Vikan


Vikan - 22.04.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 22.04.1970, Blaðsíða 33
HEYRAMA (þó lægra sé látið) ÖIVIAR VALDIMARSSON Ekki voru hljómleikarnir alveg „Náttúrulausir“ — þeir Jónas Jónsson og Björgvin Gíslason æfðu tvö lög niðri í kjallara fyrr um kvöldið og fluttu þau síðan við góðar undir- tektir, þar sem þeir Sigurður og Rafn voru forfallaðir.(J) Eftir að helmingur Náttúru hafði lok- ið leik sínum birtist fyrirbærið „Com- bó Þórðar Hall“ á sviðinu og öll heila hersingin flutti eitt lag eftir Áskel Másson. Þó undarlegt megi virðast er flutningur í fullum gangi á þessari mynd — og þeir mega sko naga sig í neglurnar, þeir sem misstu af þess- ari stórkostlegu skemmtun. IUods fluttu nokkur lög, meðal annars „Bjórkjallarann“, sem Tómas Tómas- son, bassaleikari, lék á klarinett, og sálmalag í „popp-útsetningu“, nokk- uð sem þeir hefðu betur sleppt. Per- sónulcga er ég ekkert á móti því að kirkjutónlist sé poppuð, en þá verður p.ð gera það almennilega. JACKSON FIVE: Það er ekki oft sem 10 ára gamlir snáðar komast ofarlega á vinsælda- listana úti í hinum stóra heimi, en það skeði engu að síður nýlega er bandaríski kvintettinn Jackson 5 komst langt með lagið sitt „I want you back". Það var annars engin önn- ur en Diana Ross sem uppgötvaði þá og kom þeim á samning hjá Tamla Motown á miðju síðasta ári. Nú hefur þessi plata þeirra selst í tveimur milljónum eintaka og LP-plaía, sem ber nafnið ,,Diana Ross introduces the Jackson Five“ er komin á markaðinn. Diana syngur þó ekki með þeim þar, þó sumir kynnu að halda það. Frá vinstri á myndinni eru þeir Jackson- bræður: Sigmund, 18 ára; Marlon, 12 ára; Jermaine, 14 ára; Michael, 10 ára og aðalsöngvari og Toranio, 15 ára. Oðnv'rn fluttu meðal annars lagið af nýútkominni liljómplötu sinni, „Spillt- ur heimur“, en einhverra hluta vegna náðu þeir sér aldrei almennilega upp. Hitt er annað mál að fáar hljómsveit- ir eru í jafnmiklu áliti og Óðmenn eru. : Það er ákaflega erfitt að lýsa því sem „Combó Þórðar Hall“ gerir á sviðinu — enda engin ástæða til — en sennilega mætti kalla þetta „Uppákomubandið“. Þeir félag- ar eru greinilega allir miklir hæfi- leikamenn og í Háskólabíói byrjuðu þeir á að elta mann nokkurn, Jón Þórisson, leiktjaldamálara hjá LR, um salinn, bundu hann og drógu upp á svið — þar sem honum var hent út í horn, hvar hann lá í reiðileysi það sem eftir var þeirra 13 mínútna sem hver skemmtikraftur fékk til aðgerða. Húsið var sneisafullt og víða setið í stigum og göngum. Áhorfendur voru til mikillar fyrirmyndar og þó mynd- in sé ekki góð þá gefur hún sæmi- lega hugmynd um fjöldann. (Sigur- geir vildi ekki lána mér bílinn sinn í hádeginu og þessvegna segi ég að myndin sé ekki góð.) 17. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.