Vikan


Vikan - 02.07.1970, Side 37

Vikan - 02.07.1970, Side 37
M \ ,; HwdR 4% STIMPLAR IÚRVALI , ÉO ÆWþf^ s4w £?* \ ^ / AVIwl^ n // ^iJ'x J4n~\ f'V ,,, IjáHl' \ 'a \\\\ \ V2\ W fti.M bN \SJJ?A y l:77p'p(íP;>i : ; \ ^vSsX>??<- HVERFIS60TU 50 r\\y£x^ — , xv/rrv „ , •íT\ \V,\1 á\v\. i/7 Vá\\ VM/-Í ■%) *y r\ % Hennar keisaralega tign Framhald af bls. 33. Hún hafði jafn mikla andstyggð á honum nú og í samkvæminu forðum. Þessi sköllótti haus, lítil og lymskuleg augun, breið og frekjuleg haka og litaða, svarta yfirskeggið. Nefið var dálítið skakkt og hún hugsaði með sér: Þetta er eftir hnefann á Gianni.. En hugsunin um það gerði hana ekki hreykna, miklu fremur hrædda. Las hann hugsanir hennar? Hann strauk fingrinum eftir nef- inu. Og svo var rödd hans tröng og embættisleg. — Yður er líklega ljóst hvers- vegna þér eruð hingað kallaðar, ungfrú Stubel. Ég á við árásina í gærkvöldi. Ég verð að fá ýmsar upplýsingar frá yður varðandi hana. Milly yppti öxlum. — Já, gjörið svo vel, spyrjið bara. Og þó . .. bætti hún við, — ég skil ekki hvað það getur kom- ið leyniþjónustunni við. — Jú, það getið þér bókað, svaraði hann snöggt. — Maður- inn, sem var drepinn við veit- ingahúsið í skóginum í gær- kvöldi, stóð í sambandi við Gal- atz barónsfrú. Og barónsfrúin, bezta vinkona yðar, var rúss- neskur njósnari. Milly sagðist ekki hafa vitað neitt um það. — Ég hefði þá hætt að umgangast hana. — Hættið nú þessum leikara- skap, ungfrú Stubel. Fabbri rak hökuna fram. — Þér vitið að í Galisíu létuð þér hana hafa að- gang að skrifstofu erkihertogns, þar sem hún tók afrit af skýrsl- um hans um landvarnirnar. Milly starði á hann, skelf- ingu lostin. — Hvað! ég! — Já, hver annar? Það var hótun í rödd hans. — Þér eruð Dana Lubowska. Það þýðir ekki að neita því. Ég veit líka ýmis- legt fleira. Þér eruð líka rúss- neskur njósnari, þér vinnið fyrir fjórðu deild Golowins í Péturs- borg. Þetta var nú einum of gróft. Milly hló vandræðalega. — Á ég að vera rússneskur njósnari? Hversvegna ætti ég að njósna fyrir Rússa? Þetta er hreint og beint hlægilegt! En það var með naumindum að Milly gat dulið hræðslu sína. — Þetta er sannarlega ekki hlægilegt, urraði Fabbri. — Ég get sagt yður að leyniþjónustan sefur ekki. Okkur er ljóst að Golowin bjó á Grand hótelinu undir nafninu Rabecque. og að hann hafði oft tal af baróns- frúnni, á Imperial hóteli, og að hann fór í skyndi héðan í morg- un. — Það getur verið, svaraði Milly. — En það breytir ekki þeirri staðreynd að ég þekki ekki neinn Golowin og ekki heldur neinn Rabecque. — Þér ljúgið. — Ég lýg ekki! — Þegar þér voruð í heimsókn hjá barónsfrúnni í gærmorgun, þá var Golowin þar líka. Hann fór frá hótelinu eftir að þér fór- uð þaðan. Svo það er öruggt að þér hafið hitt hann. — Ég hitti hann ekki! Milly var nú orðin reið. — Hún var ein í herberginu. Það get ég svar- ið! Fabbri yppti öxlum. — Ég trúi frekar mönnum mínum en yður. Hvaða erindi áttuð þér til bar- ónsfrúarinnar? — Ég þurfti að tala við hana um einkamál. — Vegna erkihertogans, er það ekki rétt? — Síður en svo. Erkihertog- inn hafði ekkert með það að gera! — Ekki það? Hversvegna vor- uð þér þá í miklum hugaræsingi, þegar þér fóruð frá hótelinu? — Hugaræsingi? — Já, hugaræsingi, endurtók Fabbri. — Hvað var það sem þér þurftuð að ræða við hana, — og Golowin? — Þér verðið að trúa mér ... Milly kreisti saman hendurnar. — Það var enginn Golowin þar, og ég þekki engan Golowin! Fabbri barón hallaði sköllóttu höfðinu aftur á bak og Milly virti hann fyrir sér með viðbjóði. Hálsinn var jafn digur og höfuð- ið, hún hafði aldrei séð ógeð- feldari mann en Fabbri. — Það var viðburðarríkur dagur í gær, sagði hann. — Tvö morð. Nokkru eftir að þér yfir- gáfuð barónsfrúna, fannst hún í baðherberginu, hangandi á gluggakrók. Þetta leit næstum út sem sjálfsmorð. Hún hékk að- eins of ofarlega. Morðinginn hafði gleymt að setja stól undir fætur hennar. Þetta var fyrra morðið. — Ég myrti hana ekki! sagði Milly örvæntingarfull. — Ég veit það, þetta var karl- mannsverk. En hitt morðið var annars eðlis. Hann horf'ði á Milly pírði litlu grísaraugunum. — Hitt morðið? sagði Milly. — Það var ekki morð. Maðurinn datt á eiginn rýting. — Það segið þér. En það er ekki þar með sagt að það sé satt. Þér komuð æðandi inn á veit- ingahúsið og hélduð því fram að hann hefði ætlað að myrða yður. Hafið þér nokkra sönnun fyrir því? — Nei, þetta gengur of lancrt, hrópaði Milly. — Hversvegna hefði ég átt að drepa André Swedenborg? — Hversvegna hafði André Swedenborg átt að vilja myrða yður? — Hann var ekki heilbrigður. Vitskertur ... — O, hann var fullkomlega heilbrigður, tók Fabbri brosandi fram í fyrir henni. — Þér vitið það jafn vel og ég. í Stokkhólmi, þar sem hann segist eiga heima, hafa menn aldrei heyrt hans get- ið. Hann var rússneskur njósn- ari, rétt eins og Galatz baróns- frú og þér. Milly herpti varirnar saman. Hversvegna var hún að svara honum? Hún hafði á tilfinning- unni að hann tryði ekki frekar á þessar fullyrðingar sínar. Hann var aðeins að reyna að ná valdi yfir henni. — Ég hefi aldrei verið í nein- um félagsskap, sem kallaður er fjórða deild, sagði hún. — Og það vitið þér. Þér eruð aðeins að reyna að hræða mig. — Ég vil fá að vita sannleik- ann, ungfrú Stubel, sagði hann með yfirlætislegum virðugleik. — Þessi svokallaði André Swed- enborg fannst rétt hjá veitinga- húsinu í skóginum. Segið mér hvert erindi þið áttuð þangað. — Hann átti að fylgja mér gegnum skóginn. — Hvað? Gegnum skóginn? Fabbri hallaði sér fram, eins og hann heyrði illa. — Þetta getur ekki verið alvara. — Galatz barónsfrú óskaði eft- ir því. Ég átti að fara bakdyra- megin, ég átti að hitta hana í veitingahúsinu. — En rómantískt! sagði Fabbri háðslega. -- Og nokkuð flókið. Það hefði verið einfaldara að hittast á Hótel Imperial. — Já, ég var líka undrandi, en ég treysti henni fullkomlega. Ég hélt að það hlyti að vera allt í lagi, úr því að hún vildi hafa þetta þannig. — Aha, í lagi. Þér eigið við þetta leynimakk, er það ekki? Þér vissuð að um leyndarmál var að ræða. Haldið yður nú við sannleikann. Hvaða mál þurftuð þér að ræða við barónsfrúna? Milly var orðin niðurdregin og sneri sér undan. — Ég sagði yður að það hefði verið einkamál. Nú varð Fabbri ákafur. — Er yður ljóst að ég get látið taka yður fasta nú á stundinni, fyrir morðið á André Sweden- berg. Milly hrökk við. — Ég myrti hann ekki ... — Sannið það þá! Fabbri skaut höfðinu fram, miskunnarlaus eins og ránfugl. — Milly Stubel, ég skal ráða niðurlögum yðar, ef þér segið mér ekki sannleikann. Svona, segið mér það! Um hvað þurftuð þið að ræða? Jóhann Salvator erkihertoga? — Nei, hrópaði Milly upp yf- ir sig, skelfingu lostin. — Nei! — Ó, jú, hann hlýtur að vera brennidepillinn. Það er hann sem þetta rússneska laumuspil snýst um. Golowin kemur ekki í eigin persónu til Vínar að ástæðulausu. Og hann hafði aðeins samband við Galatz barónsfrú, það vitum við. Barónsfrúna og yður. Og þér svo við Jóhann Salvator. Játið nú! Hvaða hlutverki gegnir Jó- hann Salvator í þessu máli? Milly stundi: — Engu, alls engu. Hann hafði ekki hugmynd um að ég fór til veitingahússins! — Hættið þessari þvælu! Fabbri þaut á fætur. Hann óð beint framan að henni og hvæsti milli tannanna: — Ég skal segja yður hvaða hlutverki Jóhann Salvator gegnir í þessu máli: Hann er líka rússneskur njósn- ari! Milly var sem lömuð og starði í augu Fabbris, sem nú sýndu óslökkvandi hatur. Svo sló eins og eldingu niður í huga hennar: Hann er ekki að koma mér fyrir kattarnef, það er Gianni! Hann hatar hann ... — Viðurkennið þetta nú! Bjargið yður sjálfri. Fabbri hall- aði sér fram, eins og hann vildi stinga hana með orðum sínum. Þetta var eins og martröð. — Þetta er hreint brjáálæði, stundi hún. — Hann er ekki rússneskur njósnari. . . — Ekki það? Segið mér þá hvaða erindi þér áttuð út í skóg- inn um hánótt! Segið mér það! — Ég get það ekki... Ég þori því ekki. . . — Ágætt. Fabbri rétti úr sér. — Þá tek ég yður hér með fasta. Þér getið sjálfri yður um kennt. Rétt í þessu var barið að dyr- 27. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.