Vikan - 27.07.1967, Blaðsíða 41
Paö er sama d
hver sidd
kjólsins er...
30-50Den
DRHALLIIR SIGURJÓNSSON
simi 18450 Pingholtsstr. 11.
hrópaði hún. — Hann hefur ekki
leyfi til að gera slíkt!
Hann leit vandræðalega á
hana. Þetta var í fyrsta sinn
sem hún stóð andspænis alvöru
lífsins.
— Við getum líklega ekkert
gert, sagði hún hikandi, og Rick
strauk hár hennar blíðlega.
Síminn hringdi, og hún greip
tækifærið til að losna. — Ég skal
svara.
Hún hafði reynt að skilja þetta,
sem henni fannst óskiljanlegt —
ef til vill til þess að reyna að
vera jafnoki hans.
— Það er til þín, kallaði hún.
Hann tók heyrnartækið. —
Halló, sagði hann.
— Halló, er þetta Rick Col-
man? Ég sá að Helen var með
börnin í bænum, svo ég hugsaði
að þú værir einn heima. Hver
svaraði í símann?
— Anna, eldri dóttir mín, svar-
aði hann.
—Oh, sagði konuröddin, —
geturðu talað við mig?
— Fyrirgefið, sagði Rick, —
hver er þetta, með leyfi?
— Oh, sagði konan, hlæjandi
og það var einhver gælutónn í
röddinni. — Það getur ekki verið
að þú sér búinn að gleyma mér!
Ég heiti Gloria Sanders. Þú varzt
svo forvitinn um mína hagi í síð-
Ustu viku, í siglingaklubbnum.
— Fyrirgefðu, sagði hann. —
Jú, ég man eftir þér, þú býrð
hjá Nichols hjónunum?
— Svo þú mundir þá eftir mér!
Hann þagði, og hún hélt áfram:
— Ég hringdi, vegna þess að
þú lofaðir að hringja til mín.
Og svo ertu ekkert glaður yfir
því að ég ákvað að bíða ekki
lengur eftir þeirri upphring-
ingu. Á ég kannski að hringja
seinna? bætti hún við, ekki eins
örugg, þegar Rick sagði ekki
neitt.
— Nei, sagði hann svo.
Hann heyrði að Anna sagði:
Ertu bráðum búinn að tala,
pabbi? Pabbi hennar Terry er
að fara.
Hann lagði höndina yfir tal-
tækið og sagði: — Ég kem rétt
strax, Anna.
Við konuna sagði hann: —
Hringdu ekki aftur til mín. Og ég
hringi ekki til þín. Láttu mig í
friði.
— Jæja, þannig syngur í þér
núna. Þú vilt þá ekki leika með
lengur. Hefur elskhuginn fengið
samvizkubit, eða hvað?
Þau lögðu á samtímis.
Rick leit út um gluggann, ein-
mitt þegar Joel var að bera tvær
ferðatöskur út í bílinn. Svo steig
hann upp í bílinn og ók niður
veginn.
— Terry á nú samt sem áður
pabba, sagði Anna og leit fast
á Rick. -— Fólk sem skilur hittir
stundum börnin sín. En það verð-
ur samt aldrei eins, verður það,
pabbi?
— Nei, Anna, það verður aldrei
eins.
Ég verða að segja henni sann-
leikann, hugsaði hann. Ég má
aldrei svíkja hana.
Flauta strandvarðarins skar sig
í gegnum sjávarniðinn. Hann stóð
við fjöruborðið og veifaði sterk-
legum handleggjunum. Úti við
strauminn sem var hættulegast-
ur var, sázt hópur sundfólks,
sem hafði orðið viðskila við hina.
Þau hlýddu kallinu, nokkuð
treglega, og syntu inn á hættu-
laust svæði....
Angelique
Framhald af bls. 20.
Svo yfirkominn af létti, sem Bardagne var, og töfraður af öllu því,
sem þessi einstaka manneskja opinberaði honum, gleymdi hann sér al-
veg af fögnuði og þrá. Hann þreif um mitti Angelique og lagði varirnar
á mjúkan háls hennar, sem hann hafði raunar aldrei meðan á samtali
þeirra stóð, getað hætt að horfa á og hugsa um.
Angelque stökk upp, eins og hún hefði brennt sig. Hún reif sig i>vo
snögglega úr faðmlaginu, að vesalings maðurinn leit með skelfingu á
hana.
Hann stamaði:
— Þykir yður ég raunverulega svona andstyggilegur?
Hann sveið í augun og varirnar skulfu. Þótt snertingin hefði ekki
varað lengi, hafði hún þó staðfest vonir hans. Hann hafði aldrei kynnzt
svona heillandi konu. — Andskotakornið, hugsaði hann, — ætlar hún
að reynast jafn tepruleg og mótmælendurnir? Fjárans óheppni!
ÞRlTUGASTI OG SJÖTTI KAFLI.
Angelique hallaði sér upp að borðinu og velti þvi fyrir sér, hvað hún
ætti nú til bragðs að taka. Svo sannarlega var hann ekki óaðlaðandi.
Hann hafði vissan þokka. Hann leit vel út, var síður en svo grófur i
framkomu, og hann var ekki reynslulaus, þegar kvenfólk var annars
vegar. Hver veit, nema einu sinni — og þetta einu sinni virtist nú
svo óralangt að baki — hefði hún látið freistast? Hún gat ekki gleymt
því, að hún var venjuleg Þjónustustúlka, og hann var fulltrúi konungs-
ins sjálfs í La Rochelle, sem þýddi að hann var valdamesti maður borg-
arinnar.
Sem betur fór var hann ekki reiður. Enn sem komið var hafði hann
ekki tekið viðbrögð Angelique sem móðgun, heldur sem beizk örlög.
Hún fann, að það þurfti að hugga hann.
3°. tbi. VIKAN 41