Alþýðublaðið - 14.02.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.02.1923, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐ.UBLAÐIÐ Skattaframtalið. Friuntali til skatts á að vera 'okið á fimtudaginn í þessari viku, og skulu þá skattskýrslur vera komnar útfyltar og undir- skrifaðar á skattstofuna á Lauf- ásveg 25. Má leggja þær í bréfa- kassa við dyrnar. Afgreiðslutími á skattstoíunni er frá kl. 1 til 4 daglega og reyndar líka frá 10 til 12 f. h. þessa síðustu daga þangað til fresturinn er útrunn- inn, og eru þá veittar leiðbein- ingar eftir því sem ráðrúm leyfir við útfyllingu skýrslnanna. Menn ættu sem mest að reyna að fylla út skýrslur sínár sjálfir, þvf að skattsto'an kemst auðvitað ekki yfir það alt á sfðustu stundu. -- Ekki dugar að s-kila skýrslunum auðum. Ef ekki eru eignir eða tekjur, þá verður að skrifa ein- hvers st ðar á skýrsluna réttar upplýsin ar um hvernig fram- telj mdinn fái viðurværi. Óundir- skrifaðar skýrslur eru ekki teknar trúanlegar. — Sjómenn, hjú og aðrir sem fá frítt fæði eiga að setja hvað lengi af árinu þeir hafa haft það, eins og skýrslan segir til. Húseigendur verða að skúfaskýrt götunúmer á húseign sinni, en virðingarverðið þurfa þeir ekki að setja. — Yfirleitt er vandalaust að fylla út skýrsl- una ef menn lesa hána vel. C. Þingmálafundurinn á Akurejri. (E'tir sfmtali). Morgunblaðið gat fyrir nokkru um — og Vísir át það eftir þvi, — að fámennur og ómerki- legur þingmálafundur hefði verið haldinn á Akureyri, í kjördæmi Maguúsar Kristjánssonar lands- verzlunarforstjóra, og hefði þar þá verið samþykt að leggja niður Landsverzlunkta. Eins og vænta mátti, eru þetta ósannindi fr’á upphafi til enda. Fundurinn var mjög fjölmennur, troðfult samkomuhús bæjarins, og voru þar gerðar margar og merkar ályktanlr um landsmál, allar gersamlega á móti auðvalds- stefnu Víds og Morgunblaðsins. t. d. víttar aðgerðir síðasta þings í bannmálinu og samþykt að herða á banniögunum. Vítt und- anlátssemi ríkisstjómar gagnvart íslandsbauka og heimtuð nákvæm rannsókn á tryggingum þeim, sem bankinn hefði gefið fyrir ríkis.*jóðslániuu til hans, og sam- þykt, að landið ætti ekki að gerast hlu hafi I þeim banka. Ennfremur krifist stórum skarp- ara eftirlits með því, að embætt- ismenn landsins gerðu skyldu sína. Loks var samþykt að skora a alþingi að hlynna sem mest að öllum ríkisrekstri, sem arð- vænlegur væri fyrir landið, þar með talin Landsverzlunin með tóbak og steinolíu, og enn frem- ur, að sá innflutningur, sem yrði á vfnum tii lyfja og iðnaðar, yrði lagður undir þá sömu verzlun. Vísir og Morgunblaðið ættu að birta fundargerðiná og biðjast afsökunar, þegar þeu eru þannig enn einu sinni staðin að opin- berum ósannindum. Askorun. Ut af því, sem stendur í »Vísi« í gær, að >Alþýðublaðið« háfi »hallað mjög réttu málit í frá- sögnum sínum um »prentaraverk- fallið«, sem hann kallar svo, þótt réttara sé að kalla það verkbann, skora ég hér með á ritstjóra blaðsins að segja til, í hvaða atriðum það hafi átt sér stað. Geri hann það ekki skýit og skorinort, verður að líta svo á, sem er, að þessi orð hans séu staðlausu stafir og moldviðri f augu almennings. 13. febrúar 1923. Hallbfórn Hálldórsson. Erlend símskeyti. Khöfn, 12. febrúar. Deflan við Tyrki. Frá Lundúnum er sfmáð: Her- stjórinn í Smyrna og foringj- arnir á herskipum bandamanna hafa orðið ásáttír um að láta Signrðnr Magnnss. læknir frá Patreksfirði, tekur að sér alls konar tannlækningar og tunnsmíðar. Til viðtals á Upp- sölum frá io1/^ —12 og 4—6. Sími 1097. Nýja Ijósinyndastofan í Kirkjustræti 10 er opin sunnud. 11 — 4, — alla virka daga 10 — 7. Komið og reynið viðskiftin. Verðið hvergi lægra. Þorleifur og OsJcar. Á Bergstaðastíg 2 sr ódýrast og bezt gert við skófatnaÖ (bæði leður og gummi). , Ingibergur Jónsson, sitja við svo búið, þar til deilan um dvalarleyfi skipanna hefir verið útkljáð miili stjórnarvaldi ríkjanna. Þingið (brezka) kemur saman á morgun til þess að kveða á um stefnuna í utan- ríkismálunum. Verðtalan þýzka. Frá Berlín er símað: Verð- talan þýzka fyrir febrúar er 5967. lltintgcn er látinn. Nanð ungarráðsta fanlr Frakka. í’regnir frá Dusseldort stað- festa það, að Frakkar eetli sér að neyða Þjóðverja til þess að kaupa óunnar vörur franskar, og sé jafnframt bannaður allur útflutningur úr tökusvæðunum til annara hluta Þýzkalands. Fiimar og áfcngisbannið. Frá Helsingfors er símað:' Þingið hefir felt frumvarp um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengismálið. Frakkar viðurkenna ráð- stjórnina. Frá París er símað: Frönsk íjármálanefnd leggur í dag af stað til Rússlands. Búist er við, að Frakkar viðurkenni bráðiega ráðstjórnina rússnesku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.