Alþýðublaðið - 14.02.1923, Side 1

Alþýðublaðið - 14.02.1923, Side 1
1923 Húsnæðisleysið. Alnif luisai>yggiuganíiií. Áhrifin til gagnsemdar iyrir bæjarfélagið og landið í heild sinni af þessum húsabyggingum myndu bráðlega koma í ljós, en þó verður að gera sér þau í hugarlund iyrir fram, svo að girt sé (yrir þann ótta, sem hætta er á að kviknaði, ef menn væru í óvissu um það. Fyrstu áhrifin myndu verða þau, að húsaleiga í bænum lækk- aði niður í það að samsvara leigumála þessara húsa bæjarins, því að í stað eftirspurnar eftir húsnæði, sem nú er., myndi koma framboð á því. Þá myndi leiga bæjarhúsanna ráða leigu- mála alveg eins og nú ræður hon- ura byggingarkostnaður þeirra húsa, sem bygð voru árið 1920, á hámarki dýrtíðar. IÞau eru uú yfirleitt leigð svo, að þau ekki standast öllu lægri leigu, en vegna eftirspurnarinnar er auð- velt að fá iyrir ódýrari hús jafn- háa Ieigu. Við þessa fyrirsjáanlegu lækk- un á húsaleigu, líklega frá 600 til 1200 kr. á ári hjá hverjum leigjandi heimilisföður, mundi fjárhagur þessara manna batna stórkostlega. Það myndi fyrst og fremst hafa það í för með sér, að gjaldþol þeirra til bæjar- þarfa yxi yfirleilt að sama skapi, A því er bænum hin mesta þörf, því að nú er svo komið, að varla er ur,t að fá hjá gjaldend- um fé til allra nauðsynlegustu framkvæmda, En jafnframt myndi vellíðan fólksins geta aukist mjög. Þá myndu húsabyggingarnar bæta stórum úr atvinnuleysi því, sem nú ríkir langa tíma úr ár- inu. Hagur allra byggingaverka manna myndi stórbatna og þar með enu aukast gjaldþol og Miðvikudaginn 14. febrúar. kaupgetá í bænum. Það myndi og stuðla að því að halda kaupi almentnægilega háu til að byrja með, því að eftirspurn myndi verða eftir vinnukrafti, en þegar frá liði, yrði hægra en nú er að verða við kauplækkunar- kröfum. Ættu kaupmenn og at- vinuurekendur einkum að hug- leiða þetta. Enn er ótalíð það, sem jafnvel er allra mest um vei t, að þessar húsabyggingar myndu verða til þess, að ekki þyrfti lengur að nota til íbúðar ýmsar holur, sem ails ekki ætti að þola að menn hefðust við í. Það myndi bráð- lega verða til þess, að heilsufar bæjarbúa batnaði stórkostlega yfirleitt. tessar húsabyggingar myndu þáunig fyrir utan það að bæta úr húsnæðisleysinu, sem eitt er nægilegt til þess, að sjálfsagt er að ráðast í þær, lækka húsaleig- una og þar af leiðacdi dýttíðina- bæta afkomu manna og auka velliðan þeirra, efla fjárhag bæj- árfélagsins, draga úr atvinnuleysi og efla og bæta heilsurárið í bænum. Hvert eitt þessara atriða út af fyrir sig er nægt til þess að sjálfsagt er að ráðast f þettá fyrirtæki. Á móti því hafa aftur komið fram tvær mótbárur aðallega. Önnur er sú, að fjöldi einstakra manna, sem nú eiga annað hvort of dýr hús eða taka ot háa leigu, myndi tapa stórfé, beint eða óbeint, því að sumir myndu missa hús sín at því, að þau borguðu sig ekki, en aðrir verða að fara að leggja eitthvað annað fyrir sig en að vera húseigendur og lifa á okurleigu. Við þessari mót- báru er því að svara, að það kemur ekki til mála að láta hag einstakra manna sitja í fyrirrúmi fyrir hag heildarinnar, og í annan stað, að úr vandræðunum greið- ist ekki, nemá eitthvað af hinu uppspunna verðmæti, sem veldur 35. tölubláð. Eignist Tíyeiiliataranii. Á- skriftum veitt móttaka ísíma 1269. Fundur verður haldinn f Reykjavíkur- deild Hins íslenzka prentarafé- Iags í kvöld, 14. febrúar, kl. 8 i B á r u b li ð (uppi). Áríðandi er, að allir félagar sæki fundinn.— Nemar og prent- smiðjukonur velkomin. S t j ó v n i sso þeim, tapist, og einhvers staðar verður það að koma niður. Svo er ekki sem menn séu dauðir. þótt þeir fari á hausinn. Það þurfa menn að læra að vita. Hin mótbáran er sú, að et bætt sé úr húsnæðisleysinu hér í bænum, þá muni jafnvel allur landslýður flykkjast hingað. Þetta er alveg fráleitt, því að allir sjá, að enginn getur lifað á því að leigja húsnæði, og engir myndu vilja kaupa sér hús hér, maðan þáu væru að falla. Annars er víst, að með góðri stjórn gæti Iifað hér mörgum þúsundum fleira en gerir. Og ekki á Reykja- vík ein að annast um að halda fólkinu í sveitum, ef sveitirnar geta það ekki sjáfar. Lciðréttingar á rangfærslum þeim, viljandi eða óvifjandi, sem f gær birtust í »Vísi< og »Morg- unblaðinu< áhrærandi prentvinnu- teppuna og prentun »Alþýðu- blaðsins<, geymir »AlþýðubIaðið< sér, þar til samkomulagstilraunir þær, er nú er verið að gera, eru um garð gengnar. Rétt mál þola bið. AðVins skal þess getið, að all- ur útreikningurinn í »Vísi< er ramvitlaus, og skal það síðar sýnt,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.