Vikan - 27.07.1967, Blaðsíða 43
Bkki þykir mér Þér andstyggilegur, sagði hún. — Þvert á móti verð
ég að viðurkenna, að mér finnst þér mjög aðlaðandi, en.... hvernig
get ég sagt það?.... Ég hét þeirri góðu konu, sem hjálpaði mér... ég
má ekki segja hver hún er.. að ég skyldi hegða mér vel til að bæta
fyrir drýgðar syndir
— Plágan hirði þessa náttúrulausu, gömlu skrukku hrópaði Nicholas
de Bardagne. — Ég þori að veðja, að hún er ijótari en erfðasyndin.
Hún gerir sér ekki ljóst, að kona jafn fögur og þér, getur ekki lifað
klausturlífi.
— Og ef ég vildi nú vera dyggðug af mínum eigin, frjálsa vilja,
Monsieur de Bardagne? Ætti það þá að verða yðar hlutverk að leiða
mig í freistni?
Monsieur de Bardagne andvarpaði djúpt. Þetta ætlaði að verða erf-
iðara viðfangs, en hann hafði fyrst haldið. Hann ákvað að taka ósigr-
inum vel.
— Að mínu áliti ætti það að vera hlutverk hvers eðlilegs karlmanns,
sem kemur i návist yðar, sagði hann glaðlega. — Ég er viss um, að þér
hafið nóga skynsemi og reynslu til að skilja mig og fyrirgefa mér.
Hann rétti báðar hendur í átt til hennar.
— Við skulum gleyma þessu og verða vinir áfram.
Það hefði verið illa til fundið að þiggja ekki þetta sáttatilboð. Hann
kyssti mjúklega á fingurgóma hennar, og á raunsannan, kvenlegan
máta þótti henni mjög fyrir því, hve hendur hennar voru orðnar grófar
ar af heimiiisverkunum.
Hún leyfði honum að sveipa skikkjunni um axlir hennar og fylgja
henni til dyra, þar sem hann hneigði sig, fullur virðingar og aðdáunar.
— Minnist þess, að ég er vinur yðar, og skal alltaf vera reiðu-
búinn að hjálpa yður, hvað sem gerist....
Hann hafði sin áhnf á hana. Það var langt svo langt síðan, að
þannig hafði verið komið fram við hana, að hún leyfði sér eitt and-
artak að rifja upp minningar um gömul atlot. Svo margir menn höfðu
hneigt sig fyrir henni með þessa sömu ákefð í augunum. Hún kannaðist
við aðferðina: Hún var alltaf eins, auðmjúk, en þó valdsmannleg.
Hversu vel þekkti hún þessi heillandi, talandi augnaráð, þessar
þýðu raddir, sem allt í einu urðu ofurlítið rámar, þessa kurteisi og
stimamýkt, sem huldi hin grimmu vopn herra valdsins, hversu reiðu-
búnir þeir voru, þegar stundin kom til að breyta hinum auðmjúka
voldugan herra og hinni torsóttu gyðju í bljúga konu.
Angelique hafði ekki haldið, að reglur þessa eilífa leiks gætu enn haft
áhrif á hana. Og minningin um hann gerði hvorttveggja í senn að
verða henni kvöl og lokka hana, eins og minningin um landið týnda.
Hún var heit í kinnum og næstum skjálfrödduð, þegar hún kvaddi
de Bardagne greifa, sem taldi sér það bæði til tekna og hafði áhyggjur
af því.
Hún þaut af stað, hugurinn í uppnámi og tók ekki einu sinni eftir ban-
vænu augnaráðinu, sem hún fékk frá þeim, sem einnig biðu eftir liðs-
foringjanum. Bekkirnir voru raunar næstum auðir, þvi sumir þeirra,
sem þar höfðu setið höfðu þreytzt á biðinni og voru farnir í mat. Það
var komið fram yfir hádegið. Otifyrir var æðandi stormur, og Angelique
átti í vandræðum með að halda á sér skikkjunni. Hún hafði á móti
veðri að sækja og sóttist ferðin seint. Himininn var ótrúlega blár.
Ofsarokið þyrlaði upp ryki, sem varð eins og allavega litar oddveifur
í haustbirtunni og kom æðandi út úr hverju húsasundi.
Angelique skálmaði áfram án þess að taka fyllilega eftir æðandi
höfuðskepnunum, svo niðursokkin var hún í að íhuga það, sem gerzt
hafði. Það, sem henni var efst í huga, var vandræðatilfinning yfir
því, hve kiunnaleg hún hafði verið, og hve litlu munaði að hún
hefði eyðilagt allt.
Nú var iangur tími liðinn síðan hún hafði yfirunnið persneska am-
bassadorinn Bachtiari Bey og lagt hann eins og kjölturakka að fótum
Lúðviks XIV. Það hafði aðeins verið dæmi um prýðilega kvenna-
kænslcu, og allt það án þess að fórna einu grammi af dyggð sinni! 1
dag hafði hún aftur á móti verið aumkunarverð. Það var ekki hægt
aö nefna það öðru nafni. Þessi maður, sem hún hafði vonast eftir svo
miklu af, var eftir fimm mínútna viðræður orðinn eins og jarmandi
hrútur, og í stað þess að láta sér vel líka, hafði hún stirnað upp. Hún
hafði næstum tapað öllu því í eitt skipti fyrir öil, sem henni hafði áunn-
izt, með því að taka riddaralegri áleitni hans eins og smástelpa ný-
sloppin úr klausturskólanum. Á hennar aldri var þetta fullkomlega
hiægilegt! í gamla daga hefði hún komið fyrir hann vitinu með brosi
eða viðeigandi athugasemd ....
Angelique, hin óþekkta þjónustustúlka, klædd í vaðmál og baðmull,
í baráttu við rok á götum La Rochelle, flaug í hug hve góða ævi hún
hafði átt, nokkrum árum áður, þegar hún var svo slungin í að meðhöndla
vopn síns kyns. Þar á milli lá nú nóttin á Plessis. Smám saman hafði
hún tekið upp þræðina að nýju og byrjaði allt aftur. Lífið i henni hafði
sigrað. En, hugsaði hún, það var eitt sem hún myndi aldrei komast
yfir. Það var enginn maður til á jörðinni, sem gæti gert Það kraftaverk
fyrir hana. Enginn maður myndi vekja aftur fyrir hana hina fyrri
ástargleði hennar, né láta hana finna hina heillandi Þrá eins likama
eftir öðrum. Hún myndi aldrei finna hina djúpu, blómstrandi, holdlegu
nautn, né njóta sín eigin veikleika nokkurn tíma framar.
— Til þess þyrfti töframann, hugsaði hún allt í einu. Og augu henn-
ar beindust ósjálfrátt út á svart og úfið hafið, þar sem ekkert segl
sást.
ÞRÍTUGASTI OG SJÖUNDI KAFLI.
Monsieur de Bardagne hélt orð sín. Angelique var nokkur huggun
að því, að þrátt fyrir allt það, sem henni hafði orðið á í messunni, hafði
hann flýtt sér að fara að ráðum hennar og gera það, sem hún hafði
lagt til. Strax næsta dag voru Martial og Séverine flutt til frænku
sinnar á eynni Ré.
Angetlique varð aldrei verklaus með öll börnin í kringum sig. Heimil-
isstörfin gáfu henni engan tima til að grufla. Hún fór iðulega til
að þvo þvottinn í almenningsbrunninum, sem var stærri en sá á hlað-
inu, og tók Honorine þá með sér. Morgun nokkurn, þegar hún hafði
lokið þvottinum og gengið frá honum í tágakörfunni, sá hún sér
til undrunar, að dóttir hennar var að leika sér að glansandi hlut.
— Leyfðu mér að sjá, sagði hún. Honorine hafði lært það af reynsl-
unni að vera varkár og stakk hlutnum aftur fyrir sig, en Angelique
sá í svip mjög fallega hringlu úr slegnu gulli með fílabeinshandfangi.
Þetta var sannur dýrgripur .
— Hvar fannstu þessa hringlu? Honorine, þú mátt ekki taka það, sem
þú ekki átt.
Litla stúlkan hélt fast við sitt.
— Það var fallegur maður, sem gaf mér það.
— Hvaða fallegi maður er það?
— Hann er þarna, sagði Honorine og benti óákveðið í áttina að fjarri
enda torgsins.
Angelique langaði ekki að stofna til uppbots, sem myndi enda með
því, að barnið færi að gráta og góla og verða til þess að kjaftasögurnar
kæmust á kreik í borginni, svo hún, lét málið niður falla, þar til
heim kæmi. Hún stakk körfunni undir annan handlegginn leiddi dóttur
sína með hendinni og hélt heim á leið.
Á kyrrlátu, þröngu stræti gekk maður i veg fyrir þær og dró skikkju-
hettuna frá andliti sínu. Henni brá fyrst í stað, en létti, þegar hún
sá, að þetta var liðsforingi konungsins, Nicholas de Bardagne.
— Ó! Þér gerðuð mig hrædda!
—■ Það þykir mér leitt. Hann virtist afar æstur í skapi. Ég hef hætt
mér inn í þetta fjandsamlega hvirfi án fylgdar, og það væri að öllu
leyti betra fyrir mig, að ég þekktist ekki.
— Þetta er fallegj maðurínn, sagði Honorine.
— Já, ég vildi gefa yður til kynna, að ég væri í nánd, með Því að
gefa þessu fagra barni yðar einhverja gjöf.
Honorine starði á hann, aðdáunin skein úr augum hennar. Skelfing
var hún kvenleg nú þegar, að hægt skyldi vera að vinna hana með
gullhringlu!
— Ég get ekki þegið þessa gjöf til handa barninu, sagði Angelique.
— Hún er allt of verðmæt. Ég verð að afhenda yður hana aftur.
— Ó, hvað þér eruð miskunnarlaus! andvarpaði hann. — Mig hefur
dreymt um yður dag og nótt, og ég hef reynt aó ímynda mér yður
með hinn ljúfa svip uppgjafarinnar á andlitinu, en ég hef ekki fyrr
fundið yður, en þetta ósýnilega tjald fellur milli minna augna og
yðar.... Má ég ganga á leið með yður? Hesturinn minn er bundinn
ekki langt héðan.
Þau lögðu hægt af stað. Einu sinni enn, hugsaði Monsieur de Bardagne
í örvæntingu, hafði þessi kona afvopnað hann með sínum sjaldgæfa
þokka. Meðan hann hélt áfram að dreyma, um hana úr fjarska, var
hinn þolinmóði elskhugi, en um leið og hann stóð auglitis til auglits
við hana, missti hann alla stjórn á sér. Bf til vill var þetta ekki full-
komlega eðlilegt, en það var staðreynd, sem hann gerði sér ijósa og
viðurkenndi. Hann fann, að hann myndi með glöðu geði varpa sér á
hnén fyrir hana.
Hún hafði þessa þjónustu handleggi, rauða af köldu vatni, bráhár
barnsins, munn drottningar, en að þessu sinni voru um hann drættir
ofurlitils kvíða, og það vottaði fyrir skjálfta í munnvikjunum.
— Fyrirgefið mér herra greifi. Þér eruð mikill maður, og ég er
aðeins fátæk, einmana, varnarlaus kona. Þér skuluð ekki taka það
illa upp, sem ég ætla að segja, en þér megið ekki búast við neinu frá
mér. Það — það kemur ekki til mála.
—- En hversvegna, stundi hann. — Þér gáfuð mér til kynna að ég
væri yður alls ekki ógeðfelldur. Efizt þér um örlæti mitt? Þér mynduð
að sjálfsögðu verða að snúa baki við yðar núverandi, lágu lifnaðar-
háttum. Bf þér viljið, getið þér fengið þægilegt einkaheimili, þar
sem þér ein ráðið ríkjum; þér mynduð hafa þjóna og yðar eigin vagn
og hesta. Ef ölium þörfum yðar og barnisins yrði fullnægt.
— Hættið! skipaði hún stuttaralega. — Þetta kemur alls ekki til
tals.
Hann neyddi hana inn í dyraskot, svo hann gæti séð framan í hana.
— Ef til vill haldið þér að ég sé brjálaður, en ég ver6 að segja yður
sannleikann. Aldrei hefur nein kona fyrr fyllt mig svona töfrandi
ástrðu sem þér. Ég er þrjátíu og átta ára gamall og ég viðurkenni, að
lif mitt hefur ekki verið einstaklega dygðugt; staðreyndin er sú, að það
hefur verið fullt af ástarævintýrum, sem ég er ekki minnstu vitund
stoltur af. En síðan ég sá yður, er mér ljóst, að eitthvað hefur gerzt
hið innra með mér, sem allir karlmenn bæði óttast og Þrá: Það er
að hitta þá konu, sem grípur hug þeirra allan, lætur þá þjást grimmi-
lega, þegar hún segir nei, gleður þá ósegjanlega, þegar hún sýnir þeim
hylli, konu, sem þeir eru reiðubúnir til að láta ráða yfir sér, fúsir til að
uppfylla fyrir hverja þá duttlunga sem henni kunna að detta í hug,
fremur en að tapa henni... Ég veit ekki, hvaðan þetta sérstaka vald
sem þér hafið yfir mér hefur komið, en ég er farin að halda, að áður
en ég kynntist yður, hafi ég ekkert þekkt. Allar minar gleðistundir
voru lágkúrulegar og einskisverðar. Með yður, aðeins get ég kynnzt
ástinni....
Ef hann bara vissi hvaða varir aðrar hafa næstum sagt nákvæmlega
sömu orð á undan honum, hugsaði hún. — Konungsins....
Hann hélt áfram: — Hvernig getið þér neitað mér um allt þetta?
Það er sama og neita mér um lífið sjálft.
Svipur hans harðnaði og augun dökknuðu, þegar hann virti hana
fyrir sér. Hann velti þvi fyrir sér, hvernig hár hennar væri á litinn
undir þykkri bómullarskuplunni. Var það ljóst, brúnt eða jafnvel rautt,
eins og hár dóttur hennar, eða jafnvel dökkt eins og auðugt litaraft
hennar benti til?
Varir hennar glitruðu milt eins og perlumóðurskel.
Hann var svo æstur, að hefði Honorine ekki staðið þarna kert og virt
þau fyrir sér, hefði hann þrifið hana I fangið og reynt að vekja hana.
— Við skulum halda áfram, sagði hún og ýtti honum kurteislega til
hliðar. — Svo sannarlega hljótið þér að vera utan við yður, og ég trúi
ekki einu einasta orði, sem þér hafið sagt. Þér hljótið að hafa
kynnzt mörgum konum meira aðlaðandi en mér, og ég held, að þér sé-
uð aðeins að reyna að nota yður heimsku mina, Monsieur.
Nicholas de Bardagne fylgdi henni með dauðann í hjartanu; hann
gerði sér full ljóst, hve fáránleg þessi yfirlýsing hans hafði verið.
Hann komst ekki yfir það af eigin rammleik, en sagði við sjálfan sig
einu sinni enn, að svona stæðu nú málin. Hann elskaði hana svo mikið,
að hann var nær viti sínu íjær, hann lítillækkaði sjálfan sig eins vist
að hann spillti fyrir frama sínum. Þegar hann leit á litlu stúlkuna, sem
trítlaði þarna og leiddi móður sína, datt honum annað í hug.
30. tbi. VIKAN 43