Vikan


Vikan - 29.12.1966, Blaðsíða 5

Vikan - 29.12.1966, Blaðsíða 5
knúinn vegavaltari á hægri ferð. Ziminn hægði ferðina því meir sem vegurinn þrengdist meira. Bíllinn var nú kominn að vegvaltaranum, sem var á tæplega tuttugu kílómetra hraða, og síðan, allt í einu, beygði valtarinn að þeim. Húddið hvarf áður en bíllinn lenti upp á eyjunni. Bflstjórinn hemlaði af öllum kröftum, svo bíllinn snerist hratt í kring og hann skall fram á stýrish jól ið. Sendiráðsritarinn hélt höfði Swyvens upp að bringu sinni meðan hann fálmaði eftir skambyss- unni, en féll til hliðar og rak höfuð- ið í afturhurðina. Swyven kippti honum að sér og fálmaði eftir dyra- handfanginu, en áður en hann næði því, opnuðust dyrnar og úti fyrir stóð maður í samfestingi. Maðurinn kom Swyven kunnuglega fyrir, en hann var of skelfdur til að gera sér grein fyrir hvar hann hafði séð hann áður. Verkamaðurinn greip sendiráðsritarann, sem var enn að berjast um, og svo sló hann og sendiráðsritarinn varð meðvitundar- laus og verkamaðurinn tók byssuna upp úr innanávasa hans. Annar maður var önnum kafinn við bíl- inn framanverðan, maður í einkenn- isbúningi sjúkraliða og hann var að draga meðvitundarlausan bíl- stjórann út. Swyven kjökraði, þegar sendi- ráðsritarinn var dreginn út og fenginn fleiri sjúkraliðum ! hend- ur. Loks reyndi hann að kasta sér út um opnar dyrnar, en verkamað- urinn sneri sér við og brá honum, næstum glettnislega, svo dró hann hann á fætur og bar hann að sjúkrabílnum sem beið, kastaði hon- um innfyrir, stökk á eftir og skellti dyrunum á eftir þeim. SjúkrabílIinn lagði af stað undir eins, bjöllurnar klingjandi. — Sæll, Swyven vinur, sagði verkamaðurinn. — Hvernig líður öllum Carpacciosverkunum? Eftir klukkustund komu þeir að hjúkrunarheimili. Hljóðlátri, lát- lausri byggingu með eikartrjám, vafningsviði á veröndum og bezta varnaðarkerfi í brezka heimsveld- inu. Rafmagnsaugu blikkuðu og hliðið opnaðist og sjúkrabillinn ók áfram inn, innfyrir þéttan, skýlandi trjáhringinn og upp að aðaldyrun- um. Craig opnaði dyrnar og stökk niður. — Út, sagði hann. — Mál að hitta lækninn. Sendiráðsritarinn og bílstjórinn stigu út og ósjálfrátt brugðu þeir höndum aftur fyrir háls. Swyven kom siðastur út, andlitið falið bak við vasaklút. Hann var að skæla. Þeir fóru inn og einn af sjúkra- liðunum með þeim. Swyven þekkti, að það var Grierson, en það skipti ekki máli. Craig einn var meira en hann réði við. Þeir komu að dyr- um sem á stóð ,,Hópmálsmeðferð", Grierson knúði dyra og opnaði. Bak við stórt borð Ijómaði Loomis eins og feitur jólasveinn. Hann starði á Craig. — Drottinn minn, sagði hann. — Þú gæitir ekki verið verkamanns- legri. Craig strauk um nefið með hand- arbakinu og þurrkaði sér svo á buxnavasanum. — Ekki ofleika, sagði Loomis. — Nokkur vandæði? — Nei, svaraði Craig. — Sendi- ráðsritarinn hér — og vinur hans . . — Einskonar sendiráðsaðstoðar- ritari, sagði Grierson. — I fyrstu voru þeir eitthvað að röfla um diplomatiska friðhelgi, sagði Craig. — Nú held ég, að þá langi meira að leita hælis sem póli- tískir flóttamenn. — Hvað um Swyven? — Hann langar til mömmu, sagði Craig. — Og ef hann er góður — mjög góður strákur — getur hann feng- ið það, sagði Loomis. — Farðu burt með þessa tvo og hreinsaðu þá svolítið, Grierson. Hann yggldi sig í áttina til þeirra. — Segið sann- leikann, og þið fáið peninga. Meiri sannleika, og meiri peninga. Ef þið segið nógu mikinn sannleika, mun- um við ekki láta neinn skjóta ykkur. Grierson fór með þá út og Loomis kom fram fyrir borðið, lagði hramm- inn á öxl Swyvens og þrýsti honum ofan í stól. — Þú átt engra kosta völ, sagði Loomis. — Þú getur sagt mér það eða ég læt Craig ná því upp úr þér. Mér gezt ekki að þér, Swyven, en Craig þolir þig ekki. Þú ert of mikill vinur náunga, sem honum féll ekki í geð. Hann snéri sér að Craig. — Eg fékk skilaboð í morg- un, læknaskýrslu um Dyton-Blease. Þú lamdir hann, sonur, upp á lífs- tíð. Hann getur ekki einu sinni tal- að. Hann snéri sér aftur að Swyven. — Þannig er Craig, öfuguggi. Ég myndi ekki reita hann til reiði, ef ég væri í þínum sporum. Þú verð- ur að hugsa um mömmu þina. — Þið hafið engan rétt til að gera mér þetta, hrópaði Swyven. — Alls engan rétt. Og hvað gerist, þegar sendiráð Zaarb kemst að þessu? — Kemst að hverju? spurði Loom- is. — Þessa tvo órangútana þína langar ekki aftur ( búrið sitt. Þeir nota slysið sem tylliástæðu til að snúa ekki aftur. Sendiráðið hefur fengið tilkynningu um slysið, og þú ert hér undir læknishendi. Maður- inn á vegvaltaranum verður ákærð- ur fyrir gálausan akstur, og hann mun játa. Hvað ( ósköpunum getur Zaarb sagt við því? Það er eins gott fyrir þig að einbeita þér að mömmu þinni — og Craig hér. — Hvað með móður mína? — Hún hefur stolið töluvert miklu, sagði Loomis. — Að minnsta kosti tíu þúsund punda virði. Hún lendir f fangelsi, nema við getum fundið frelsandi sannanir. — Það er ekki mjög líklegt eða hvað? spurði Swyven. — Undir þér komið, sagði Loom- is. — Líttu aftur á Craig, öfuguggi, og taktu svo ákvörðun. Ég spyr þig ekki aftur. Swyven leit á hann, óhreinn maður í óhreinum samfest- ingi. Harður maður, jafnvel enn harðari en vesalings kæri Dyton- Blease. — Allt í lagi, sagði hann. — Hall- aðu þér nú bara aftur á bak og láttu fara vel um þig, sagði Loomis. — Móðir mín ......... sagði Swy- ven. — Ég skal hringja til Scotland Yard, sagði Loomis, — strax og við er,um búnir. Hann leit snöggt á Craig, rykkti til höfðinu, og Craig sneri til dyra. — Segðu nú bara gamla frænda allt, sagði Loomis. Craig lokaði dyr- unum hæg-t á eftir sér og fór til að þvo sér, hafá fataskipti og hugsa um Flip. Loomis hafði sigrað, hugsaði hann .Naxos myndi skrifa undir hvað sem var nú, meðan verið var að lækna Flip. Og Sir Matthew virtist álíta, að hún væri á batavegi, en í gær, þegar hann hafði farið að hitta hana, virtist hún afslöppuð og róleg og gersamlega vitlaus, draum- ar og raunveruleiki allt i einum graut. Hollywoodjátningar, aðdáun og áhyggjur runnu saman eins og safnkvíslar i uppistöðu. Sir Matthew hlaut að vita, hvað hann var að gera. En hvað, sem kæmi fyrir Flip, myndi Loomis vinna, því hann vann alltaf. Loomis myndi geta náð varn- aáætlun himnaríkis upp úr Michael erkiengli. Craig gekk inn í herbergi sem merkt var „Yfirhjúkrunarkona", teygði úr sér á legubekknum og sofnaði. Gagnnjósnir voru hvort sem var mest fólgnar í því. Þremur klukkustundum síðar opn- uðust dynar hljóðlega og Loomis kom inn, svo undarlega fljótt og fimlega miðað við stærð. Hann stóð yfir Craig og rétti út höndina. — Nei, sagði Craig, enn með augun lokuð. Mig kitlar. Loomis reyndi og settist gegnt Craig. — Ég er nokkurn veginn til- búinn að fara á geðveikrahælið, sagði Loomis. — Þessi náungi þarna fór með það sem eftir var af glór- unni. Craig settist upp. — Er það þá slæmt? — Onei, sagði Loomis. — Frá okkar sjónarmiði er það fullkomið. Swyven og Dyton-Blease hafa verið félagar um áraraðir. Þú veizt um þessa Marxleninísku þvælu og allt það? Allt fyrir þurfandi öreiga — nema þeir séu svo óheppnir að vera brezkir, amerískir eða vestur- evrópskir. Svo þeir fóru til Zaarb upp úr 1950 til að prédika guð- spjöllin. Meðan þeir voru þar hittu þeir Schiebel eða Andrews, eða hvern andskotann hann nú heitir, og Schiebel bauð þá velkomna. Auðvitað. Hann var orðinn laus trá Rússlandi þá og þarfnaðist félaga. Svo Dyton-Blease og Swyven hjálp- uðu honum að afla fjár með því að dreifa eiturlyfjum, sem Schiebel flutti inn frá Kína. Þannig stóð á því, að Dyton-Blease tókst að fá lánaða nokkra glæpamenn frá grískum eiturlyfjaheildsala. Dyton- Blease var sá, sem sá honum fyrir birgðum. Síðan sendi Schiebel Dyton-Blease til Haram, það er land föður Selinu — hann heitir annars Sayed. Hann var að svipast um eft- ir efnilegum kommúnistanýliðum, en þá var ekki að finna í Haram. Þar eru allir kátir eins og grísir í drullu — þar eru þeir eins og vík- ingarnir í Valhöll — bardagar, veizluhöld og kvennafar. Svo Dyton- Blease tóf; sér fyrir hendur að breyta þessu öllu, en áður en það yrði, varð hann vinur Sayed og sagði honum hvílík svin þessir Bret- ar væru, og auðvitað, eftir Súez- ævintýrið, trúði Sayed hverju orði, en til allrar óhamingju var hann ekki of hrifinn af hugmynd Dyton- Blease, að Zaarb væri hin nýja Jerúsalem. Sayed gamli hafði átt í stöðugum erjum við Zaarb um ára- raðir, svo hann vissi hvernig þeir voru þar. Dyton-Blease einbeitti sér því aðeins að þvi að vera góður og vingjarnlegur og antíbrezkur og bíða þar til Zaarb hafði komið sér upp nýtizku her og gæti lagt Haram undir sig. — Til hvers? spurði Craig. Það er ekki svo stórt iand. — Þrjár ástæður, sagði Loomis. — Það er nytsamlegt frá herstjórn- arlegu sjónarmiði. Það er fimmtíu prósent olía og þeir eiga fjall, sem í er nógu mikið kóbalt til að eyða allri jörðinni. Kóbalt gerir það að verkum, að atómsprengjur verða eins og sígarettukveikjarar við hlið- ina á þeim. Við viljum ekki snerta það, þaðan af síður Ameríkanar, jafnvel Rússar hafa hætt að hugsa um það síðan Stalín leið, en Kín- verjar eru stöðugt á höttunum eftir stærri sprengjum. Schiebel hafði fullan hug á að sjá þeim fyrir hrá- efni. Hann er brjálaður í sprengj- ingar, sagði Swyven. Hann er líka nógu vitlaus til að láta sig engu skipta, hvort litlu, gulu bræðurnir sprengja þær eða ekki. Auðvitað þurfti hann á farartæki að halda til að koma efninu til Kína ,og þar kom Naxos inn ( spilið. Ef hægt væri að koma Naxosi til að kiósa brezka samveldið út úr Zaarbolíufélaginu, myndi Zaarb leggja Hanam undir sig og borga kínversku hjálpina með kóbalti. En það gat verið of- urlítið viðsjárvert — ég meina ef við eða Amerikanarnir eða jafnvel Rússarnir kæmust að því, hvað þeir væru að gera, myndum við verða að hindra þá. Með stríði. Og Schiebel vissi það. Og hann ákvað að nota skipun Naxosar til þess. Framhald á bls. 44. 52. tw. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.