Vikan


Vikan - 14.07.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 14.07.1966, Blaðsíða 16
 Rollingarnír og blaðamenn Bítlarnir eru þekktir fyrir'hin skjótu og oft og tíðum launfyndnu tilsvör sín. Oft hafa þeir kom- ið blaðamönnum úr jafnvægi með hinum furðulegustu svörum. Sömu sögu er að segja um The Rolling Stones. Þegar þeir voru nýlega á ferðalagi um Skandinavíu, spurði norskur blaðamaður þá meðal annars, hvort þeim þætti ánægjulegt að vera í Osló. — Já, það finnst okkur, því að við erum ekki svo langt frá Stokkhólmi! Annar norskur blaðamaður spurði þá, hvað þeim hafi fundizt um Skandinavíu. — Hún er stór, sögðu þeir. — Stærri en Liverpool. Og sænskur blaðamaður, sem spurði, hvort þeim fyndist munur á enskum og sænskum áheyrendum, fékk það svar að svo væri nú aldeilis. Svíar hefðu ljósara hár. Á ferðalagi sínu um Bandaríkin voru Rollingarnir eitt sinn spurðir, hvort þeir hlökkuðu til að fara aftur heim. — Já, því að við eigum að fara þaðan strax aftur .. . Að hverfu stefnum vlð? Spegla þessi svör lífsskoSun unga fólksins í dag? Það eru gömul sannindi og ný, að tímarnir breytast og mennirnir með. Viðhorf manna til ýmissa hluta eru breytileg frá kynslóð til kynslóðar. En hvernig er þá lífsskoðun þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa úr grasi. Hvað telur ungt fólk í dag mikilvægast í lífi sínu? Ást? Auðæfi? Vel- gengni? Frægð. Er unga fólkið trúað? Hver er munur á nútímanum og þeim tíma, er foreldrar okkar voru á sama aldri og við erum í dag? Þessum spurningum öllum svara nú nokkrir full- trúar ungu kynslóðarinnar. Guð býr innra með hverjum manni. DONOVAN: Ég hef mínar eigin lífsreglur. Þær breyt- ast i sífellu eftir þvi sem ég verð eldri og reynslunni ríkari. Hið sama er að segja um viðhorf mín til þess, sem ég tel rétt og rangt. Ég dæmi aldrei fólk eftir þvi, hvernig það kemur fram. Ég reyni að skyggnast I sál þess. Þegar ég sé stúlku, sem mér finnst fall- eg, segi ég gjarna: „Þú ert falleg". Ég vil hugsa eins og bam, þvi að börn sjá allt svo greinilega. Að mínum dómi getur enginn höndlað hamingjuna fyrir auðæfi. Hvað mig snertir verð ég alltaf gripinn sælukennd, þegar ég kem nærri sjónum og skynja saltlöðrið. Það snert- ir einhverja strengi innra með mér. Ég er trúaður. Ég held að Kristur hafi verið góður maður, sem kenndi vel og blátt áfram og kenndi fólki hið eina rétta. Ég trúi því Frh. á bls. 48. Ástin er mikilvæg- ust. TWINKLE: Astin er mikilvægust í lífi mínu. Ég held, að ekkert geti komið í staðinn fyrir ástina — hvorki auðæfi, velgengni né frægð. Góð framkoma finnst mér þýðingarmikil. Okkur ber skylda til að koma vel fram við þá, sem við umgöng- umst. Ég hef mínar eigin hugmyndir um, hvað er gott og hvað er slæmt. Ekki er víst, að allir séu mér sammála um það, sem ég álít slæmt. Það eru ekki allir steyptir í sama mót- ið. Ég trúi á guð, þvi að ég þarf að trúa á eitthvað. Ég fer með bænir. Ég fer aldrei í kirkju vegna þess að það er leiðinlegt. Ég býst við að guð skilji það. Ég vona það. Ég þoli ekki upp- Frh. ó bls. 48. Heimilið er hluti af sjálfum mér. Erfitt að vera ekki eigingjarn. ERIC BURDON: Ástúð er ríkur þátt- ur í fari mínu. Ég þarfnast hennar og ég hef þörf fyrir að endurgjalda hana. Suma þeirra, sem mér þykir vænt um, hef ég ekki einu sinni hitt. Ástin skiptir mjög miklu máli, því að hún er sterkara afl en hat- ur. Það er slæmt að hata. Aldrei skyldu menn dæma neinn eftir fyrstu kynnum. Það tekur sinn tíma að kynnast fólki. Mig langar til að láta eitthvað gott af mér leiða. Ég veit, að það er erfitt að vera ekki eigingjam. Mig dreymir um auðæfi og allt, sem þeim fylgir — en mig langar líka til að gefa öðrum eitthvað. Ef til vill fæ ég tæki- færi til þess með skrifum mínum. Okkar kynslóð á ekkert leiðarljós. PETE TOWNSEND: Mig langar til að kynnast eins mörg- um og kostur er í lífinu. Ef ég væri þess umkominn, viidi ég bæta þjóð- félagið í stað hins gagnstæða. Mér finnst það tæpast ó- maksins vert að vera í dægurlagahljóm- sveit. Ég trúi á kraft hugsana fremur en trúarbrögð. Ef millj- ónir manna ímynda sér, að til sé guð, hafa þeir skapað hann. Ást skiptir miklu máli. Ást innan fjöl- skyldunnar er mikil- væg. Þar fyrir utan er ást í öðrum skiln- ingi. Ég held mér þyki vænt um nokkra vini mína. Mér þykir gott að vera frjáls. Það unga fólk, sem nú er að vaxa úr grasi, er illa sett sem kynslóð, því að það hefur engar markað- Frh. ó bls. 48. The Rolling Stones: Bill Wyman, Mick Jagger, Brian Jones, Keith Richards og Charlie Watts. Söngvarinn og lagasmiðurinn Mick Jagger er vinsælastur Rollinganna. 16 VIKAN Aladdin næsta kvlkmynd The Shadows Fyrirhugað er, að næsta kvikmynd Cliff Richards og The Shadows verði „Aladdin" — eftir sam- nefndum söngleik þeirra félaga, sem sýndur var í London fyrir rúmu ári við frábærar undirtekt- ir. Sjálfur hefur Cliff upplýst, að The Shadows hafi bætt við nokkrum lögum fyrir myndina, en öll tónlist í söngleiknum var eftir þá. Síðasta kvikmynd The Shadows var gerð fyrir þremur árum. Það var Wonderful Life, sem sýnd var í Tónabíói á sínum tíma. Eins og kunnugt er, komu The Shadows fram á sjónarsviðið löngu áður en Bítlarnir tóku að láta á sér kræla, og voru þeir fyrsta gítarhljómsveitin, sem eitthvað kvað að. Þrátt fyrir ótal fyr- irbrigði, sem skotið hafa upp kollinum í músikheiminum á síðustu árum, hafa þeir aldrei breytt um stíl. Samt hefur þeim tekizt að halda vinsæidum sínum óskertum allt til þessa. Það er óhætt að segja, að þeir séu einum klassa fyrir ofan alla hina. Mick Jagger - vinsælastur Rollinganna. Á öndverðu þessu ári efndi brezkt blað til skoðanakönnunar meðal lesenda sinna um það, hver væri vinsælastur af The Roliing Stones — eða Rollingunum, eins og þeir eru oftast kallaðir hér. Könnunin leiddi í ljós. að söngvari hljómsveitarinnar, Mick Jagger, á langmestum vinsældum að fagna. Við kynn- um nú Rollingana fimm og birtum jafnframt atkvæðatölurnar úr skoðanakönnuninni um vinsældir þeirra. MICK JAGGER — 1.962 atkvæði. Michael Philip Jagger er 22 ára að aldri og yngstur þeirra félaga. Hann var helzti hvata- maður að stofnun hljómsveitarinnar, ásamt Keith Richard, en þeir voru bekkjabræður á yngri árum og áttu músikina sem sameig- inlegt áhugamái. Mick er gáfumaðurinn í hópi Rollinganna. Nam hagfræði við Lund- únaháskóla um skeið. Hefur mikinn áhuga á kvikmyndagerð og er óhress yfir því, hve taka kvikmyndar með Rollingunum hefur dregizt á langinn. Hefur ríka kímnigáfu, sem hann notar óspart á kostnað kunningja sinna. * Mikil hermikráka. Hringir stundum til góðra vina, og þykist vera allt annar. Þykir gam- an að skopast að fólki, sem honum þykir ekki stíga í vitið. Bregzt illa við óréttlátri ■ gagnrýni. Einstaklega tryggur vinum sínum. Mjög sár, þegar hann frétti, að P. J. Proby hefði áhuga á kærustu hans, tízkusýningar- stúlkunni Chrissie Shrimpton, en hún er syst- ir hinnar frægu Jean Shrimpton, sem getið var um hér í Vikunni ekki alls fyrir löngu. BRIAN JONES — 1.327 atkvwði. Segja má, að Brian sé einstæðingurinn í hljómsveitinni. Mick og Keith leigja íbúð í sameiningu, Bill og Charlie eru báðir kvænt- ir — en Brian er einn sér á báti. Hann er mikill samkvæmismaður. Alltaf velkominn gestur í samkvæmi til annarra — meðfram sökum þess að hann hefur einstakt lag á því að halda uppi skemmtilegum samræðum. Var mikill námshestur, þegar hann var í skóla, og stefndi að því að verða tannlækn- ir. Þykir mjög vænt um systur sína, Barböru, Framhald 6 bls. 31. Ævisaga mln- fram til þessa Eftir Reter Noone Fyrri Kluti ótt hver ævisaga hljóti að byrja ó byrjuninni, hef ég Fivað eftir annað sagt við sjólf- an mig, að slíkar sögur eigi þegar í byrjun að vera spennandi eða róm- antískar. Þess vegna þyk- ir mér leitt að þurfa að skýra fró því, að hið fyrsta, sem ég man, er hóvaxið gras, kól og margfætlur. Allt þetta só ég heima hjó mér í Urmston, sem er eitt af úthverfum Man- chester, en þangað kom ég ósamt mömmu minni eftir að hafa fyrst litið þessa heims Ijós ó Davyhulme spítalanum hinn 5. nóvember 1947. Öll fjölskyldan tók hjartanlega ó móti okk- ur — faðir minn, sem var við nóm við Edinborgar- hóskóla og systir mín, Denise, sem er næstum tveimur órum eldri en ég — og ég var skírður Peter Blair Denis Bernard Noone. Það leið ekki ó löngu, þar til ég var farinn að rannsaka hóvaxna grasið í hinum víðóttumikla garði að húsabaki. Ég uppgötv- aði kólið og margfætl- urnar ó kólinu uppgötv- uðu mig. Það leið ekki só dagur í garðinum, að nokkrar margfætlur hefðu ekki tekið sér bólfestu ó mér. Við bjuggum í Dart- ford Road, Urmston í tvö ór, en fluttum svo ( burtu fró hóa grasinu, kólinu og margfætlunum í nýtt og fínt hús í Flixton. Það voru hús allt í kring og stór leikvöllur, sem við lékum okkur ó. Auðvitað knattspyrnu Ég hef alltaf verið mjög óhugasamur um knattspyrnu. Þegar hér var komið sögu, var pabbi byrjaður að starfa sem kennari. Hann hafði gefið sér tóm til að útbúa rólu fyrir mig, sem hann festi í dyrakarm einhvers staðar milli borðstofunnar og forstofunnar. Þegar rign- ing var og ég hafði ekk- ert betra að gera, var ég vanur að sitja í rólunni minni og róla í ró og næði. Þegar ég var þriggja óra, tók ég þótt í söng- keppni. Ég var þó stadd- ur í Norður Wales ósamt foreldrum mínum, sem voru í sumarfríi. Þetta var í stórum lystigarði og ég þrammaði upp ó sviðið hvergi smeykur og söng eins hótt og raddböndin leyfðu: „Tinkety, winkie, win- kie, winkie, Tinkety, winkie, wink, I l-o-v-e y-o-u"! Þetta voru fyrstu kynni mín af leiksviðinu. Og ég vann fimm pund! Þetta var í rauninni eins auð- velt og hugsazt gat. Mamma var vön að syngja þetta fyrir mig ó kvöldin, óður en ég fór að sofa. Skólaganga mín hófst, þegar ég var fimm óra. Skólinn, sem hét Wellacre Primary School, var um einn kílómeter að heim- an. Ég gleymi aldrei fyrsta skóladeginum. Ég þekkti ekki marga af Framhald á bls. 48. Pétur (fyrir £ miðju), 4 ára, ásamt systur sinni og frænda. -Ch Þegar Pétur rar tveggja ára var sýnt, að hann mundi aldrei verða hár í loftinu. En margt benti til þess, að hann hefði áhuga á að setja sig á háan hest. _ ...... ■ ./.-ft-afr&iBHsaiæSt |5&«igigBSMK;ý Noone fjölskyldan á frumbernskuárum Péturs. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.