Vikan - 28.07.1966, Síða 31
VIKAN 31
iskonar heilsusamleg jarðefni, bæði
föst og fljótandi, og allt þetta tvinn-
að samon á læknavísindalegan hátt,
sem ég kann ekki að útskýra, nema
hvað á þessum stöðum fá margir
bót meina sinna, varanlega eða um
tíma, auk þess sem þetta eru frá-
bærir hvíldarstaðir fyrir þreytta,
hvort heldur er á sál eða líkama.
Margsinnis hefur verið bent á þau
auðæfi í þessum dúr, sem á ís-
landi eru ónotuð, og þann glfur-
lega pening sem gera mætti úr
þeim, án þess að okra á hinum
hrelldu. Þessir staðir standa jafn-
aðarlega nokkuð frá skarkala hvers-
dagsins í fögru umhverfi, ef ekki
af náttúrunnar völdum, þá manna
höndum.
Toni gefur fjölbreytileika
Sama stúlkan. Sama permanentið. Ölíkt útlít
TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að
leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni.
Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár
ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér
getið greitt yður á tugi mismunandi vegu.
Um Toni—Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin
fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið
aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern
lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir
stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar
hárgreiðsluna. Reynið Toni.
4.
Ekki er hægt að skilja svo við
Búlgaríu, að ekki sé minnzt á
„kamping" staðina, sem eru fjölda-
margir. Þetta eru ákveðin svæði,
þar sem bakpokalýð og tjaldbúum
er sérlega ætlað að vera. A þess-
um stöðum eru góð tjaldstæði eða
stæði fyrir hjólhús, ef þér ekki
þóknast það, geturðu víða leigt þér
lítinn kofa til að búa í, en nauð-
synleg hreinlætistæki er sam-
eiginlegt fyrir allt svæðið. Landið
er auðugt af þessum svæðum, og
þar virðist gott að vera. Og það á
við þau, sem raunar allt annað f
þessu græna landi: Þar er allt gert,
til þess að túristanum geti liðið
sem bezt og verði sem ánægðastur,
fyrir sem lægstan prís. Það getur
svo sem vel verið, að prísarnir
hækki, þegar landið er orðið krökt
af ferðamönnum, en gott er meðan
góðu náir.
5.
Hvað er þetta með drenginn, seg-
ir nú einhver. Ætlar hann ekkert
að minnast á baðstaðina við Svarta-
hafið? Jú, svo sannarlega er það
meiningin, og ég hef einmitt geymt
bezta bitann þangað til síðast. Bað-
staðina við Svartahafið.
Varna heitir borg ein, sem stend-
ur norður undir Dónársléttu. Rétt
norðan við hana er fremur lítill en
afar hlýlegur (kósi) baðstaður, sem
Droshba heitir. Og ef þú ætlar að
bera það reglulega vel fram upp
á búlgörsku, skaltu draga að þér
andann um leið og þú nefnir nafn-
ið. Hér er sandurinn hvitur eins og
annars staðar á þessum slóðum,
breiður rimi fram að sjónum, og
sandurinn er fíngerður og mjúkur.
Þarna skiftast á litlar víkur og stutt-
ir tangar, sumir ofurlítið grýttir, það
er eins og hver vík fyrir sig sé stúka
í leikhúsi, og sviðið er Svartahafið
bláa. Stúkuveggirnir eru fremur
brattar hlíðar, vaxnar trjám. Þenn-
an stað halda Búlgarar sjálfir meira
upp á en aðra. Farirðu örlítið norðar
kemurðu til Slatni Pjassatsi, sem
þýðir Gullsandurinn. Þar er stærsta
baðhótelhverfi Búlgarfu enn sem
komið er, yfir 100 stór hótel. En
þér finnst allt vera út af fyrir sig.
Staðurinn er utan f fremur brattri,
skógi vaxinni hlíð og öll þessi tré
einangra hvert hótelið frá öðru, þótt
þau standi raunar þétt saman, og
frá hverju hótelinu um sig er fárra
mínútna gangur niður á ströndina.
Þetta er fallegur staður og aðlað-
andi, sól og hlýja um daga, en
næturlif með miklu fjöri.
Tittlingar í trjánum.
Þegar dimmt er orðið um kvöld-
ið, gengur þú út úr hótelinu þinu
og inn í myrkviðinn, kannski tvær
til þrjár mínútur þar til fyrir þér
verður uppljómuð veitingastofa og
þú gengur inn. Þetta er stór salur
og borðum dreift um gólfið niðri,
uppi eru pallar í kring með tveim-
ur borðaröðum og gangur á milli.
í norðausturhorninu er gifurlegt tré
sem nær upp í glerkúffulinn, sem
hvolfdist yfir húsið, og þar efst er
uppstoppuð ugla. En tittlingarnir
smáu, sem búa í eikinni og hreiðr-
um uppi undir röftum eru aldeilis
ekki uppstoppaðir. Þeir flögra um
og tísta og við og við setjast þeir
á skenkinn og ef enginn er við,
smakka þeir á réttum gestanna. Þá
hleypur til annað hvort gengilbeina
eða einhver gestanna, og stuggar
við tittlingnum, sem þá færir sig á
næsta skenk, ef kostur er á. Kannski
spyrðu, hvort tittlingunum verði
aldrei á að láta eitthvað drjúpa
ofan á gestina, þá verður leiðsag-
an feimin í augnakrókunum og
spyr bílstjórann á búlgörsku, en
hann spyr einhvern þjóninn, sem
kinkar kolli upp og niður og segir
ne. Af og frá. Og þú fylgist með
þröstunum þangað til maturinn
kemur, fyrst glas af slivovitsu og
síðan gjúvets; það kemur í heitri
leirskál, kássa með grænum baun-
um, tómötum, eggjahræru, kartöfl-
um, og kryddi eins og pipar, pap-
riku og salti, og með þessu hefurðu
kannski pantað sjopska salata, sal-
at úr nýjum tómötum, sem kosta 20
stótinki kílóið, eða 4 krónur og 40
aura, þótt ræktaðir séu í gróðurhús-
um,jafnvel hituðum með oliu í lauk,
gúrkum, ediki og ólífuolíu, og síð-
an raspað yfir þetta hvitur geitar-
ostur. En varaðu þig á honum, hann
er fjandanum sterkari. Eða þá að
þú hefur pantað þér einhvers kon-
NEW.:Í:j:
Toiújjii;
crem«t;':í
"*utr«lis@ji
‘‘Uke wtjií:
NEW