Vikan - 29.06.1967, Page 22
— Setztu, stúlka mín, sagði hún og benti á stól gegnt sér. Við skul-
um fá okkur bita af krabba og svolítið af St-Martin-de-Ré til að skola
því niður með. Það gerir manni svo gott.
Krabbinn, sem hún tók upp úr sjókeri í búrinu, var á stærð við
disk. Hann spriklaði, og fjólublár liturinn breyttist smám saman í
rauðbleikt. Rebecca snéri honum fimlega við með teini, braut hann
síðan hnífjafnt í tvo parta og rétti Angelique helminginn.
— Gerðu eins og ég og haltu hníínum svona, og skildu ekkert eftir
nema skelina. Maður étur allt úr krabba.
Ktabbinn var með sjávarbragði, svo frábrugðinn öllu því, sem á landi
þreifst, að við lá að hann bæri með sér þrá eftir íjarlægum sjóndeild-
arhring og kyrrð strandarinnar.
— Reyndu vínið, sagði Rebecca hvetjandi. — Það ber keim af þangi.
Hún hlustaði kvíðafull eitt andartak. — Ef Dame Anna rækist hér
inn! Sú myndi nú aldeilis taka upp í sig!
En stóra húsið var þögult. Að sálmasöngnum loknum höfðu allir far-
ið í bólin. Það logaði á olíulampa við rúm gamla mannsins. Niðri i
kjallara var Maitre Gabríel að yfirfara reikningana sína. Það gnast
í eldinum hjá konunum tveim í eldhúsinu, og gegnum lokaða glugga-
hlerana heyrðist lágt hviskur — hafið.
— Nei, þú ert áreiðanlega ekki af þessum slóðum, hélt gamla kon-
an áfram. — Með þessi augu, þú ert kannske frá Britanniu?
— Nei, ég er frá Poitou, sagði Angelique og óskaði þess þegar í stað,
að hún hefði aldrei sagt það.
Hvenær myndi henni lærast að hugsa um þennan heim sem fjand-
samlegan stað, krökan af gildrum?
— Það hefur verið ófétis hamagangur þar yfirfrá, hélt gamla kon-
an áfram með spekingssvip. — Láttu mig heyra um það.
Augu hennar glitruðu af forvitni.
— G, ég veit hvernig það er, hélt hún áfram, þegar Angelique sagði
ekkert. — Þú hefur séð oí mikið til að voga þér að tala um það. Þú
ert eins og Jeanne eða Madeleine, frænkur bakarans, eða gamla, feita
Sara frá Vernon þorpinu, sem eru næstum viti sínu fjær yfir þessu
öllu. Ekki horfa svona á mig, ég var ekkert að segja. Haltu áfram að
éta. Haltu áfram, maður venst öllu að lokum! Við höldum öll, að við
höfum orðið harðar úti en nokkur annar, en það er alltaf einhver á
næsta leiti, sem getur sagt manni verri sögu. Strið, umsátur og hallæri.
Við hverju getur maður 'búizt, þegar slíkt gengur á, nema mótlæti?
Og hversvegna ætti það að fara framhjá manni sjálfum? Það er engin
gild ástæða til þess. Orðtækið segir: Þar sem herinn er á ferð, glata
stúlkurnar dyggðinni. Ég lifði af umsátina, og drengirnir mínir þrír
dóu úr sulti. Eg skal segja þér frá því ....
Það lá við, að Angelique hneykslaðist á því hve létt og einfaldlega
gamla konan tók á þessu öllu, og hugsaði með sjálfri sér:
Já, en ég var Marquise du Plessis Belliére.
Gamalt andlit Rebeccu, skorpið og magurt, gægðist út undan háum
og breiðum höfuðbúnaðinum. Það var hlátur í pírðum augunum. Jafn-
vel þegar hún talaði i alvöru um sorgleg málefni, var einhver glettn-
issvipur í kringum augun.
Angelique opnaði munninn, og að þessu sinni talaði hún upphátt. Hún
hálf hrökk við, að heyra sína eigin rödd:
— Eg hef haldið á barni mínu í fanginu, eftir að það var skorið á
háls.
Hún tók að skjálfa frá hvirfli til ilja.
— Já, já, svona, svona, ég veit hvernig þér líður. Þegar maður missir
barn, fer maður inn í annan heim. Maður er ekki eins og annað fólk
framar. Ég varð að leggja þá Þrjá, Jirjá, heyrirðu það, litla sakleysingja
i grafirnar, meðan á umsátinni stóð. Ég var tuttugu og fimm ára göm-
ul þá, og ég átti þrjá syni; sá elsti var sjö ára. Hann fór fyrstur. Ég
hélt, að hann væri sofandi, og ég vildi ekki vekja hann, því ég hélt,
að hann myndi síður finna hungrið, ef hann héldi áfram að sofa. En
þegar það var komið fram undir kvöld, og ég hafði ekki séð hann róta
sér, fór mér ekki að standa á sama ......... Þegar ég kom nær rúm-
inu, tók mér að skiljast, hvað gerzt liafði. Hann hafði verið dáinn
síðan um morguninn. Dauður úr hungri! Eins og ég sagði, stúlka mín,
maður getur ekki búizt við hamingju af striði og umsát.
— E'n af hverju reyndirðu ekki að komast úr borginni? spurði
Angelique. — Hefðirðu ekki getað gert það?
— Utan við borgina voru hermenn Monsieur de Richelieus. Og það
var ekki mitt að ákveða, hvort borgin hefði verið yfirunnin eða ekki.
Á hverjum degi vonuðum við, að Englendingar myndu koma. Þeir
komu, svo íóru þeir aftur og Monsieur Richelieu byggði vegginn við
sjóinn. Á hverjum degi væntum við þess, að eitthvað gerðist, enginn
vissi nákvæmlega hvað. Hermennirnir dóu úr hungri uppi á borgar-
múrunum. Maðurinn minn fór þangað líka stundum. Hann hafði ekki
nógan kraft til að halda uppi spjótinu sínu lengur, og ég sá hann
strjúkast upp að veggnum, þegar hann staulaðist áfram. Svo, eitt
kvöldið, kom hann ekki heim, og ég vissi hvað gerzt hafði. Hann hafði
dottið út af uppi í virkjunum — steindauður — og honum var kastað
í fjöldagröfina. Það vogaði enginn að kasta likunum út fyrir vegg-
ina, því að þá hefðu menn konungsins getað séð, hvað borgarbúum
fækkaði ört. Hungur, það er nokkuð sem ekki er hægt að lýsa fyrir
neinum, sem ekki hefur þjáðst að því. Sérstaklega ekki, ef það hefur
staðið lengi; í hvert skipti, sem maður fer út á götuna, vonar maður
..... Það hlýtur að vera eitthvað .......... Maður leitar allsstaðar,
undir hverjum steini, undir hverjum stiga, maður mænir upp eftir
veggjunum, ef þar væri kannske eitthvað milli steinanna, sem hægt
væri að éta ....... Kannske grasstrá -------. . En sú gleði, sem gagn-
tók mig, þegar ég heyrði i mús undir gólfinu! Ég lá fyrir þeim klukku-
stundum saman, og elzti drengurinn minn var ákaflega fimur að ná
þeim. Flæmskur kaupmaður átti slatta af sex eða sjö ára gömlum
skinnum til sölu. Þau voru dásamleg. Borgin keypti átta hundruð skinn
og dreifði þeim meðal hermanna þeirra borgara, sem gátu borið vopn.
Við gerðum dásamlegt hlaup af þeim — suðum þau .............. ég náði í
idálítið b.anda þeim tveimur drengjum, sem enn voru eftir. Og enn
gerðist ekkert, nema hvað okkur leið öllum ofurlítið ver á hverjum
degi. Það var ekkert að sjá á götunum, nema hvítar beinagrindur og
lík, sem þeir er eftir lifðu gátu varla dregið frá dyrum sinum. Eigin-
menn báru konurnar á öxlunum eins og kjötkrof; tvær ungar stúlk-
ur báru aldraðan föður sinn á börum ...... Mæður báru syni sína í
22 VIKAN 26-tM-
fanginú, eins Og þær væru að fara með þá tíT skírnar .....
— En hefðirðu ekki getað komizt út úr borginni og sloppið undan
hallærinu?
Utan við borgarmúrana biðu hermenn konungsins eftir okkur. Þeir
voru vanir að hengja karlmennina og gera það, sem þeim sýndist, við
konurnar. Og hvað börnin snerti — hvernig gátum við vitað, hvað
yrði um þau, þegar þau lentu í höndum hermannanna? Og þar að auki
komumst við ekki út úr borginni. Það hefði þýtt það sama og viður-
kenna, að við værum sigruð. Það eru vissir hlutir, sem maður getur
einfaldlega ekki gert. Guð má vita hversvegna. Maður verður bara að
deyja með borginni, eða ...... Ég man það ekki hvenær það var,
sem miðdrengurinn minn dó. Ég man bara, að þegar sendinefndin var
send frá borginni og borgarstjórinn kraup frammi fyrir Lúðvik XIV.
til að afhenda lyklana að hliðum La Rochelle, var aðeins yngsti dreng-
urinn enn á lífi. Allir hlupu um og hrópuðu: — Að borgarhliðunum....
Komum með kerrurnar ......... Náum í brauð ....... Og ég hljóp með
þeim. Ég hélt, að ég væri að hlaupa en ég hlýt að hafa dregizt áfram
eins og hinir. Við voru öll eins og draugar, og urðum að styðjast við
veggina á leiðinni. Þú hefðir haldið, að við værum öll framliðin. Ég leit
á yngsta son minn, með stór dökk augu í litla andlitinu og ég sagði:
— Nú er þetta allt saman búið, sendinefndin hefur farið til að gefast
upp fyrir konunginum. Hann kemur inn í borgina og við fáum brauð.
Nú var öllu lokið, borgin hefur verið sigruð, en ég á ennþá þennan
litla dreng, að minnsta kosti á ég hann. Þeir gáfust upp í tæka tíð
til að bjarga þessum litla anga, sagði ég við sjálfa mig. Eftir fáeina
daag hefði ég verið móðir án barns. Guð veri lofaður! Jæja þú getur
aldrei gert þér í hugarlund, hvað gerðist!
— Nei, það get ég ekki, sagði Angelique og horfði á hana með skelf-
ingu í augunum. Iiún hafði gleymt, að það voru fjörutíu ár síðan þetta
umsátur hafði átt sér stað.
— Jæja drekktu vínið þitt, í staðinn fyrir að láta það verða volgt
og mollulegt; þú verður að drekka það meðan það er gott og kalt, þetta
vín frá eyjunni Ré. Jæja, við hliðin voru hermenn, sem afhentu stóra,
kringlótta brauðhleifa. Það var ennþá heitt, það kom beint úr ofnum
herdeildanna. Þeir höfðu fengið íyrirmæli um að meðhöndla hið hrausta
fólk í La Rochelle vel. Og eins og þú veizt, eru hermenn mannlegir,
þegar allt kemur til alls, alveg eins og allir hinir.. Ég sá jafnvel
nokkra þeirra gráta, þegar þeir litu á okkur...... Jæja, ég át og át,
og svo gerði anga litli strákurinn, hélt á stóra brauðhleifnum í hönd-
um, sem voru eins og klær á spörfugli. Svo allt í einu datt hann nið-
ur dáinn. Hann hafði étið of mikið, of hratt ..... Höfuðið á honum
féll út á öxlina, og það var endirinn. Ég gat ekki gert annað en grafa
hann eins og hina ...... Og hvað heldurðu, að ég hafi gert eftir það?
Ég varð brjáluð, að minnsta kosti nokkru leyti brjáluð. Já, stúlka
mín, það er ein lexía, sem maður lærir af öllu þessu, og það er að
það skiptir engu máli hvað gerist með mann, engu máli hvað maður
verður að ganga í gegnum, lífið er eins og könguló, það lappar upp á
alla slitnu spottana aftur, fyrr en mann skyldi gruna, og það er ekk-
ert við því að gera........
Hún hætti andartak, og ekkert heyrðist nema urgið í hnífnum, þeg-
ar hún skóf honum við krabbaskelina.
— Það sem hélt mér uppréttri fyrst, sagði hún, — var maturinn.
Þegar ég sá allt það, sem við höfðum orðið að vera án, bókstaílega
fyrir framan nefið á mér, veittist mér einhverskonar fullnægja og ég
gleymdi sorgum mínum.
Og svo var hafið til að hugga mig. Ég gekk út á klettana og stóð
þar lengi. Ég heyrði axarhöggin, þaðan sem verið var að brjóta nið-
ur borgarmúra og turna La Rochelle, okkar stoltu borgar. En sjórinn
var þarna og enginn gat tekið hann i burtu. Það var það sem huggaði
mig, stúlka mín. Og svo varð maður ástfanginn af mér. Hann var
pápisti. Þeir voru svo margir þá í La Rochelle. Það var eins og þeir
spryttu upp úr jörðinni. E’n þessir kunnu að tala við konur, og það
var það eina, sem ég bað hann um. Við hefðum getað gift okkur, en
það hefði verið allt of mikið stapp. Ég hefði orðið að hafa trúarskipti.
Já, og mig langaði ekkert til þess. Svo fór hann á skipi til Saint-Malo,
til fjölskyldu sinnar og eigna. Ég sá hann aldrei aftur. Púh! Hann skildi
mig eftir með barni — Það varð drengur.......... O, jæja, ég varð að
byrja að lifa aftur. Það eru börnin, sem gefa manni kraftana.
Þegar Rebecca hafði lokið ræðu sinni, stóð hún upp og hristi krabba-
skeljarbrotin af svuntunni sinni í eldinn. Svo sperrti hún eyrun á ný.
— Nei, það er bara sjórinn, sem ég heyri í. Hann er að verða reiður,
ódámurinn þessi .... Eða það held ég. Við skulum gá. Innst í skotinu,
þar sem rúmið stóð var gluggi. Hún opnaði hlerana og síðan glugg-
ann sjálfan, með blýkringdu gleri. Það var strekkingsvindur og með
honum kom sterkur ilmur af sandi og salti; öldurnar, sem skullu á
öldubrjótnum, höfðu svo hátt, að þær urðu að hálf hrópa til að heyra
hver til annarrar.
Skýin tóku á sig annarlegan blæ eins og bráðið blý, þegar þau þutu
fyrir tunglið. Þau voru eins og dökkar skuggaverur, flögrandi blek-
svartir skarfar. Óhreyfanlegan öldubrjótinn bar á móti stormgráum
næturhimninum. Á vinstri hlið gnæfði turn; efst á honum var hár,
gotneskur píramýdi, og þar logaði á lampa. Þetta var viti til að leið-
beina skipum á leið gegnum röstina, milli eynna. Þau sáu skuggamynd
af hermanni með spjót bera við himin. Hann stóð álútur, með andlitið
upp í vindinn. Þegar hann hafði stillt logann, sem þær sáu dansa undir
ydduðu hvolfþaki turnsins, lagði hann aftur af stað niður hringstig-
ann, þangað, sem hann átti að halda vörð i herberginu niðri.
Það var aðeins þröngt sund milli húss Maitre Gabríels og öldu-
brjótsins. Fimur strákur hefði getað stokkið út um gluggann, upp á
brjóstvirkið, sér til gamans. Rebecca sagði Angelique, að hún þekkti
alla hermennina, sem kæmu á dag og næturvakt. í ljósaturninum. Því
hún var vön að flysja baunir við opinn gluggann eða sitja þar og stoppa
í sokka fyrir fjölskylduna, á þeim tíma, sem þeir gengu geispandi
framhjá, og þeir voru vanir að stanza og spjalla við hana. Hún var með
þeim fyrstu, sem vissu hvað var á seyði í höfninni, þvi varðmennirnir
í Ijósaturninum urðu að gefa merki um allar skipakomur; skip sem
komu með vín eða salt frá Hollandi, Flandern, Spáni, Indlandi og
Framhald á bls. 31.