Vikan


Vikan - 05.10.1967, Blaðsíða 26

Vikan - 05.10.1967, Blaðsíða 26
HVERNIG A METSÖLUBÖK AÐ VERA? Raonar Jónsson forstjóri Helgafells: Sniðugheit í auglýs- ingum og almennar lygar Þótt ég eigi að heita bókaút- gefandi, vonast ég til að vera ekki með öllu réttur aðili til að svara spurningu af þessu tagi. Ég hef aldrei keppt að því marki, hvorki um umbúðir né innihald, að fá gert metsölubækur. Og þess vegna hef ég aldrei reynt að finna upp resept fyrir þess kon- ar sálarfóður. Ég hef þó, engu síður en aðr- ir, gefið út margar metsölubæk- ur, en það eru slys, — skýring- in sú, að því er ekki að treysta fremur en öðru í þessari völtu veröld, að góð og sígild bók nái EKKI metsölu, eins og þær bæk- ur, sem samdar eru og gefnar út til að þóknast f jöldahugmyndum um ástalíf, ónáttúru, lækna, kvik- myndaleikara og boxara. Aðalástæðan fyrir því, að sí- gild verk ná þó tíðum ekki til fjöldans fyrr en seint og síðar meir og það á þessari miskunn- arlausu listkynningaröld, er held óg sú, að hinir menningarlegu tengiliðir milli skáldsins og les- andans, blaðamenn og þó eink- um gagnrýnendur, láta ekki nægilega að sér kveða. Þeir lifa jafnvel til að fara I hálfgerða fýlu gagnvart róttækum og um- deildum verkum. Útvörp og sjónvörp gera auð- vitað engan greinarmun á góðu og illu. Þar er það magnið sem gildir, eins og í vegavinnu. Þetta er auðvitað ekkert svar og hálfgerður útúrsnúningur, en það er vegna þess, að ég veit hreinlega ekki framyfir það sem hér er sagt, hvaða „kosti bók þarf að uppfylla“ til að geta orðið metsölubók. Það er ekki einu sinni kostum af neinu tagi að þakka, heldur sniðugheitum í auglýsingum og almennum lyg- um eða þá að tiltekinn hand- verksmaður hefur saumað á bók- ina kápu og snyrt hana til út- stillingar. Valdimar Jóhannsson forstjóri Iðunnar: Bókaútgáfa á fslandi er yfirskilvitleg Bókaútgáfa á íslandi er yfir- skilvitleg — alveg yfirskilvitleg. Það er margsannað mál, að það er ekki hægt að reka bókaútgáfu á íslandi. Smæð þjóðarinnar kemur í veg fyrir að þetta standi undir sér, enda er ekki hægt að bera saman 150—200 þúsund manna þjóð eins og okkur og svo til dæmis Bretland og ensku- mælandi lönd yfirleitt. — Þau prenta ekki aðeins fyrir sjálfa sig, heldur allan heiminn. Samt verða sumar bækur met- sölubækur einnig hérlendis, og hverjar það eru, það er yfiisskil- vitlegt — alveg yfirskilvitlegt. Gils GuOmundsson forstjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs: Metsölubók þarf að vekja athygli kvenþjóðarinnar Til þess að ná metsölu á ís- landi þarf bók að vekja athygli langt út fyrir þann hóp, sem les bókmenntir að marki. Hún þarf að höfða til þeirra, sem lesa sér til afþreyingar, án tillits til list- gildis. Það eitt skiptir máli í þessu sambandi, að bók þyki forvitnileg fyrir einhverra hluta sakir og veki almennt umtal. — Sjálfsævisaga manns, sem hefur verið kvæntur tíu sinnum, er vænleg sölubók. Bókin þarf um- fram allt að vekja athygli kven- þjóðarinnar. Bók, sem er um- ræðuefni í hverjum saumaklúbb, hefur skilyrði til að ná metsölu, aðrar bækur ekki. Allir bókaótgefendur hafa velt fyr- ir sér þeirri spurningu, hvernig bók þurfi að vera til þess að hún selj- ist vel. Hér velta ótta bókaútgef- endur þessari spurningu fyrir sér — hver með sínu móti. Gunnar Einarsson forstjóri Leifturs: Áróður og auglýsingar skipta mestu máli Þótt skömm sé frá að segja, þá er það hvorki efni né útlit bók- arinnar, sem skiptir máli hvað snertir sölu hennar. Það sem máli skiptir er áróður þeirra manna, sem að bókinni standa. Þetta hefur margsinnis sýnt sig. Og eins og liggur í augum uppi, þá er aðstaða manna á Islandi mjög misjöfn til slíkra aðferða. Auglýsing krefst fjármagns, og það eru ekki allir sem hafa það. Ég ætti að vera farinn að þekkja þetta. Ég hef fengizt við útgáfustarfsemi síðan 1929; hef sennilega gefið út fleiri bækur en nokkur annar íslendingur. Því miður er það svo, að bæk- ur sem maður byggir á vegna þess að þær eru góðar, bregðast algerlega hvað eftir annað. Hins vegar rjúka dægurflugur upp úr öllu valdi, bækur, sem svo eru gleymdar eftir nokkur ár. Slík- ar bækur verða metsölubækur. Hitt er rétt, að þessar betri bæk- ur seljast á löngum tíma, en met- sölubækur verða þær aldrei. Ég endurtek, að til þess að bók verði metsölubók, þarf að aug- Iýsa, og til þess að auglýsa þarf mikið fjármagn, því miður. En góðar bækur eru enn að seljast, þegar metsölubækumar eru löngu gleymdar. 26 VIKAN 40-.tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.