Vikan - 28.07.1966, Qupperneq 25
; ' ;
pl |
•O Turnovo, þar sem húsin
standa eins og hvert uppi ó
öðru. Svo stendur borgin ó höfði
í fljótinu Jantra.
Smábátahöfnin ( Sósópól, litlum
fiskimannabæ ekki langt frá
Prímorskó.
O Réttin í Slatni Pjassatsi.
Þarna er gengið fram hjá jórtr-
andi fé upp í versthúsið, sem
sést að hluta á myndinni.
1
sér börn og konur sitja fyrir dyrum
til að ræða fjálglega saman og
láta sér fátt um finnast þótt fram-
andlegur túristi í hvítri flakandi
skyrtu feti sig másandi upp
götuna og smeygi sér undir þvott-
inn þeirra, sem hangir á snúrum
strengdum milli húsa. Þér finnst þú
vera kominn aftur í ramma forn-
eskju og móðgast meira að segja,
þegar þú sérð bíltík standa í húsa-
garði uppi í allri þessari brekku
eða gæi í leðurjakka kemur æðandi
á mótorhjóli upp hellubrautina með
fretum og látum. Og fyrr en var-
ir kemur þú að litlum spýtuskúr
rauðmáluðum, og leiðsagan les á
skilti að þar hafi fæðzt eitt af skáld-
um Búlgaríu fyrir meira en öld. Og
þú gengur nær og lítur inn um
skjá, því kofinn er læstur, og sérð
ofan í djúpa gjótu með trégólfi og
eldstæði og ofar er pallur sem nær
fram yfir gjótuna miðja, þetta var
eitt sinn mannabústaður þar sem
fjölskylda bjó, og hér fæddist
skáld. Og þig furðar sízt að hér í
þessu plássi skuli listamaður hafa
fæðzt, ef þú værir sjáifur listamað-
ur myndirðu ekki fara lengra um
sinn, og meðan leiðsagan er Ijóm-
andi af ánægju yfir því hvað þú
ert hrifinn af staðnum, getur þú
ekki að þér gert að stríða henni á
fæðingardeildinni þeirra hér (
Turnovo, rauðmáluðum spýtukofa
með opnum skjá!
Og Gabrovo! Ekki má gleyma
henni. Þetta er iðnaðarborg fremur
lítil, stendur norður undir Sjipka-
skarði og héraðið ( kring heitir
sama nafni. Þar er fólkið frægt fyr-
ir nízku, það klippir t.d. skottin af
köttunum sínum svo ekki þurfi að
hafa dyrnar opnar nema sem allra
stytzt, meðan köttunum er hleypt
út og inn, það gæti hækkað hita-
kostnaðinn. Og þegar karlmennirn-
ir setjast inn á knæpu til að fá sér
bjórglas, fara þeir úr buxunum til
að slíta síður setunum. Uppi á
Stóletaofftindi, sem gnæfir yfir
Sjipkaskarði, hitti ég oddvitann í
Gabrovo, Semo Stefanoff, sem
sæmdi mig heiðursmerki af reglu
hinna rófulausu katta í Gabrovo og
gaf mér bók á búlgörsku með kíri-
Ksku letri með bröndurum um nízka
fólkið í Gabrovo, meira að segja
áritaða. En engan sá ég köttinn í
Gabrovo, nízkan er líklega að fær-
ast í aukana.
Þar sem sigurinn vannst.
Uppi á Stóletofftindi er gífurlegt
minnismerki um sigur Búlgara vfir
Tyrkjum, sínum fornu fjendum,- með
aðstoð rússneskra soldáta tókst
þeim að verja Tyrkjum skarðið og
koma þannig ( veg fyrir, að herir
þeirra næðu saman. Þetta var ein-
Framhald á bls. 29.
VIKAN 25