Vikan - 05.10.1967, Blaðsíða 20
VflR HflNN UFLÁTINN
í síSasta blaSi var sagt frá óhugnanlegu afbroti, sem fram var í Bretlandi. James Hanratty var
fundinn sekur um þaS og tekinn af lífi í apríl 1962, enda þótt hann neitaSi sekt sinni til hins
síSasta. Hér heldur greinin áfram og segir frá Peter Alphon, sem boSaSi til blaSamannafundar
og játaSi á sig afbrotiS.
Morguninn þann fjórða apríl 1962 var svo hinn hálfþrí-
tugi smáþjófur, James Hanratty, hengdur í Bedfordfangelsi
fyrir morðið á John Gregsten. Hann neitaði sekt sinni til
hins síðasta.
Þeir, sem síðast hittu hann í dauðaklefanum áður en hann
gekk síðustu skrefin í lífi sínu, voru tveir kaþólskir prestar.
Með tár í augum veittu þeir honum síðustu smurninguna.
Á eftir kváðust þeir sannfærðir um sakleysi hans.
— Þetta hefði ekki skipt svo miklu máli ef Hanratty
hefði ekki verið kaþólskur, sögðu þeir við blaðamenn. — En
játi kaþólikki ekki allar syndir sínar áður en hann deyr, fer
hann beina leið til helvítis. En Hanratty stóð fast á því, sem
hann hafði sagt fyrir réttinum. Ekki gat hann neitt grætt á
því, þar eð ekkert gat lengur komið í veg fyrir líflát hans.
Hann hefði því ekki staðið neitt verr að vígi, þótt hann hefði
játað allt fyrir okkur.
En þegar kvöldblöðin höfðu dreift fréttinni um aftökuna
um England, drógu flestir þar í landi andann léttar.
Nokkrir voru þó ekki ánægðir, og þeirra fremstur í flokki
var verjandi Hanrattys, Michaei Sherrard, þrjátíu og þriggja
ára að aldri. Hann hafði reynt að hindra dauðadóminn á
þeim forsendum, að ekki væri fullkomlega sannað að Han-
ratty væri A 6-morðinginn. En dómstóllinn hafði ekki einu
sinni viljað endurnýja réttarrannsóknina.
Síðan hafði hann ásamt foreldrum Hanrattys og tuttugu
og þrjú þúsund manneskjum öðrum, sem voru gegn fram-
kvæmd dauðadómsins, skrifað undir náðunarbeiðni. — En
þeirri beiðni var einnig vísað frá. Butler innanríkisráðherra,
sem tók ákvörðun í því máli, skrifaði föður Hanrattys:
— Þvi miður verð ég að gefa til kynna, að í máli sonar
yðar hafa ekki komið fram neinar þær afsakanir honum til
handa, að þær réttlæti náðun hans.
Nokkrum dögum síðar, þegar ljóst var orðið að Butler
hafði vísað náðunarbeiðninni á bug, kom dálítið fyrir. Eitt
vitnanna við réttarhöldin, Charles „Dixie“ France, framdi
sjálfsmorð. Þann sextánda marz 1962, nokkrum vikum áð-
ur en Hanratty var tekinn af lífi, fannst hann dauður í her-
bergi sínu; hafði skrúfað frá gasinu.
„Dixie“ France hafði verið einn af beztu vinum Hanratt-
ys, en engu að síður vitnaði gegn honum við réttarhöldin.
Hann hafði skýrt svo frá, að dag einn hefði Hanratty sagt
við hann:
— Ég hef fundið góðan stað til að fela hluti á. Undir
sæti á einhverjum strætisvagninum. Þar leitar enginn.
Þetta varð eitt öflugasta vopn ákærandans gegn Hanratty.
Hreingerningamaður nokkur hafði einmitt fundið skamm-
byssuna, sem Gregsten var myrtur með, undir sæti í stræt-
isvagni tveimur dögum eftir morðið.
Frú Carol France sagði við blaðamenn daginn eftir sjálfs-
morð manns síns:
— Dixie hefur hegðað sér næsta undarlega allt frá því
að Hanratty var handtekinn. Hann hefur verið taugaóstyrk-
ur og órólegur. Það var eitthvað sem þjáði hann, en hann
neitaði að segja hvað það var. En ég er sannfærð um að
sjálfsmorð hans stendur í sambandi við A 6-morðið.
Þessi atburður kom samt sem áður ekki af stað nýrri
rannsókn af lögreglunnar hálfu. Frá sjónarmiði Basils Acotts,
lögreglufulltrúa, sem handsamað hafði Hanratty og komið
honum í gálgann, var sögunni um A 6-morðið lokið.
Nákvæmlega ári eftir aftökudag Hanrattys, þann fjórða
apríl 1963, var dyrabjöllunni hringt hjá foreldrum Hanratt-
ys. Móðir hans lauk upp. Úti fyrir stóð miðaldra maður.
Framhald á bls. 37.
20 VIICAN 40- tbl-