Vikan


Vikan - 29.12.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 29.12.1966, Blaðsíða 23
ítalan á ferð yfir svörtu moldina. Borghese skoðar hjólið, sem rússneski vagnasmiðurinn í skóginum inilli Perm og Kagan gerði fyrir hann. <3^ Borghese (t.v.) í skrautbíl ítölu-fyrirtækisins — en hans bíll var á meðan settur í óleyfi í sýningp.rglugga. Innreið Borghese í Berlín 16. ágúst 1907 -CV orðinn hræddur um magnetuna. Ég lét hann hafa varamagnetu, en við vitum hvaða leið hún hef- ur farið. Og þar hefurðu það, afturhásingu með öxlum, gír- kassann og ýmsa aðra varahluti. Þetta er allt tilbúið. Margir stór- ir kassar. Þú færð að sjálfsögðu tíma til að láta fólkið þitt vita, en gott þætti mér, ef þú gætir lagt af stað ekki á morgun held- ur hinn. Miðarnir eru til. Og hvað snertir símskeytin.... — Þú virðist viss um mig, sagði Bruno og brosti. — Ég þekki mitt heimafólk, sagði Jacobus. — Og þar að auki — var þetta ekki dýrðleg mál- tíð? Og áður en bílarnir þrír fóru frá Irkutsk, var Bruno Stephan lagður af stað áleiðis til Moskvu með kassana, sem hann raunar tapaði, áður en þangað kom. Keisaraveldið var á þessum tíma á nálum um byltingu, og kassar á borð við þessa fengu ekki að fara þar um lönd öðru vísi en rammlega væri gengið úr skugga um, að í þeim leyndust ekki hættulegar bombur. Godard lagði af stað frá Irkutsk ásamt de Dion bílnum. Áður en dagurinn var allur, var Spijkerinn ógangfær og varð að fá hesta til að draga hann til Tcheremkhovo. Hann hvatti Cormier og Collingon til að halda áfram, og þegar þeir voru farnir, sneri hann sér formála- laust að du Taillis. — Ég get ekki gert við vélina sjálfur sagði hann. —En við eyð- um ekki tímanum hér. Ég hef talað við tæknimenn staðarins og enginn treystir sér að eiga við magnetuna. En hérna út með leiðinni er elzti háskólinn í Sí- beríu. Og þeir eru ekki með hug- ann uppi í skýjunum þar, að lesa Ódysseifskviðu eftir hann þarna Arístótels og þess háttar fánýti, heldur sýsla við menningarleg verkefni eins og vélfræði. Þeir eru með tækniskóla. Við setjum bílinn upp á lest og sýnum þeim hann þar. — Hvað heitir þessi staður? spurði du Taillis. — Tomsk. — Tomsk! Það er ekki hérna út með leiðinni! Það eru 13 eða 14 hundruð kílómetrar þangað! — Ég hef aldrei haldið því fram, að ég væri sterkur í landafræðinni, sagði Godard umburðarlyndur. — En Síbería er ansi stór, Jean minn góður. ReyndU að hugsa í þeim vega- lengdum, sem tíðkast hér. Með þær í huga er Tomsk hérna út með leiðinni! — Gerðu þér grein fyrir, hvað það kostar að flytja bílinn með lest 1300 kílómetra? - Ég er ekki sérlega vel að mér í reikningi heldur, svaraði Godard. — Vertu svo vænn að segja mér það, vinur. Við getum hvort sem er ekkert annað gert. — Þetta er ævintýri upp á 1000 franka, sagði du Taillis eftir stundar umhugsun. — Hm — ja •— tvö þúsund, sagði Godard. —???? spurði Godard. — Við verðum að koma hing- að aftur til að halda leiðangrin- um áfram. Hélstu, að ég ætlaði að svindla? — Og hvar eigum við að grípa upp þessa 2000 franka? Godard leit tj áningarfullur á svip á du Taillis, sem andvarp- aði í uppgjöf. Hann vissi, að hann myndi borga með pening- um Le Matin, og hann vissi, að Godard vissi að hann vissi það. Du Taillis fór af lestinni í Krasnoyarsk. Hann gat ekki setið um kyrt meðan leiðangur- inn héldi áfram. Hann hafði skyldum að gegna við blað sitt og lesendur þess. Spijkerinn var drenginn 55 mílur frá Taiga brautarstöðinni til Tomsk, og þar hafði Godard þegar upp á rafmagnsfræðiprófessornum, sem kenndi við tækniskólann. Maðurinn reif magnetuna af og brosti ánægjulega, eins og vand- inn væri þegar leystur. — Ertu ekki með vara-bursta? spurði hann. — Bursta.... byrjaði Godard og vonaðist til að koma því fyr- Framhald á næstu siðu. nnar: Peking - Paris 1907 52. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.