Vikan


Vikan - 14.07.1966, Blaðsíða 27

Vikan - 14.07.1966, Blaðsíða 27
Itjándu aldar I sson tók saman Struensee var nýháttaður eftir grímuballið, þegar Köller ofursti og menn hans óðu inn á hann og rifu hann upp úr rúminu. Efnahagslega höfðu Danir það líka gott um þessar mundir. Þó voru styr|aldir víða um álfuna, en Dan- ir báru gæfu til að sitja hjá í þeim og græddu of fjár á viðskiptum við stríðsaðila. Þetta var að miklu leyti að þakka Bernstorff eldra, sem þá var áhrifamestur ráðgjafa Dana- konungs. Pólitík hans gekk út á ná- ið bandalag við Rússa, til að Sví- um, erfðaóvinum Dana á Norður- löndum, yrði þannig haldið í skefj- um. Einn skiki var það þó í Dana- veldi á síðari hluta átjándu aldar, sem ekki átti neinni alsæld að fagna, og sá var ísland. Vesöld okkar þjóðar var þá nokkurnveg- inn eins og hún varð mest, og um þverbak keyrði í móðuharðindunum upp úr 1783. Var þó ástandið nógu slæmt fyrir. Harðindi, eldgos, fjár- kláði, drepsóttir og einokunarverzl- un lögðust á eitt til að drepa niður þennan þjóðflokk, sem kannski var þá óhamingjusamastur í veröldinni. Þó er því ekki að neita, að fram- faraandinn sunnan úr heimi náði hingað líka. Skúli Magnússon og Jón Eiríksson háðu á þessum árum harða baráttu fyrir atvinnulegum framförum innanlands og gegn ein- okunarverzluninni, og sú barátta átti mikinn þátt í því, að losað var um verzlunarhöftin 1787. Eggert Olafsson reyndi þá að kveða trú á landið inn í þjóðina, Jón á Bægis- á þýddi Paradísarmissi, Magnús Ketilsson gaf út fyrsta íslenzka tímaritið og í fyrsta sinn voru stofn- uð íslenzk félög til eflingar vísind- um og þekkingu. Þetta og margt fleira má kallast þokkalega gert af þjóð, sem var þá hálfu fámenn- ari en Reykjavík er nú, og var þar að auki á barmi algerrar útþurrk- unar af völdum viðskiptakúgunar og náttúruhamfara. Sem fyrr er sagt, kom Kristján sjöundi til valda árið 1766, þá að- eins seytján ára að aldri, en þá þegar gerspilltur af svalllifnaði, sem hann hafði þó hvergi nærri fengið nóg af, enda lýsti hann því yfir strax við valdatökuna, að hann ætlaði að verja tveimur næstu ár- um til að „rasa út". Kaupmanna- hafnarbúar fengu sannarlega að kenna á því, að hann stóð við þessi orð sín. Næstu mánuði kom hann lítið nærri stjórnarstörfum, en varði tímanum þess í stað á hóru- húsum borgarinnar, þar sem hann drakk sig augafullan dag eftir dag og hegðaði sér þá með þeim ein- dæmum, að dyraverðirnir urðu venjulega að henda honum út. Sem nærri má geta, sætti hátignin sig ekki alltaf þegjandi við slíkt, og hlutust stundum af þv( grimmdar- leg slagsmál. Gagnvart ráðgjöfum sínum og hirðmönnum var Kristján duttlungafullur og tortrygginn, gerði grín að þeim fyrir minnstu yfirsjón- ir og sýndi algeran samúðarskort gagnvart þeim, sem í eitthvert ó- lán rötuðu. Enn hann var í greind- ara lagi og hafði töluverðan áhuga fyrir ýmsum umbótum, sem voru á dagskrá í álfunni um hans daga, svo að hann hefði sjálfsagt getað orðið nýtur þjóðhöfðingi, ef hon- um hefði enzt heilsa ti|. Um svipað leyti og hann tók við völdum, gekk hann að eiga Karó- línu Matthildi, systur Georgs þriðja Bretakonungs. Svo sem vani var til um hjónabönd konunga, var til þess ráðahags stofnað af pólitísk- um ástæðum, enda bar konungur minni en engan kærleika til drottn- ingar sinnar og sótti hóruhúsin af jafnmikilli hörku og fyrr. Karólfna Matthildur var þá aðeins fimmtán ára að aldri, ekki sérlega lagleg eftir mynd að dæma, en lífsglöð og fjörmikil. Varð hún því eðlilega Tyr- ir sárum vonbrigðum með eigin- manninn. Árið eftir valdatöku Kristjáns voru þau Karólína krýnd og smurð með mikilli viðhöfn. Var í því til- efni gerður gosbrunnur á torginu við konungshöllina, og spúði hann víni í vatns stað. Uxar, geltir, lömb og hænsni voru steikt á teinum f heilu lagi og hurfu unnvörpum of- an í lystugan múginn. Að veizlunni lokinni tókst konungur ferð á hend- ur til Bretlands, Frakklands og fleiri landa, kom sér þar í kynni við framámenn í stjórn- og menningar- málum, keypti margt listaverka og skreytti með þeim Kristjánsborgar- höll eftir heimkomuna. Hagaði hann sér yfirleitt svo vel í ferð- inni, að höfðingjar ríkisins fóru að gera sér vonir um, að hann væri að verða nýr og betri maður. En það var nú eitthvað annað. Áður hafði glaðværð konungs þótt keyra úr öllu hófi, en nú gerðist hann aftur á móti svo þunglyndur, að sjaldan var gott að mæla hann máli. I hirðveizlum sat hann stund- um þegjandi og gretti sig án afláts framan í borðfélagana, eða þá að hann talaði upphátt við sjálfan sig. Þá átti hann það til að hreyta móðg- unum og svívirðingum í veizlufólk- ið, og ef það dirfðist að svara fyr- ir sig, grýtti hann borðbúnaðinum í höfuðið á því. Við ráðgjafa sína gerðist hann svo þver og þrjózk- ur, að ekki var nokkur leið að tjónka við hann; ef þeir mæltu með einhverju, var hann viss með að taka þveröfuga afstöðu. Stundum harðneitaði hann langtímum saman að undirrita tilskipanir, sem þó höfðu verið gefnar út samkvæmt hans vilja. Þá ól hann með sér fráleitustu ímyndanir, gerði sér til dæmis stundum í hugarlund, að hann væri stórsnjall vitringur eða snillingur í herstjórn. 1771 var geð- veiki hans orðin slík, að hann var algerlega ófær um að sinna stjórn- arstörfum. Áður en Kristján lagði af stað í ferðina til Vestur-Evrópu, hafði hann ráðið sér að líflækni Þjóð- verja að nafni Johann Friedrich Struensee. Ætt hans var úr kjör- furstadæminu Brandenbúrg, en fæddur var hann í Halle í Efra- Saxlandi árið 1737. Þar í borg er frægur háskóli, og tók Struensee þar doktorsgráðu í læknisfræði. Framhald á bls. 34. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.