Vikan - 05.10.1967, Blaðsíða 44
Skúlaritvélin
heitir
BROTHER
Létt, i'alleg, sterk. 44 lyklar,
ásláttarstillir, svart og rautt lit-
arband, stálkápa og leðurlíkis-
taska. Sjálfskipting á litarbandi.
Lykill í borðinu leysir út ef tveir
eða fleiri stafir festast uppi.
Fullkomnasta, fallegasta og ódýrasta skóla- og ferðaritvélin á markaðinum.
ábyrgð. Verö Kr. 2750-
ORGARFELL HF-
Skólavörðustíg 23.
vinnu. Þú lærir aldrei nóg. Hvað
finnst þér um snjóinn?
Hann hló. — Ég hef svo sem
aldrei séð neitt aðlaðandi við
hann, — en snjókornin verða að
vera lífleg.
— Klukkan á veggnum sló tvö
högg. Hann leit upp. Nánast
hræddur. — Hvað er þetta sagði
hann, — er klukkan orðin svona
margt?
Hann stóð upp.
— Ertu að fara?
— Já, ætli það sé ekki bezt.
Ég veit ekki, hvert ég er að fara,
en kannske geri ég hreint fyrir
mínum dyrum. Það er líklega
bezt.
Gamla konan sagði ekkert, en
fór inn í herbergi sitt. Hún kom
aftur með nokkra peningaseðla,
og stakk þeim í lófa hans. — Ég
veit ekki hvort þú þarft þetta en
kannske geta þeir hjálpað þér,
— kannske ekki. En þú lítur út
fyrir að þarfnast þeirra.
Hann horfði til skiptis á hana
og peningana. Hann átti ekki
orð til.
— En það væri gaman ef þú
kæmir einhvern tímann aftur og
heilsaðir upp á mig, sagði hún.
Hann kinkaði kolli. — Það
var reglulega gott að tala við þig,
sagði hann um leið og hann sneri
sér við. Þú ert eina manneskjan
sem ég hef talað við lengi og
eina manneskjan, sem nokkurn
tíma hefur skilið mig.
Þegar gamla konan hafði lok-
að dyrunum á eftir honum, hristi
hún sorgmædd hvítt höfuðið. —
Að heyrnartækið mitt skuli hafa
bilað, sagði hún við sjálfa sig, —
ungi maðurinn hafði svo mikið
að segja, og ég heyrði ekki orð.
Dick Van Dyke
Framhald af bls. 7.
Broadway, fyrir sjónvarpsþætti
sína og síðast en ekki sízt fyrir
Mary Poppins, eins og flestir vita.
Fyrir um það bil fjórum órum
voru þau hjónin viðstödd brúðkaup,
sem snart þau djúpt. Brúðhjónin
voru vinir þeirra og Marge og
Dick komust við af helgi þessarar
stundar og alvöru skuldbindingar-
innar milli þessara tveggja mann-
vera.
Nóttina þar á eftir sátu þau, töl-
uðu saman og rifjuðu upp gamlar
minningar, fram undir morgun, —
(það var raunar ekkert ný bóla,
þau eiga það ennþá til að sitja
masandi mestan hluta nætur).
Á þessum árum hefur verið ná-
in vinátta milli Van Dyke hjónanna
og prestshjónanna Carolyn og
Charles Tucker Brown. Brown hefur
lengi verið þekktur æskulýðsleið-
togi. Marge og Dick sögðu séra
Brown frá brúðkaupi sínu, sem þau
líktu við það að vera gefin saman
i hjónaband í einum af sýningar-
gluggunum hjá Macy, og þau sögð-
ust alltaf hálf skammast sín fyrir
það.
— Hversvegna endurtakið þið þá
ekki þessa athöfn, á þann hátt sem
ykkur langar til? spurði séra Brown.
Um það leyti sem Marge og Dick
áttu átján ára brúðkaupsdag, fluttu
prestshjónin til San Francisco, þar
sem séra Brown fékk betra brauð.
Marge og Dick söknuðu þeirra mik-
ið og ákváðu að fara í heimsókn
til þeirra, og í beinu framhaldi af
þeirri ákvörðun, datt þeim í hug
að láta séra Brown gefa sig sam-
an að nýju. Nú þurftu þau ekki að
fá neitt gefins. Séra Brown fram-
kvæmdi athöfnina í kirkju, sem
söfnuður hans átti.
— Þetta var dásamleg stund, nú
skildi ég alvöruna, sem þetta heit
felur í sér, sagði Marge.
Dick kinkaði kolli samþykkjandi,
en gat svo ekki setið á strák sín-
um. — Það bezta er, að nú kemur
ekkert mér á óvart, ég vissi, að
hún hrýtur . . .
— Og ég vissi að hann æpir
upp úr svefni, sagði Marge. — Við
hefðum gjarnan viljað að börnin
hefðu verið viðstödd í kirkjunni,
sagði Marge, — en við vildum vera
ein á brúðkaupsferðinni.
Þegar þau komu heim til sín,
var það glaðvær hópur, sem tók
á móti þeim.
Eldri börnin sögðu, eftir að þau
höfðu virt foreldrana fyrir sér, að
þau gætu ekki séð neina breytingu
á þeim, en Carrie Beth, sem er
fjögurra ára og nútímabarn, sem
hefur heyrt allt mögulegt um hjóna-
bönd og hjónaskilnaði, sagði: — Eg
elska ykkur bæði, og ég er voða
fegin að þið komuð aftur heim tii
að búa með okkur.
Van Dyke hjónin eru ekkert að
hvetja vini sína til að gera slíkt
hið sama, en þau eru mjög ham-
ingjusöm.
— Og svo er þetta töluvert ódýr-
ara í annað sinn, þá þarf maður
ekki að kaupa leyfisbréf, segir
Dick . . ☆
Svona fer allt...
Framhald af bls. 15.
honum. Oft hafði hann komið
iil hennar eins og barn, stundum
bar svo lil enn. Þann Björnson
elskaði hún. Eitt sinn sem oftar
var hún gestur hans, er hann
hafði um sig hirð aðdáenda,
blöskraði henni þá sjálfsdýrkun
hans og sagði: „Þarna situr þú
Björnson og ert hrærður af eig-
in ágæti og mikilleik!"
Árið 1867 kom út eftir hana
smásaga — Saga ömmu minnar
-— í safnriti, sem norskir höf-
undar stóðu að. Hún vakti geysi-
lega athygli. Taldi Björnson —
og raunar allir, sem til þekktu
— að söguhetjur væru hann og
skáldkonan sjálf. Sagan fjallar
um 33 ára gamla ekkju, 'sem
tryllist af lífsást, er hún verður
á vegi ungs manns. Lýsingin
kemur vel heim við Björnson.
hér eru þrædd samtöl, kafli birt-
ur úr bréfi, ástarfari lýst. f trún-
aðarbréfum, sem birt eru áratug-
um síðar, játar hún, að sagan sé
þeirra, sönn frásögn um samband
þeirra. —- Björnson trylltist við
bersöglina, varð um hríð svarinn
andstæðingur hennar.
Stórskáldin norsku hlutu að
skyggja á frú Thoresen. Hún gaf
út fjölda bóka, og nutu sumar
þeirra mikilla vinsælda. Nokkuð
IA /l/^Nfl^ 1' -
ISKARTGRIPIRl
SIGMAR & PÁLMI Hverfisgötu 16A, sími 21355 Laugaveg 70 - Sími 24910 . 1 i
44 VIKAN 40- tbl-