Vikan - 29.06.1967, Qupperneq 16
Iefti R
EYRAI 1U
Andrés IrtdPiðason
EIvis fiesttir
páð sittt
Jvis Presley er nú 32 ára og hefur staöiö
iásinu í 13 ár. Fyrir skömmu gekk
’riscillu Beaulieu, sem er 21
^mphis, eins og hann sjálf-
>ýzkalandi, þegar Elvis
_en þá var Priscilla
s 20 kvikmynd-
fa selzt í 40
E'G fETLA HEIM
Hljómplata Savanna tríósins, „Ég ætla heim“ hefur fengið góðar viðtökur, eins og
vænta mátti. Lagið „Ég ætla heim“ er orðið feiknalega vinsælt, og sennilega verður þetta
vinsælasti rútúbílasöngurinn í sumar! En það eru auðvitað fleiri skemmtileg lög en „Ég
ætla heim á plötunni, og satt bezt að segja finnst okkur, að lög eins og „Nonni Jóns“
og „Beykirinn í Miðkoti“ mættu heyrast oftar. Textann við „Nonna Jóns“ hefur Ólafur
Ragnarsson gert, en hann gerði sem kunnugt er hinn ágæta texta við lagið „Á sjó“.
Ftesta texta á plötunni hefur Sigurður Þórarinsson gert, og eru þeir hreinasta afbragð.
Á plötuumslagi segir, að hér fari síðasta plata tríósins, þar sem tríómenn haldi nú hver
til síns heima. Plötuútgefandi virðist hafa fengið bakþanka, eftir að platan kom á mark-
aðinn, því að nú mun áformað, að piltarnir haldi enn til Lundúna til þess að syngja
inn á tvær hljómplötur, aðra hæggenga og hina fjögurra laga. Tríóið á enn talsvert
af fallegum lögum, sem ekki hafa komið á plötu — þar á meðal fallegasta lag, sem
Þórir Baldursson hefur samið. — Á dökkumiðum við ljóð Davíðs Stefánssonar.
Engin íslenzk hljómplata mun hafa selzt eins drjúgt og fyrsta hæggenga hljómplata
tríósins, en henni fylgja útskýringar á ensku við öll lögin. Ferðamenn, sem hingað
koma, kaupa þessa plötu og Islendingar kaupa hana til að senda vinum erlendis. Platan
er vissulega góð landkynning, og Savanna tríóið er sannarlega vandaðasta skemmtiat-
riði, sem hér hefur komið fram í háa herrans tíð.
Myndin er tekin af þeim félögum, er þeir skemmtu íslendingum í London.
NANCY SINATRA
OG JAMES BÖND
Nancy Sinatra mun syngja titillagið í
hinni nýju James Bond kvikmynd, „You
only live twíce, en myndin veiSur
frumsýnd í Lundúnum 12. júní. LagiS
er eftir John Barry, en hann hefur
einnig samiS lög fyrir hinar fyrri Bond-
kvikmyndir, og hafa þau öll ná'S mikl-
um vinsældum, sérstaklega lagiS Gold-
finger. Á næstu tveggja laga plötu
verður lagið „Love Eyes" eftir hinn
ágæta lagasmið Lee Hazzlewood.
Bróðir Nancy, Frank, vill ekki verða
eftirbátur systur sinnar og föður, og
þess vegna hefur hann sungið á plötu
lagið „Shadows on a foggy day", og
er það talið vænlegt til vinsælda — t
Bandaríkjunum að minnsta kosti. Mynd-
in var tekin, þegar Nancy söng lagið
„You only live twice".