Vikan - 29.06.1967, Síða 21
Framhaldssagan ettlr Sergeanne Golon 19. tiluti
— Það er auðséð, að þú ert ekki af þessum slóðum. Ég skal segja
þér, að þegar maöur hefur þi’aukað af umsát eins og við gerðum,
verður það eðlilegt að skera smá.síldina í fjóra bita og telja kartöflurnar.
Þú hefðir átt að sjá föður Maitre Gabriels. Það var stórkostlegur
maður! Það hefði verið hægt að bera á borð fyrir hann sand og hann
hefði ekki tekið eftir því. Það eina sem, hann var sérvitur með, var
vinið. Við eigum úrvals Charentes niðri i kjallaranum, bætti hún við og
stappaði á tíglagólfið með tréskónum.
Meðan hún talaði, tók hún diskana og byrjaði að þvo upp í fati með
heitu vatni. Angelique stóð og horfði á hana og hélt að sér höndunum.
Hún yrði áreiðanlega slæm þjónustu.stúlka, en hún var sársvöng. Það
var meira að segja hrollur i henni, eins og hún væri að veikjast. Það
vessaði úr sárinu á öxlinni á henni, og blússan límdist við það. Hver
hreyfing minnti hana á niðurlæginguna, sorgina og kviðann. Allt þetta
hafði gerzt svo nýlega, að henni fann, st kaldur skugginn kreppa um hana
ennþá.
Hún lyfti Honorine. Sú litla kvartaði ekki. Hún kvartaði aldrei. Ef
móðir hennar var nærstödd virtist 1 íún ánægð. Ef til vill var hún eins
og þessir mótmælendur, siam aðeins báðu um hið allra nauðsynlegasta
til að draga fram lífið, og sýndust ekki hafa áhyggjur af neinu öðru.
Hvernig fólkið hafði brosað við barninu fyrr um kvöldið! Var hún bölv-
uð? Áttu þær að vera kyrrar hér undir þessu þaki, eða áttu þær að
fara? Og hvar áttu þær þá að leita skjóls?
— Hér var svolitill ystingur og brauð handa litlunni, sagði þjónustu-
stúlkan og setti kúfaðan disk á borðshornið.
— En húsbóndinn........?
— Það segir enginn neitt, sérstaklega ekki, þegar sú litla á í hlut.
Ég þekki þau. Þegar hún er búin með þetta, geturðu látið hana sofa
þarna.
Hún sýndi Angelique breitt, hátt rúm með æðardúnssængum, sem
stóð í skoti inn af eldhúsinu.
— Sefurðu ekki þarna sjálf?
— Nei, ég sef á strádýnu niðri hjá geymslunum. Ég sef þar til að
vera á verði fyrir þjófunum.
Þegar Angelique hafði gefið barninu eins mikið og það gat látið í
sig og gengið frá því i bólið, snéri hún aftur að eldinum. Hún gat
ekki hugsað sér að fara að sofa. Hún kaus miklu heldur að hafa
Rebeccu gömlu þarna hjá sér. Hún fann, að sú gamla hafði frá miklu
að segja, og gat gefið henni ýmsar góðar ráðleggingar varðandi fram-
tíðina hér. Rebecca skaraði annars hugar í eldinn.
28 tbl VIKAN 21