Vikan - 27.07.1967, Blaðsíða 47
Þacsar skemmtilegu töskur eru prjónaðar úr snæri eða
öðrum grófum þræði t.d. netagarni. Hafið þær í einum
eða tveimur litum er fara vel saman og fóðrið þær gjarnan.
Látið blómkálið út í léttsaltað vatnið, þegar suð-
an er komin upp. Hægt er að minnka kállyktina
með því að setja franskbrauðsneið eða rúgbrauðs-
bita út í vatnið, hafið það í grisju og sjóðið með
kálinu. Smjörbiti minnkar líka kállyktina. Hausinn
er látinn snúa upp í pottinum og vatnið látið ná
aðeins upp á hann, en aldrei fljóta yfir. Meðalhaus
þarf u.þ.b. 15 mín. suðu, stærri haus aðeins meira.
Takið kálið strax upp úr, þegar það er soðið. Sé
hætta á ormum eða pöddum í kálhausnum, er gott
að láta hann liggja í ediksblöndu (1 matsk. edik í
1 1. vatn) í klukkutíma áður en það er soðið og ó-
fétin skríða þá út.
Blómkál með osti.
2 blómkálshöfuð, 25—50 gr. mjörlíki, 50 gr.
Framhald á bls. 44.
•4aSKA hér að ofan.
Prjónað er með fremur þéttu
kaflaprjóni með prjónum er hæfa
grófleika garnsins. Taskan er höfð
.' einlit með hanka úr skrautlega
í: röndóttu jaðarbandi sömu tegundar
; og strengt er í botn sólstólsins und-
ir púðann.
Hankarnir eru hafðir það lang-
ir að hægt sé að bregða töskunni
á öxlina.
Prjónið töskuna með sömu hluta-
skiptingu og tösku nr. 1 eða 2.
Saumið saman og fóðrið eftir
sömu lýsingum er þeim fylgja.
Kaflaprjónið: 2 1. sl. og 2 1. br. 1.
umferð á enda, og siðan sl. yfir sl.
og br. yfir br. eins oft og hæð kafl-
ans er æskileg. Þá eru prjónaðar 3
umf. er mynda sléttprjón frá
Framhald á bls. 34.
TASKA
Prjónað er fremur
þétt með garðaprjóni
og prjónum er hæfa
grófleika garnsins.
Fram- og bakhlið eru
prjónaðar hvor um
sig og hafðar jafn-
röndóttar. Hliðar og
botn eru í einni
lengju og prjónað
með öðrum litnum.
Saumið lengjuna
við hliðarnar með
varpspori, frá réttu
Frh. á bls. 44.
3o. tbi. viKAN 47