Vikan - 05.10.1967, Side 31
um öll hans auðæfi og þetta
stórkostlega hús.
Adrienne andvarpaði og sló
öskuna af sígarettunni. Hún
opnaði veskið og tók upp bréf,
sem hún hafði lesið oft síðustu
dagana.
Galbritt, Dallas & Dallas.
London
Grey’s Inn.
Kæra ungjrú Blair,
sem yður hefur þegar verið til-
kynnt, í samræmi við erfðaskrá
hins látna Sir John Bambers,
eruð þér, að undanteknum ofur-
litlum dánargjöfum til þjónustu-
fólks Sir Johns, einkaerfingi að
eignum hans. Ég man, að þegar
við hittumst fyrst, veigruðuð þér
yður við að taka á móti þessum
arfi, en ég vona að síðari íhugun
og fxdlyrðingar mínar og félaga
míns um fullt lögmæti erfða-
skrárinnar, hafi gert yður til-
hugsunina geðfélldari. Herra
James Galbritt var náinn vin-
ur Sir Johns síðustu tuttugu ár-
in, og hefur að óskum skjólstæð-
ings síns yfirfarið erfðaskrána
fimmta hvert ár. Hann biður
mig á ný að fullvissa yður um,
að það var eindreginn vilji Sir
Johns, að þér yrðuð einkaerf-
ingi að eignunum eftir hans
dag. Þetta kom glögglega í Ijós,
þegar móðir yðar, frú Margaret
Blair, dó fyrir átta árum. Þar
sem þér eruð nánasti ættingi
móður yðar, hefði eignin sjálf-
krafa orðið yðar, að henni lát-
inni.
Þar sem ég tel víst, að þér
óskið að halda eigninni, DRUM-
BEAT, hef ég gefið fyrirmæli
um að sinna skuli um húsið,
þannig að þér getið flutt þangað
hvenær sem er, eftir 14. febrúar.
Eins og þér munið, munu Samu-
el Crustworthy og systir hans,
Martha Hart, liálda stöðum sín-
um í minnst sex mánuði, og er
það ofurlítill þakk lœtisvottur
fyrir öll þau ár, sem þau hafa
þjónað hinum látna fyrrverandi
eiganda eignarinnar af mikilli
trúmennsku. Ég hitti og rœddi
við áðurnefnd systkini, Samuel
Crustworthy og systur hans,
þegar ég heimsótti eignina ný-
lega, og ég held mér sé óhœtt
að fullyrða, að ef yður þóknast
að hálda þeim í yðar þjónustu
fram yfir tilskilinn tíma, eru
þau bœði fús að halda sínum
störfum áfram.
Strax og þér hafið tilkynnt
mér, hvaða dag þér óskið að setj-
ast að á Drumbeat, skal ég kunn-
gjöra það fyrir frú Hart.
Leyfið mér að nota tækifær-
ið til að óska yður til hamingju
með yðar nýja heimili, og full-
vissa yður um að þér getið leit-
að til mín hvenœr sem er, með
hvað, sem þér óskið.
Yðar einlœgur,
Gideon P. Dallas.
FYRSTIR með STÆRRA rými
jBjgSBjlB
■CPS
320 lítra DJÚP-
FRYSTIRINN
Ákaflega vinsæll — langtum
STÆRRA geymslurúm, mjög
vandaður, ryðfrír, öruggur í
notkun,slær sig ekki að utan...
fljótvirkasta og bezta
frystingin!
KPS-djúpfryst er
ÖRUGGLEGA djúpfryst.
Aðalumboð:
Einar Farestveit & Co. hf.
Vesturgötu 2.
VERZLUNIN BÚSLÓÐ
v/ Nóatún.
BALDUR JÓNSSON SF.
Hverfisgötu 37.
Adrienne brosti með sjálfri
sér, þegar hún braut saman
bréfið og lagði það í veskið. Hún
minntist þeirrar næstum föð-
urlegu umhyggju, sem þessi
Pickwickslegi maður hafði sýnt
henni, fyrst er hún heimsótti
hann á skrifstofu hans, og hún
var snortin yfir þessari um-
hyggjusemi, sem skein í gegnum
bréfið, þótt það væri formlega
orðað. Hún sat þarna niðursokk-
in i eigin hugsanir nokkrar mín-
útur í viðbót, en því næst reis
hún snögglega á fætur og ýtti
ákveðin í bragði á bjölluna, sam-
kvæmt þeirri trú sinni, að illu
væri bezt af lokið. Allt i lagi
hvíslaði hún. Nú skulum við
sjá, hvort við getum þýtt vin-
konu okkar Mörthu, sagði hún
við sjálfa sig og settist aftur.
Þegar ráðskonan kom andar-
taki síðar, bankaði hún varlega
á dyrnar. Adrienne benti henni
að setjast gegnt sér.
— Fáið yður sæti, Mig langar
að tala við yður.
Roskna konan tyllti sér á blá-
brúnina á stóra hægindastóln-
um. Hún var stif, kvíðafull og
greinilega búin til varnar, þegar
hún beið þess sem Adrienne
hafði að segja.
— Vitið þér, hversvegna Sir
John eftirlét mér þessa eign,
frú Hart? byrjaði hún.
Undrunin yfir þessari beinu
spurningu, rændi búlduleitt
andlitið allri þvermóðsku. —
Það er nokkuð, sem mér kemur
ekki við, ungfrú Blair. Eftir því,
sem ég veit, átti Sir John enga
nána ættingja, og úr því að
hann var ekki giftur, átti hann
engin börn, sem erfa skyldu
eignina.
Adrienne kinkaði kolli:
— Nei, það er satt. En hvers-
vegna valdi hann einmitt mig?
Hann hlýtur að hafa átt marga
persónulega vini, eftir að hafa
búið í svona litlu sveitaþorpi í
mörg ár. Hversvegna valdi
hann ekki einhvern, sem hann
hafði þekkt og umgengizt þenn-
an tíma, sem hann bjó í Cromp-
ton Abbey?
— Hann lagði ekki mikið upp
úr umgengni við annað fólk.
Hann umgekkst fólkið hér í
grenndinni ekki sérlega mikið.
Hann borðaði endrum og eins
hjá March, og herra Westbury
var tíður gestur hér, en aðrir
ekki. Að öðru leyti hélt hann sig
mest út af fyrir sig.
— Og þér hafið verið hér, síð-
an Sir John kom hingað til
Crompton Abbey?
— Það verða fimmtán ár núna
í apríl, síðan við Sam komum
hingað til Drumbeat. Á undan
okkur voru hjón, sem hétu
Dewar. Hann var einskonar
sameinaður herbergisþjónn og
hofmeistari, og konan sá um
húsið. Ég get ekki sagt, ag ég
hafi háar hugmyndir um það,
hvernig hún leysti starf sitt af
hendi, þótt hún hefði tvær
stúlkur úr þorpinu til aðstoðar!
Hér var allt í subbuskap og
svínaríi, þegar við komum, það
get ég sagt yður. Ekki svo að
skilja, að Sam hafi verið neinn
glæsilegur þjónn fyrir hann. Það
brá fyrir brosi á andliti Mörthu.
— Hann er ekki af þeirri gerð-
inni, sem dubbar sig upp í kjól
og hvítt. En hann hugsar vel um
jörðina og húsin, það er öruggt
mál, og Sir John hafði aldrei
ástæðu til að kvarta undan
neinu hér.
— Það þykist ég vita, frú
Hart. En við erum komnar að-
eins út fyrir efnið. Hún hallaði
sér fram á stólbríkurnar og
horfði beint í augu hinnar kon-
unnar. — Ég hef á tilfinning-
unni, að yður sé návist mín hér
á móti skapi. Eldri konan ætl-
aði að fara mótmæla, en Adri-
enne hélt áfram: — Nei, leyfið
mér að tala út. Ég ásaka yður
ekki fyrir þá tilfinningu. Hún
er fullkomlega eðlileg. En það
myndi kannske hjálpa nokkuð,
ef ég geri grein fyrir aðstöðu
minni í þessu máli. Adrienne
þagnaði til að kveikja sér í síg-
arettu aftur. Ráðskonan ók sér
órólega í stólnum.
— Þér þurfið ekki að gefa
mér neina skýringu, ungfrú
Blair.
— Nei, en ég held að það væri
báðum auðveldara, ef við kom-
um beint framan að hlutunum
og sýnum hreinskilni. í fyrsta
lagi hef ég ekki hugsað mér að
skipa stranglega fyrir og gera
mikinn mun á húseiganda og
þjónustufólki. Ég ætla ekki að
blanda mér inn í það, hvernig
þér hugsið um húsið. Það er að
fullu og öllu yðar mál! Með því
skilyrði, að þér haldið áfram að
sinna um það á sama hátt og
þér gerðuð fyrir Sir John, eftir-
læt ég yður með mikilli ánægju.
Ég hef andstyggð á slóðaskap,
frú Hart, en eftir því sem ég hef
hingað til séð af Drumbeat, held
ég ekki, að neitt okkar þurfi að
hafa áhyggjur af því. Hún leit
snöggt á málverkið. — Sir John
giftist ekki, af því að hann elsk-
aði móður mína. Eftir því, sem
herra Dallas sagði mér, lítur út
fyrir, að þegar móðir mín gift-
ist bezta vini Sir Johns —
föður mínum — hafi Sir John
helgað viðskiptamálum líf sitt,
og eftir því, sem ég bezt veit
hittust þau ekki aftur. En hann
gleymdi henni greinilega aldrei,
því í fyrri erfðaskrá sinni hafði
hann eftirlátið móður minni all-
ar eignir sínar. Hún dó fyrir átta
árum, án þess að vita um dán-
argjöf hans. Sir John hlýtur að
4o. tbi. VIKAN 31