Vikan


Vikan - 29.12.1966, Blaðsíða 20

Vikan - 29.12.1966, Blaðsíða 20
HEIMILISFADIRINN HEFUR ALLTAF Á iÉTTU AD STANDA í DRETLANDI Persónuforréttur karimannsins er mjög óberandi í fjölskylctulífi í Bret- landi. Það er hann sem verSur að fó rétta menntun, ganga í beztu skólana, tala lýtalaust mól, og gera sér far um að lifa mannsæmandi, með tilliti til stöðu sinnar. Eigin- konan verður auðvitað að segja skil- ið við stöðu sína, þegar hún giftir sig. Og verði eitthvað af börnunum sonur, er það jafn sjólfsagt, að mennfun hans verður að ganga fyr- ir öðru. í þessari grein eru ensk hjón, Anthony og Patricia Garner, tekin sem dæmi. ÖNGU hjónin Patricia og Ant- hony Garner, eru nýflutt í húsið nr. 130 Waymade, By- fleet, með litla dóttur sína. Byfleet er ein af hinum nýtízkulegu útborgum London. Það er ekki svo erfitt að fá íbúð í London, en vand- ræðin liggja í því, að fá góða íbúð og á réttum stað í borginni, þar sem ekki er of langt til vinnustaðar, en er samt ekki of dýr. Svo er það lika mikilvægt að heimilisfangið sé ,,fínt", það er stórt atriði í Eng- landi, þar sem stéttarmunurinn er mikill. Þegar þau kynntust var Patricia að læra hjúkrun. Hún hætti námi þrem mánuðum fyrir lokapróf. Fað- ir hennar, sem er læknir, varð æfur yfir því að hún skyldi ekki Ijúka prófi. Þessvegna var lítið um há- tíðahöld við hjónavígsluna, en þó giftu þau sig í kirkju. Patricia var aðeins tvítug, þegar þau giftu sig og Anthony tuttugu og sjö ára. Giftingaraldurinn fer lækk- andi í Englandi, eins og annars staðar, sérstaklega á það við um stúlkur. Þess er yfirleitt krafizt af manninum að hann hafi örugg lífs- kjör upp á að bjóða. Anthony er inn- anhússarkitekt og vinnur í fyrirtæki sem aðallega sér um innréttingar klúbbhúsa, veitingahúsa og snyrti- fyrirtækja. Að sjálfsögðu dreymir hann um að eignast b(l og eigið fyrirtæki, fá sjálfur stór verkefni, en til þess þarf heilmikið fé. Lifnaðarhættir þeirra eru mjög táknrænir fyrir flest ungt fólk í 20 VIKAN 52-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.