Alþýðublaðið - 14.02.1923, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 14.02.1923, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Níu tíma vinnan. „Vísir" segir í gær, að prent- smiðjueigendur hafl tjáð sig fúsa til samninga um lenging vmnu- tímans úi 8 stivndum upp í 9 og að kaupið lækkaði há ekki nema um 10%. Þetta er ekki réft, því að eftir tilboði þeirra átti kaupið eft’r sem áður að lækka um 20 % miðað við 8 tíina, en hins vegar voru prentarar skyidaðir að bæta við einni vinnustund og þó lakar boi gaðri en hinar 8. Annars liggur í augum uppi, að prentara'r geta aldrei fallist á að lengja vinnu- tímann upp úr 8 stundum, eftir að þeir eru búnir að berjast fyrir þeirri kröíu í 22 áir, áður en þeir fengu hsnni framgengt, enda er ó^ýut, að prentsmiðjurnar heíðu nokkuit gagn af því. Hitt er víst, að það myndi þá auka atvinnu- leysi meðal prentara, sem ekki er á bætandi, auk þess sem sömu ástæður allar mæla á móti leng- ingu, sem mæla með styttingu, ,svo sem óhollusta af vinnunni. Vinnutímalenging getur því ekki komið til mála, þótt stórfé væri í boði. Aöalf undu r P. M. F. B. verður haldinn fimtudaginn 15. þ. m. í ÞÍngholtsstraeti 28 kl. 9 síðd. Formaðurinn. Nn er hver síðastur! Vegna sífjölgandi áskorana, verða Spánsk- ar nætur leiknar í Iðnó fimtudaginn 15. febr. kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í íðnó í dag og á morgun frá io — 1 og eftir 3 báða dagana. Um daginn og veginn. Álþýðuflokksmeun! Látið uð öðru jöfnu þá sitja fyrir viðskift- um ykkar, sem auglýsa í ykkar eigin blaði! Kauiiendatölu „Aiþýðublaðs- ins“ ætti „Morgunblaðið'* að tala sem allra minst um, ef því er ekki ant um að lrún aukist mjög hratt. fað er ekki ómögulegt, að það gæti oröið til þess, að vekja menn til umhugsunar um, hvort peningum geti ekki verið betur varið en svo að eyða 24 kr. á ári fyrir lygi, blekkingar og rugl, þótt sæmíleg skáldsaga fylgi — stundum. H. P. D uus heflr keypt bs. Vínland af fyrri eigendum þess fyrir 250 þús, að sögn. Kolbeinn Sigurðsson (áður stýrimaður á 8kallagrími) veiður skipstjóri. Edgar ítice Burroughs: Tai’zan snýr aftur. Meðan Clayton leitaði kallaði hann sífelt nafn stúlkunnar, en það hafði að eins þann árangur, að Númi, Ijónið, fór á kreik. Til allrar hamingju sá maðurinn skrokk hans, og gat klifrað upp i tté áður en hann kamst í stökkfæri. Þetta stöðvaði leitina um kvöldið, ,því ljónið gekk lengi fram og aftur uudir trénu. Clayton þorði jafnvel ekki að renna sér niður úr trénu eftir að ljónið vár farið og dvaldi kyr í því um nóttina, illa á sig kominn áf ótta. Morg- uninn eftir hélt hann til strandarinnar vonlaus um að að sjá Jane Porter aftur. Thuran hrestist næstu viku. Lá hann í skýlinu, en Clayton veiddi handa báðum. Aldrei töluðu þeir saman, nema nauðsyn krefði. Clayton hélt nú til í þeim hluta tjaldsins, er Jane hafði áður haít. Hann sá ekki Rússann nema þegar hann færði honum vatn eða mat. þegar Thuran komst á ról, veikt.ist Clayton. Dögum saman lá hann með óráði og þjáningum, en Rússinn kom aldrei tíl hans. Bretinn hefði ekki getað etið, en þorstinn kvaldi hann. Á milli kastanna gat hann skreiðst að læknum einu sinni á dag og fylt könnu er verið hafði í björgunar- bátnum. Thuran horfði á hann á meðan með illgirnislegii ánægju — hann virtist gleðjast verulega af þján- ingum mannsins er hafði gefið honum þaÖ bezta er á boðstólum var þegar hann kvaldist af sama sjúkleika. Loks varð Clayton svö máttfarinn að hann komst ekki niður stigann. Einn dag þjáðist, hann af þorsta án þess að biðja Rússann ásjár, en þegar hann þoldi ekki lengur við bað hann Thuran að sækja sér vatn. Rússinn kom í gættina á skýii Claytons með vatn í skál. Djöfullegt glott lék um varir hans. jjHérna er vatn“, sagði hann. „En ég vil minna þig, á að þú rægðir mig við stúlkuna — að þú hélzt henni hjá þór og vildir ekki Ijá mór —“ Clayton greip fram í. „Pegiðul* æpti hann, „Þegiðu! Hvaða erkihundur erlu að blanda heið- virðri stúlku, sem við hyggjum dauða, inníþetta! Tarzaii'Sðgurnar eru beztar! Tarz&n seldist upp á rúmum mánuði. Hann er nú í endurprentun. Yerð 3 kr. Stærð á 3. hundrað síður. Tavzan snýr attur er í prentuu. Yerð 3 kr. og 4 kr. betri pappír. Sama stærð og Tarzan. Áskriftum veitt móttaka á afgieiðslu A1 þý ð u b 1 aðsins, Reykjarík. Av. Verið ekki of seinir! Bækurnar sendar frítt gegn póstkiöfu, séu (minst 5 eintök pöntuð i einu, — Sláið ykkur saman.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.