Vikan


Vikan - 14.07.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 14.07.1966, Blaðsíða 18
Vikan staldrar við á ísafirði og tekur fðli Matthías Bjarnason, alþingismaður og íorstjóri Djúpbátsins. daga í viku að vetrarlagi. Með tilkomu radíóvitanna hefur ör- yggið stórvaxið og fellur ekki úr dagur yfir sumarið en vita- skuld getur það komið fyrir að vetrinum. Auk þessa hefur Vestanflug eina nýja flugvél í gangi og flýg- ur bæði milli staða á Vestfjörð- um svo og hvert á land sem er, en hefur engar fastar áætlanir. Af frekari samgöngum má telja að Vestfjarðaleið fer tvær ferðir á viku til ísafjarðar og þriðju ferðina að Melgraseyri í fsa- fjarðardjúpi og sú ferð er farin í sambandi við ferðir Djúpbáts- ins. Ferðalög um Vestfirði hafa stóraukizt síðan Djúpbáturinn tók að ferja bíla frá fsafirði og inn í Djúp. Um það segir Matt- hías: — Bílaflutningar inn í Djúp hófust fyrir 15 árum en nýja Fagranesið kom í nóvember 1963 og er hægt að flytja 5 bíla í einu á því. Skipið hefur tvær fastar ferðir, eina ferð að Mel- graseyri og eina ferð fyrir allt Djúp á viku. Á meðan mest er að gera yfir hásumarið fer skip- ið allt upp í 11 aukaferðir í viku í Ögur. Þá þarf fólk ekki að aka ísafjörður er oröinn vlnsæll ferðamannabær Rætt við Matthfas Bjarnason alþm. Askrifstofu Djúpbátsins hitt- um við að máli Matthía? Bjarnason, alþingismann. Hann gerþekkir allar aðstæður og vandamál ísafjarðarkaupstaðar og raunar allra Vestfjarða. Hann kvað mannfjölda á fsafirði vera um 2700. íbúunum fjölgaði ann- að árið en fækkaði hitt. Það er mikil hreyfing á fólki í höfuð- stað Vestfjarða en nú orðið virð- ist vera að birta til og fólk sem var farið að heiman hefur kom- ið aftur. Sjálfsagt má að ein- hverju leyti þakka þetta stór- bættum samgöngum. Flugfélag íslands flýgur á hverjum degi yfir sumarmánuðina og fimm 18 VIKAN sömu leið aftur frá fsafirði en sumir fá nóg af því að fara alla þessa fjallvegi. Frá Ögri í Bjarkalund eru 119 kílómetrar. Þá er ekið um Mjóafjörð sem er fegursti fjörðurinn við Djúp með fjölbreytt fuglalíf, seli mókandi á steinum og í flæðarmáli og yf- irleitt er náttúrufegurð framúr- skarandi þarna. Á þeirri leið er ekið fyrir ísafjörð, þann er Hrafna Flóki skírði, og þar kem- ur fyrir að fólk sjái örn, þann fágæta fugl. — Er ekki ætlunin að leggja fjarðardjúp svo að hægt verði veg fyrir ísafjörð og inn í fsa- að aka hringinn? Fagranesið heldur uppi áætlunum frá ísafirði og inn í Djúp en margir nota tækifærið og koma bílunum með og stytta sér þannig að mun leiðina suður. Hér sjást farþegar ganga í land að Ögri en í baksýn er Snæfjallaströnd. Ferðamannastraumurinn um Vestfirði jókst til muna eftir að farið var að flytja bíla frá ísafirði og yfir þann hluta, sem enn er veglaus.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.