Vikan


Vikan - 02.07.1970, Side 18

Vikan - 02.07.1970, Side 18
SVONA ER UNGA FÖLKIÐ „Bezt að vera fyndinn eða gáfaður.“ „Rómantísk ás er næstum því drukknuð í peningaflóðinu 18 VIKAN 21 ■tbl- t það væri bara engin ástæða til þess — og nokkrir þeirra sem vildu láta opna það sögðu það nauðsyn- legt til að veita íslenzka sjónvarpinu samkeppni — því veitti ekki af. Einn var heitur út i Keflavíkursjónvarpið og sagði að það væri „lágstéttafóður og verka- og hermanna- slor“! Annar sagði Keflavíkursjónvarpið hafa haft „svo slæm áhrif á menningu íslendinga að ég tel ekki einu sinni ástæðu til að ræða það — og hvað þá þann möguleika að opnað verði fyrir það á nýjan leik.“ En þessi virðist vera ágætis dæmi um fjöldann: „Keflavíkursjónvarpið hafði að mínu áliti ekki slæm áhrif á menningu íslendinga þótt óneitanlega hafi einstaka íslendingur orðið fyrir óæskilegum áhrif- um. Ég sé samt ekki ástæðu til að opna það á ný.“ Og af Suðurnesjum fengum við þær upplýsingar í bréfi að þau þar vissu nú ekki betur en að það væri opið enn! 34. Hvað af eftirfarandi hefur mest gildi í augum þínum: Að vera fyndinn, hugdjarfur, gáfaður, við- kvæmur, kaldur, heiðarlegur eða rómantískur? Þetta skiptist geysilega, en þó voru flestir sem vildu vera heiðarlegir (77). Mjög margir tilnefndu fleira en eitt sem þeir vildu láta ríkja nokkuð í sínum per- sónuleika, og skal það talið upp hér á eftir: Gáfaður (27), hugdjarfur (14), fyndinn (13), rómantískur (6), kaldur (3) og viðkvæmur (2). Níu sögðust ekki geta ákveðið neitt í þá áttina, sex vildu helzt vera þetta allt í einu. Ein kvað það fyrir mestu að vera mann- eskja, annar vildi hafa húmor, sá þriðji vildi einfald- lega vera hamingjusamur, sá fjórði kvað einfaldleik- ann hafa mest gildi í sínum augum, sá fimmti vildi hafa ímyndunarafl og sá sjötti vildi vera hvorki meira en minna en almáttugur! Ein tók það fram að hún vildi helzt „ . . . vera gáfuð. Gáfuð manneskja hlýtur að hafa vit á glettni, viðkvæmni (næmleika), heiðarleika, rómantík og ýmislegu öðru sem nauðsynlegt er,“ og annar taldi „bezt að vera fyndinn eða gáfaður. Það er ekkert varið í að vera viðkvæmur, kaldur eða hugdjarfur og að vera heiðarlegur veit ég ekkert um því ég hef aldrei kynnzt svoleiðis fólki.“! 35. Hverjum, sem þú þekkir úr heimi lista, stjórn- mála- eða atvinnulífs, bókmennta, sjónvarps eða kvik- mynda, vildir þú helzt líkjast? a) Innlendum? b) Er- lendum? í stað þess að nefna einhver nöfn, skrifaði yfir- gnæfandi meirihluti á blaðið: FÁRÁNLEG SPURN- ING! og bættu gjarnan við: „Ég tel mig nægilega sjálfstæðan persónuleika svo ég fari ekki að temja mér um of hætti annarra.“ Einn, sem sendi okkur í heild ákaflega skemmtileg svör, sagði: „Hananú! Átti nú aldeilis að skera úr um hvort væri vinsælla Svetlana eða Nixon? Margir úr „heimi lista, stjórnmála? og atvinnulífs, bókmennta, sjónvarps (ojæja) eða kvikmynda“, bæði innlendir og erlendir hafa vafalaust verið mér fyrirmynd um margt án þess að ég vilji þó líkjast þeim í einu og öllu. Amma þín hvað? Og séu þeir allir virðir vel.“ Ein sagði þó nokkuð sem vakti athygli okkar: „M'n fyrirmynd eru klettarnir í Gullfossi, sem láta straum- hörkuna ekkert á sig fá.“ Annars fengu 70 aðilar atkvæði og nefndu margir fleiri en tvo — en af þessum 70 voru aðeins 29 ís- lendingar. Aðeins átta hlutu fleiri en eitt atkvæði, og eru það þessir: Halldór Laxness ..... John F. Kennedy...... Bob Dylan ........... Abraham Lincoln...... Kristján Eldjárn .... Robert F. Kennedy . . . Anna á Stóruborg .. . Sigurður A. Magnússon 4 atkv. 4 — 4 — 3 2 — 2 — 2 — 2 — Anna á Stóruborg, já! Jæja, annað eins hefur nú skeð. (Þá fékk Tarzan tvö atkvæði og Hurðarskellir 2 — en Villi spæta fékk ekki nema éitt). 36. a) Er rómantísk ást útdauð? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 16 89 10 b) Telur þú hana við þitt hæfi? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 64 42 9 Einn sagði að „rómantísk ást (væri) næstum því drukknuð í peningaflóðinu en ég geri tilraun til að halda mér á floti.“ Það sem unga fólkið hefur í seinni tíð einna helzt barizt fyrir og gert að baráttutákni sínu er kærleik- ur manna á meðal. Því kom það nokkuð flatt upp á okkur þegar einn lýsti yfir þessu: „Ég trúi ekki á ást.“ Annar spurði: „Hvaða ást er ekki rómantísk?" og sá þriðji sagðist ekki halda að rómantísk ást hafi „verið til nema í skáldsögum.“ Algjör andstæða við þetta svar kom líka: „Öll ást er rómantísk að mín- um dómi. Ást'in getur tæpast orðið leiðinlegt skyldu- verk, hún er hafin yfir allt hið hversdagslega og hef- ur yfir sér blæ sem við getum kallað rómantík." 37. Viltu þú að maki þinn hafi lifað í skírlífi þar til þið gangið í hjónaband? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 15 95 5 Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan slíkt þótti al- veg sjálfsagt hér á landi (allavega á yfirborðinu) og enn í dag þykir það argasti glæpur víða um heim, ef feður gefa dætur sínar burtu —■ án meydómsins. En, eins og einn sagði þá er „varla hægt að ætlast til þess nú á dögum, þegar unga fólkið hefur frjáls- ar ástir að kjörorði sínu og gefnar eru út litlar rauð- ar bækur sem uppáleggja að það skipti í raun og veru engu máli hvort sofið er hjá einum/einni eða fleiri." Hjá piltum hér á landi er það nokkuð útbreidd skoðun, tilfinning eða hvað sem á að kalla það, að þeir eigi heimtingu á að fá óspjallaða mey — en svo mega þeir sjálfir haga sér eins og þeim sýnist. Einn bendir á þetta: „Já og nei. Skynsemin segir „nei“ en tilfinningarnar „já“,“, og annar segist ekki geta sagt neitt um það en „vissulega væri gaman að verða sá fyrsti.“ 38. Telur þú kynferðislega reynslu nauðsynlega, fyr- ir hjónaband? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 81 28 6 „Já, svo sannarlega. Það er ekki svo lítið sem mað- ur hefur lært af reynslunni, og til að segja eins og er, þá hefði ég ekki viliað stíga í hjónasæng með þá þekkingu sem ég hafði fyrir örfáum árum.“ Þetta var tvítugur skólapiltur og hér er annar: „Ekki beinlínis nauðsynlega en æskilega,“ og við þetta er í rauninni engu að bæta. 39. Er æskilegt fyrir trúlofað par að liafa lifað kyn- ferðislega saman áður en þau ganga í hjónaband? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 98 6 11 Eins og okkur var rækilega bent á, eru þrjár und- anfarandi spurningar nánast eins — en samt er mis- munur á niðurstöðutölum svaranna. Ef við tökum okkur dæmi af svörum við þessari spurningu, þá var alls ekki óvenjulegt að við værum

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.