Vikan


Vikan - 22.04.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 22.04.1970, Blaðsíða 25
> Það hefur mikið verið um það talað að íþróttamenn séu meira og minna út- troðnir af hormónalyfjum og öðrum örvandi lyfjum, til að ná sem beztum árangri. Hér leysir einn frá skjóðunni, kringlukastarinn Ricky Bruch. Fyrir utan þær verkanir, sem hér hafa verið taldar, geta hormónagjafir orsakað margs konar truflanir og sjúkdóma, bæði á blóðmyndunar líffærum og beinabyggingu. Og þær geta orsakað ófrjósemi! Ricky segist reyndar ekki hafa fundið fyr- ir því ennþá. Víðast hvar í heiminum eru hormónalyf ekki seld nema eftir lyfseðli, en sums stað- ar er þó hægt að fá þau í handkaupum. Aðal tilgangur með slíkum lyfjagjöfum, er að byggja upp fólk, sem hefur orðið fyrir áföllum af notkun annarra lyfja, eða þjáist af ýmsum sjúkdómum, til dæmis krabba- meini. Þau eru alls ekki fyrir íþróttafólk. Það eru margir íþróttamenn, sem hafa orðið fyrir truflun í beinabyggingu með því að taka þessi lyf. Vöðvarnir stækka of ört og svo óeðlilega að líffæri og bein fylgja ekki með. Ricky er alltaf undir lækniseftirliti. Einu sinni í mánuði fer hann í allsherjarskoðun. 8000 KALORIUR Ricky Bruch getiu: verið tákn þeirrar framþróunar, sem íþróttamenn verða að horfast í augu við á næstu árum. — Fleiri pillur og sprautur. Hann tekur daglega: • B-vítamin • A-vítamin • D-vítamin • kalk • járn • meltingarlyf • fitueyðandi lyf • hveitihýði Hann innbyrðir daglega um 8000 hitaein- ingar, og hann fær styrk frá frjálsíþrótta- sambandinu til þess að fullnægja þessari ógnvekjandi matarþörf. Hann hefur oft ver- ið varaður við slíku áti, það getur haft í för með sér æðakölkun, hjarta- og krans- æðastíflu og sykursýki. — Hann verður eins og fitufjall, þegar hann eldist, segja þeir, sem eru mótfallnir þessum „gerviíþróttamönnum". Til að sýna „þroska“ Rickys á síðustu sjö árum, setjum við mál hans hér: 16 ára 23 ára upphandleggur 28 54 brjóst 104 142 mitti 72 95 læri 52 80 háls 36 49 kálfi 35 49 þyngd 66 140 hæð 186 200 Hormónalyf eru í stöðugri framþróun og í Bandaríkjunum er verið að reyna að finna hormónalyf án aukaverkana handa íþrótta- mönnum. Hormónalyf, sem notuð eru til uppbygg- ingar imdirnærðu fólki, hafa nákvæmlega sömu áhrif og þau lyf, sem Ricky hefur fengið undanfarið. Ef karlhormónar eru notaðir handa kon- um, þá fá þær oft óeðlilegan hárvöxt og röddin verður dýpri. Þessar konur verða þá líkar karlmönnum í útliti. 17. tbi. VIICAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.