Vikan


Vikan - 22.04.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 22.04.1970, Blaðsíða 50
Rauða herbergið Framhald af bls. 31. Hann yppti öxlum og brosti. „Ég vil bara ekki, að neitt komi fyrir þig, Lori. Þessi slysaferð niður brekkuna átti alls ekki að þurfa að koma fyrir. Ég dáist að, hvernig þér tókst að stýra frá trjánum. Þér er ekki fisjað saman, Lori." Það var of dimmt í herberginu til að sjá, að hún roðnaði. Hann tók um hönd hennar og spurði, hvort hún væri ekki farin að venjast fólkinu á staðnum. Hún svaraði því játandi, og það þótti honum gott að heyra. Fyrir utan heyrðist glamur í bollum, og Jim stóð upp. „Reyndu nú að hvíla þig vel," sagði hann og klappaði henni á höndina. Lori langaði til að gráta. Peggy hafði beðið á meðan og Jim fór þegar í stað eins og honum stæði ótti af Peggy af einhverjum ástæðum. 10. KAFL' Eftir að hafa borðað sofnaði Lori fljótlega. Um miðnættið vaknaði hún. Það var kalt í herberginu, og þögnin orkaði þungt á hana. En einu sinni sóttu ógnvekjandi hugsanir á hana. Hvað sem Jim hafði sagt við hana, gat hún ekki varizt þeim grun að setið væri um líf hennar. Ostyrk á taugum fór hún fram úr rúminu og sveipaði náttkjólnum þétt um sig til að vérjast kuldanum. Hún hafði mikla löngun til að rannsaka húsið betur._En Aline frænka fór aldrei út fyrir hússins dyr, og Jim hafði svefnstað nálægt. Peggy var sjálfsagt í sínu herbergi en ekki var gott að geta sér til hvar Frank væri á þessum tíma sólarhringsins. An frekari umþenkjana ákvað Lori að fara niður og skoða þann hluta hússins, sem hún hefði aðgang að. Enginn gat neitað, að hún var eigandi þessa húss. Þau Aline og Jim höfðu reyndar varað hana við að vera ein á ferli í húsinu. En vildu þau ekki bara hindra hana í að sjá eitthvað, sem þeim sjálfum væri óþægilegt? Hún opnaði dyrnar gætilega og gekk hægt niður að svölunum. Á hvaða tíma sólarhringsins skyldi Mary Kensington hafa dottið yfir grind- verkið? Hana minnti, að einhver hefði sagt það vera um nótt. Meðan Jim spilaði á flygilinn. Því var svona mikilsvert, að Jim hefði á þeirri stundu verið að spila? Hver hafði heyrt það- Kanske Aline — og Frank? Kannske höfðu verið gestir í húsinu, en ekki Peggy. Hún hafði ekki komið til sögunnar fyrr en eftir dauða systur sinnar. En það var greinilega mikilvægt fyrir þau öll að staðfesta, að Jim hefði verið í músíkherberginu, þegar slysið gerðist. Lori gekk að baðherbergisdyrunum, en í því hún ætlaði að opna þær, heyrði hún í flyglinum. Leikið var Chopinlagið, sem Jim hafði fullyrt, að hann gæti ekki liðið. Af því litla, sem hún hafði heyrt Jim spila áður, fannst henni nú með- Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin Bryndís Björk Kristjánsdóttir, Tunguvegi 10, Reykjavík. Nafn .................................................... Heimili _______________ Örkin er á bls. _____________ ____________________ Vinninganna má vitja i skrifstoíu Vikunnar. 17. ferð lagsins önnur; leikið væri af meiri fínleika, eins og kvenmaður ætti í hlut. Eina manneskjan, sem lék á flygil [ Kensingston-húsinu var Aline. Lori hætti við að fara inn [ baðherbergið, staðráðin í að komast að, hvort það væri Aline, sem á flygilinn lék þetta sorglega lag klukkan eitt um nótt. Hún flýtti sér niður stigann og gegnum ganginn til dagstofunnar, en þaðan heyrðist ekkert spilað. En þögnin ein sannaði ekki, að enginn væri í herberginu. Hún lædd- ist á tánum að dyrunum að músikherberginu. Enga Ijósrák sá hún undir hurðinni. Hún snéri húninum gætilega ... í herberginu var engin sála. Hún yfirvann óttann og hljóp að flyglinum og lét fingurna renna yfir klæðið á stólnum. Það var kalt. Hafi einhver setið þar, mundi einhver hlýja sitja eftir. Það hlaut að vera annar flygill í húsinu, sem stóð svo þétt við híta- leiðslurnar, að hljóðið leiddi gegnum rörin og upp á baðherbergið á þriðju hæð. Á flyglinum lá samanvöðluðu hlutarnir tveir að Fantasi Impromtu eins og síðast, þegar hún sat þarna. Lori gekk aftur fram í anddyrið og inn í kalt, dimmt bókaherbergið, þar sem hún heyrði flygilleikinn aftur. Hún gekk rakleitt að hitaleiðslunum og ígrundaði málið. Það heyrð- ist ekki hærra þarna en á hæðinni fyrir ofan. En hún tók eftir, að nú var leikið á öðrum hraða, og að hún kannaðist ekki við lagið, sem virtist spilað eftir eyranu. Það var erfitt að láta sér detta í hug, að Aline væri að spila þetta, en það hlaut að vera hún. Þegar Lori gekk upp aftur, stanzaði hún við dyrnar að „Bláa herberg- inu" og hlustaði eftir andardrætti fyrir innan. Ekki þorði hún að drepa að dyrum eða líta inn til að sannfæra sig um, hvort Jim væri þarna inni. Hún gekk inn í baðherbergið og læsti á eftir sér. Stöðugt heyrðist spilað. Það flaug í hug henni, að það væri að vissu leyti hrífandi til- hugsun, að gömul, einmana kona skyldi spila á flygil um hánótt, enda þótt hvorki væri leikið af tilfinningu né leikni. Fljótlega hætti flygilleikurinn, og gegnum leiðslurnar barst óp, stutt og hátt, og á eftir kom veikara vein. Svo þögn. Lori hrökk ! kút af hræðslu. Fleiri hljóð heyrðust ekki, og hún læddist til herbergis síns og undir ábreiðuna. Nú gat hún gert sér í hugarlund nýja mynd af Aline: Hún væri sorg- mædd kona og leitaðist við að endurlifa æskuminningar sínar og tiI- finningaólgan yrði þá svo mikil, að hún gæti ekki annað en gefið frá sér sársaukavein. Þess vegna væri ekki undarlegt, að jafn tillitssamur maður og Jim Kensington héldi svona mikilli tryggð við Aline. Morguninn eftir, þegar Peggy kom með kaffi og ristað brauð, var Lori komin í fötin. Það leit út fyrir, að Peggy væri ekki sem ánægðust með, að Lori skyldi hafa þarfnast aðstoðar hennar. „Mér líður ágætlega og vil ekki vera neinum til óþæginda," sagði Lori. „En ég kann vel að meta hjálpsemi þína og ef þú ferð ekki alveg strax, skulum við masa saman." „En hvað þú átt mikið af fallegum fötum," sagði Peggy og virti fyrir sér Ijósgulu draktina, sem Lori var í. „Þú hefur kannske aldrei verið fátæk?" „Satt að segja hef ég aldrei reynt að skilgreina það." „Þá hefurðu aldrei verið fátæk, sem heitið getur. En ég hef oft haft áhyggjur af, hvar fá eigi mat til næsta dags. Pabbi var plötusmiður, og lítil atvinna fyrir hann í Admore. Flestir af piltunum í skólanum komu líka frá fátækum heimilum. Það var ekki um annað að ræða fyrir mig en að giftast einum þeirra og halda áfram að vera fátæk. „Því fluttirðu ekki frá Ardmore, Peggy? Þú ert lagleg og myndarleg og hefðir sjálfsagt komið þér vel áfram." Peggy andvarpaði. „Mary systir var alltaf svo lítil fyrir sér og hjálp- arvana. Og svo giftist hún Jim, og ég hélt að allt mundi þá breytast hjá mér. Og raunar var ég búin að pakka niður dótinu mínu og farin að aðgæta lestarferðir, þegar hún dó svona slysalega." „En þér bar engin skylda til að setjast hér að." „Hvað gat ég annað gert? Jim var ekki annað en skuggi af manni, hann hvorki át né drakk í heila viku. Og Aline var afarniðurbrotin. Henni hafði raunar ekki verið mikið um Mary gefið, svo ég gæti hafa haldið . . . Jæja. En ég kom hingað mest vegna Jims." „Þú kannt sjálfsagt vel við hann:" Peggy leit íbyggin á Lori. „Það kunna allir vel við hann. Ég hafði áhyggjur af, að hann ætlaði í gröfina á eftir Mary. Hann hætti til dæmis alveg að spila á flygil og hætti öllu tónlistarnámi. Etfir nokkra mánuði sá hann fram á peningaleysi, og þess vegna keypti hann þennan gamla leigubíl og leigði sér herbergi ( þorpinu. Og honum tókst að bjarga sér fjárhagslega, — með smáhjálp frá Aline." „Hefurðu tekið eftir, að hann og Aline tala mikið saman, sérstaklega þegar þau eru ein?" spurði Lori. „Hefurðu líka tekið eftir því?" spurði Peggy á móti og góndi á hana. „Næstum daglega eru þau ein inni í herbergi Aline, stundum klukku- tímum saman. Ég hef aldrei komið inn í herbergið hennar. Þau hafa sjálfsagt um sitthvað að tala." 50 VIKAN 17- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.