Vikan


Vikan - 29.06.1967, Page 44

Vikan - 29.06.1967, Page 44
ESrúður sem nfðsnatæki Það er hægt að setja dúsjka-brúðurnar hverja innan í aðra, og inn í þá minnstu var njósnafiiman sett. Listin að smygla smáfilmum er í hraðri framför. Varla er hægt að skreppa í bíó án þess að fá sýnis- kennslu í þessu. Allskonar aðferðir hafa verið teknar í brúk: menn smygla í skóhælum, hringnum, upp- stoppuðum fuglum og venjulegum ferðatöskum. Franska öryggislögreglan hefur verið sögð sérstaklega slyng í þess- ari grein njósna, og nú hefur hún flett ofan af klíku, sem smyglaði smáfilmum með hernaðarleyndar- málum austurfyrir járntjald í brúð- um. Brúður þessar eru svokallaðar dúsjkadúkkur, rússneskar að gerð og má taka þær í sundur um miðj- una. Framleiðsla þeirra var hafin fyrir um fimm árum, en hve lengi þær hafa verið notaðar til njósna, vita menn hinsvegar ekki. Dúsjk- urnar eru framleiddar í seríum, og má koma þeirri næststærstu fyrir innan í þeirri stærstu, og svo koll af kolli. Filmunum, sem smyglað var, var stungið inn í minnstu brúð- una. Síðan voru brúðurnar sendar sem ,,gjöf" til ákveðins aðila í Aust- ur-Þýzkalandi. Eftir að franska lögreglan grufl- aði þetta upp, hélt öryggisþjónusta Nató áfram brúðusendingunum, að vísu nú með fölskum upplýsingum. Seint og um síðir hafðist svo uppi á aðalmönnum njósnaklíkunnar. Þar var um að ræða tvenn hjón að nafni Bannaler og Krazik. Frú Krazik hafði í áratug verið skrifstofustúlka í upplýsingadeild aðalstöðva Nató í París, þar sem öll helztu leyndar- mál samtakanna eru geymd. Mað- ur hennar var bílstjóri í þjónustu Notó. erfið. Einna frekast finna menn Romney það til foráttu að hann er mormóni, en í Bandaríkjunum hafa trúarbragðafordómar enn mikið að segja. Fjölmargir töldu það til dæmis stóran ljóð á ráði Kennedys, að hann var kaþó- iikki. Andvígastir mormónum munu vera negrarnir, því að þeir halda því fram að Joseph Smith, spámaður mormóna hafi mælt með mismunun kynþátta. Og það er víst eitthvað til í því. Sam- kvæmt trúarkenningum mor- móna eru negrar komnir af Kain og svarta húðin merki um for- dæmingu, sem um tíma og eilífð hvílir á bróðurmorðingjanum og afkomendum hans. Af þessari ástæðu bannaði Joseph Smith negrum að gerast prestar. Þeir fengu ekki einu sinni aðgang að kirkjunum. Mormónar segja líka að þótt svartir menn geti að vísu fengið inngöngu í himnaríki, þá séu mestu dýrðarsalir uppheims- ins lokaðir þeim. Romney hefur lýst því yfir að hann fyrir sitt leyti trúi ekki á mismun kynþátta — og hefur sýnt það í verki sem ríkisstjóri í Michigan. Hinsvegar hefur hann neitað að taka afstöðu gegn trú- bræðrum sínum í mormónarík- inu Utah, þar sem kynþáttamis- rétti er sagt meira en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna, að Mississippi þó frátöldu. Talið er að þetta geti orðið illur þrösk- uldur í vegi Romneys, þegar að því kemur að útnefna frambjóð- anda flokks repúblíkana við næstu forsetakjör. Þykir sumum þetta slæmt, því að öðru jöfnu hefur Romney þótt hvað gæfu- legastur af hugsanlegum fram- bjóðendum repúblíkana, en þeirra á meðal eru líka menn eins og Nixon og Reagan í Kaliforníu. Verður trúin hmum íótakefll? Schiesinger með tveimur vina sinna, Stephen Smith og konu hans. Romney og frú. í Bandaríkjunum láta eiginkonur stjórnmálamanna meira á sér kræla í pólitíkinni en líðkasl hér á landi. Einn helzti framámaður repú- blíkana í Bandaríkjunum er nú George Romney, ríkisstjóri í Michigan. Það eru talsverðar lík- ur á því að hann verði frambjóð- andi flokks síns við forsetakjör- ið 1968 — en leiðin til útnefning- arinnar getur þó orðið löng og Arthur Schlesinger, jr., fjörutíu og níu ára að aldri, prófessorinn sem skrifaði bókina „Þúsund dagar Kennedys", er skyndilega orðin mest umtalaða og framtakssamasta menningarpersóna í New York. Það sópar að prófessornum. Hann sést á fínum veitingahúsum með Jackie Kennedy, er fastagestur á frumsýningum leikhúsa og er næst- um daglega tekinn til meðferðar í slúðurdálkum blaðanna. Jafnframt er hann flestum hærra skrifaður meðal háskólamanna og stjórnmála- manna. „Þúsund dagar Kennedys" færðu honum ekki aðeins nokkrar milljón- ir dollara í aðra hönd, heldur og mikla frægð. Nokkru sfðar gaf hann út aðra bók: „Hinn beiski arfur: Víetnam og bandaríska lýð- ræðið," og vakti hún mikla athygli og var lesin hvarvetna f heiminum, meðal annars bæði í Hvíta húsinu og Kreml. Einnig gefur Schlesinger sér tíma til að skrifa kvikmynda- gagnrýni fyrir hið virðulega kvenna- blað Ladies Home Journal og koma fram í ótal sjónvarpsþáttum. Ofan á allt annað hefur hann svo í hyggju að skrifa framhald af hinu mikla höfuðverki sínu „Old Roose- velts." Einn draum á Schlesinger sér, sem enn er ekki orðinn að veru- leika. Hann langar til að verða utanríkisráðherra, þó ekki sé nema vegna þess, hve óskaplega illa hon- um geðjast að Dean Rusk, sem nú hefur embættið á hendi. Og hann er ekki vonlaus um að þetta takist. Schlesinger er náinn vinur og ráð- gjafi Roberts Kennedys og ekki eldri en svo að hann getur horft vongóður fram til ársins 1972. 44 VIKAN 26- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.