Vikan


Vikan - 29.12.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 29.12.1966, Blaðsíða 22
*0 Borghese og Barzini hneppa að sér fyrir brottförina frá Berlín. O Sendinefnd tekur á móti Itölunni skammt utan við Moskvu. Eitt kortanna, sem Godard fékk af Spijkernum í Tomsk og sendi Jacobusi. Þil kesrlul yfir ihæiuia mina. Fsvíihinlarnir! V *6. HLUTI Sig. Hreíöar lók saman. Þegar Jacobus Spijker íékk skeytið, sem Charles Godard sendi honum frá Irkutsk, án þess að biðjast afsökunar eða biðja gott fyrir sér, heldur krafðist varahluta og vélamanns til móts við sig með járnbraut- inni, tók bílakóngurinn því vel. Honum hafði komið á óvart, miðað við fengna reynslu af Godard, að Spijkerinn skyldi yfirleitt leggja af stað frá Pek- ing. Hann hafði verið sannfærð- ur um, að Godard myndi selja hann og halda áfram að vinna fyrir sér með tungulipurðinni einni saman í Asíu. En hann reiknaði ekki með óbugandi vilja Godards og því, að hann hafði bitið í sig að aka Spijkernum frá Peking til Parísar. Og þegar fréttirnar tóku að berast, fyrirgaf Spijker Godard í hjarta sínu. Du Taillis jós í hverri frétt lofi á Spijkerinn og tók dæmi um ágæti hans, og þótt Le Matin, sem ætlaðist til að leiðangurinn yrði til að gera franskan bílaiðnað víðfrægan, strokaði mest af þessum fréttum út, síaðist þó töluvert í gegn, nóg til að vera hollenska fyrirtækinu töluverð auglýsing. Jacobus á- kvað því með sjálfum sér að gera eins og Godard bað, því mestu máli skifti að Spijkerinn kæmist alla leið. Hann hafði manninn á reiðum höndum. Það var tvítugur ungl- ingur, Bruno Stephan, sem var að ljúka vélfræðiprófi við tækniháskólann í Delft, hafði unnið eitt ár í Spijkerverksmiðj- unum og þekkti Spijkerinn eins og handarbakið á sér. Þar að auki hafði hann þrjú tungumál á valdi sínu og bein í nefinu, svo Jacob- us treysti honum til að sjá við hinum slóttuga Godard. Hann bauð Stephan að borða með sér í Biblíuhótelinu í Amst- erdam. Umræðurnar snerust um eitt og annað smávægilegt, þar til bílakóngurinn sneri sér allt í einu að vélfræðingnum unga og spurði: — Hvernig myndi þér líka að skreppa til Síberíu? Bruno svaraði í sömu mynt — að hann hélt: — Mér væri svo sem sama, nú þegar þeir eru farnir að senda glæpamennina með lest. Ég hefði verið til lítils að vaða fenin. En hvað hef ég gert af mér? En Spijker hélt sínu striki. Hann sagði Bruno, hvernig mál- in stóðu. Svo fór hann yfir pönt- unarlistann frá Godard. — Ef hann vill fá hærri gírkassa, treysti ég dómgreind hans. Lággíraði kassinn, sem við settum í bilinn vann sitt verk vel á eyðisöndum og fenjamýr- um, en ef til vill höfum við hugs- að of lítið um hina 12 þúsund kílómetrana. Hann segist vera :¥ 22 VIKAN 52- tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.