Vikan


Vikan - 02.07.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 02.07.1970, Blaðsíða 25
annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi um haustið og áframhaldandi þingmennsku. Skipaði hann sama sæti í kosningunum 1963 og 1967 og varð enn þriðji þingmaður Sunnlendinga bæði skiptin. Hæfileikar Guðlaugs Gísla- sonar njóta sín hvorki í ræðu né riti. Hann er óáhevrilegur, talar lágt og horfir í gaupnir sér eins og feiminn sveinn and- spænis ströngum prófdómara. Guðlaugur telst því enginn skörungur, enda mun hann dylja minnimáttarkennd í fari sínu. Hann fór að kalla á mis þeirrar fræðslu, sem í skólum fæst, og sjálfsnámi hans verð- ur ekki líkt við afrek Jóhanns I>. Jósefssonar, sem var ein- stakt. Samt skyldi enginn vanmeta þennan stirða og lundkalda mann. Guðlaugur þótti keppa fast á leikvelli í bernsku sinni og jafnvel ótil- hlýðilega, en reyndist eigi að síður þarfur liði og félagi. Honum fer svipað í baráttu stjórnmálanna. Hann er glöggur á skipulag og svo þrautseigur, að honum bregð- ur aldrei við mótlæti. Fyrr- um naut liann persónulegra kynná af Vestmannaeyingum, sem áttu við liann fjölþætt samskipti, en þau tengsl hafa smám saman rofnað. I>ó mun Guðlaugur næmari á hugsun- arhátt og viðhorf kjósenda en flestir leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins. Fólk man uppruna lians og telur hann táknrænan fulltrúa þeirra handsterku manna, er hefjast af sjálfum sér og sjá hag sínum borg- ið. Vestmannaeyingum gezt sú manngerð og fyrirgefa Guðlaugi þess vegna, þó að hann beiti olnbogunum í við- ureign, ef honum hleypur lcapp í kinn, en slíkt hendir hann iðulega. Þá gefst hann ekki upp fyrr en hann liggnr á hnjánum. Þekking’ Guðlaugs Gísla- sonar er helzt á fjármálum og atvinnurekstri, en hann sæk- ir þau mál lítt á alþingi. Því veldur sér í lagi hógværð og tillitssemi við luisbændurna á heimili Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur finnur sig í þakk- arskuld við þá, og honum dytti aldrei í hug að raska ró þeirra eða næði með heimtu- frekum kröfum eða djörfum tillögum. Hann er miklu van- ari afgreiðslustörfum smásöl- unnar en umsvifamikilli heild- verzlun. Guðlaugi hefur og þyngzt fótur og linazt hönd með aldrinum, enda var hann aldrei lipur. Kann því að fara, að samherjum hans i Vest- mannaeyjum finnist brátt tími kominn að stefna hon- um heim af þingi, þar eð ann- ar myndi bregða stærri svip á löggjafarsamkomuna og láta oftar til sin heyra. Guðlaugur stendur þannig höllum fæti. Hann geldur tveggja ósigra flokks síns í bæjarstjórnar- kosningum í Vestmannaeyj- um og þess ámælis, að hann sé þreyttur og værukær. Evja- skeggjar líta á slíkan leiðtoga eins og formann, sem er hætt- ur að fiska. Þá skiptir ekki máli, þó að hann vilji enn róa, því að skipverjarnir ráða. Lán Guðlaugs Gislasonar er hins vegar, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki sjálf- kjörnum eftirmanni hans á að skipa í Vestmannaeyjum. Auk þess kann Guðlaugur öðrum fremur að safna um sig liði með því að biðja og heimta, lofa og hóta. Svo eru þeir til, sem muna honum gamlar stundir, því að Guðlaugi er eins hlýtt til vina sinna og honum er fátt um fjandmenn. Reynist hann stundum dreng- ur, þegar mikið liggur við, og Vestmannaeyingar meta því- líkan greiða eins og að sleppa við landhelgissekt. Geðríki mannsins kemur ekki að sök nema í ofurkappi. Guðlaugur Gislason er ná- frændi Sigurðar heitins Jón- assonar forstjóra, og hefur talsvert farið fyrir báðum í mannf élagsstiganum. Skapið er líka skylt, þó að stærðar- munur sé nokkur. Lúpus. 27. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.