða upp í bát-
inn. Vélarhljóðið í bátnum var
óþægilega hátt, eins og báturinn
væri nær en hann var í raun
og veru. Hvíta gufuskipið var að
hverfa í fjarska, það var einna
líkast hvítum svani sem leið á-
fram á tæru vatninu.
Hún deplaði augunum, þau
voru svalari nú. Hún reyndi að
VIKAN 21. tbl.