Vikan - 05.10.1967, Síða 39
^úklega.. notale&a
Þetta er nýja Philips rafmagnsrakvélin með
þremur kömbum. Atján hárskörp blöð
leggjast mjuklega að húðinni og snúast í
5000 hringi á mínútu. Þau gefa mjúkan
og notalegan rakstur. Rakstur fyrir daginn.
Þægilega. A mettíma. Skoðið þessa nýju
rafmagnsrakvél. Reynið hana.
Þér getið neitað yður um flest
annað en góða rakvél -
Philips rafmagnsrakvél
Aðrar tegundir af Philips rafmagnsrakvélum ætíð fáanlegar
sekur. Að minnsta kosti þótti
honum sem málið hefði ekki ver-
ið upplýst nægilega.*
Kvöld nokkurt, þegar hann
sat heima, hringdi hjá honum
síminn. Rödd ókunnugs manns
sagði:
— Ég aðvara yður, Russel lá-
varður. Skrifið ekki þessa bók.
Það er ekki að vita hvað því
kann að fylgja.
Þegar Russel lávarður spurði
hver talaði, var honum aðeins
svarað með hlátri. Síðan var
lagt á.
Símaógnanirnar gegn lávarð-
inum héldu áfram. Ókunni mað-
urinn var vanur að hringja seint
að kvöldi, og hverju sinni neit-
aði hann að segja hver hann
væri. Að lokum sneri Russell lá-
varður sér til lögreglunnar. Og
til að fá að vera í friði varð hann
sér úti um nýtt, leynilegt síma-
númer.
Að lokum tókst lögreglunni að
þefa uppi þann, sem hringt hafði.
Það var Peter Alphon, sá sem
fyrstur hafði verið grunaður um
A 6-morðið. Hann hafði setið í
fangelsi tíu daga nokkrum vik-
um áður en Hanratty var grip-
inn.
Ástæðan til að lögreglan grun-
aði hann, var að hann hafði bú-
ið á Vienna Hotel í Lundúnum.
í herbergi nokkru þar fundust
mörg tóm skothylki í tösku. Skot-
hylkin voru talin vera úr morð-
vopninu. Alphon harðneitaði að
hafa komið nálægt glæpnum, og
þegar honum að lokum tókst að
koma fram með fjarvistarsönn-
un — hann fullyrti að hann hefði
verið hjá nokkrum kunningjum
sínum nóttina, sem morðið var
framið — varð ekki hjá því kom-
izt að sleppa honum.
Ástæðan til þess, að grunur lög-
reglunnar beindist þá að Han-
ratty, var sú staðreynd, að einn-
ig hann hafði búið á Vienna Ho-
tel.
f vor leið var Peter Alphon
ákærður fyrir símaógnanirnar
gegn Russel lávarði. f maíbyrjun
átti að leiða hann fyrir dómstól.
En hann mætti ekki við réttar-
höldin.
Þess í stað hafði hann farið til
Parísar. Föstudaginn tólfta maí
í vor hringdi hann í frönsku
blöðin og fréttaritara ensku blað-
anna í borginni og sagði:
— Ég hef fram að færa til-
kynningu, sem veírja mun ó-
hemju athygli. Þið eruð vel-
komnir á blaðamannafund á hó-
telið, þar sem ég bý, klukkan
þrjú síðdegis.
Fréttin um blaðamannafundinn
náði líka til Scotland Yard. Þeg-
ar blaðamennirnir komu á vett-
vang um þrjúleytið, voru því
tveir enskir leynilögregluþjónar
meðal þeirra. Þeim var vísað inn
í herbergi, þar sem flöskur stóðu
á borði, og fengu sér að drekka
meðan þeir biðu þess, að Alphon
sýndi sig.
Að lokum kom hann, klæddur
snyrtilegum, ljósum fötum. Hann
settist á stól, kvaddi sér hljóðs
og mælti:
— 1962 var James Hanratty
hengdur fyrir A 6-morðið. Hann
var líflátinn saklaus. Það veit ég
með vissu, því að sjálfur er ég
morðinginn. Það var ég sem
skaut John Gregsten til bana og
særði Valerie Storie.
Blaðamönnunum hefði ekki
brugðið meira, þótt sprengju
hefði verið varpað á meðal
þeirra. Mennirnir tveir frá Scot-
land Yard voru iðnastir við að
skrifa hjá sér. Þegar mesti æs-
ingurinn var um garð genginn,
fór Alphon að segja sína ótrú-
legu og hræðilegu sögu.
— Ég gerði þetta fyrir pen-
inga, sagði hann. — Ég fékk
fimm þúsund pund fyrir þetta
hjá manni noklcrum, sem ég
nefni ekki. Við getum kallað
hann herra X.
Við hittumst í fyrsta sinn 1959
á krá í Lundúnum. Þá kom í ljós,
að skoðanir okkar voru líkar um
margt. Meðal annars sýndi sig,
að okkur þótti báðum skömm að
því, hve margt gift fólk heldur
framhjá. Og hvað það snertir er
ég enn sama sinnis; mér geðj-
ast ekki að þeim siðferðilega
slappleika, sem einkennir þjóð-
félagið nú á dögum.
Það var herra X, sem fyrst
minntist á John Gregsten við
mig. Hann sagðist vita, að Greg-
sten héldi framhjá með stúlku,
sem ynni með honum. Dag einn
sagði herra X við mig:
— Fyrst þú ert svona dugleg-
ur, ættir þú að geta látið hann
hætta þessu?
— Ég get næstum hvað sem
er, svaraði ég.
— Til dæmis notað skamm-
byssu?
— Auðvitað, það er enginn
galdur.
Síðan fór hann að tala um
peninga, bauð mér fimm þúsund
pund og afhenti mér þau. Þau
voru lögð inn á reikninga mína
í fimm eða sex bönkum í októ-
ber 1961, nokkrum mánuðum
eftir að morðið var framið.
Maðurinn sem útvegaði mér
skammbyssuna var Charles
„Dixie“ France, sem líka var
kunningi James Hanrattys. Hann
afhenti mér byssuna um viku
fyrir morðið. hafði aldrei
skotið áður og neyddist því til
að æfa mig dÍHtið. Ég skaut
nokkrum skotum, og lét Dixie
hirða tómu skothylkin.
Á morðdaginn, tuttugasta og
annan ágúst 1961, horfði ég fyrst
á hundaveðhlaup í Slough. Það
40. tbi. VIKA'N 39