Vikan - 02.07.1970, Síða 40
fást í þrem stærSum.
Einnig reiðhjól í ölium stærðum.
Spítalastíg 8 — Sími 14661 — Pósthólf 671
fimmtíu ára tímabili, sem við
höfum farið yfir, kom aðeins eitt
morðmál í hreppnum, og raunar
engin málaferli önnur. Þetta
bendir með öðru til að mönnum
þarna hafi verið heldur illa við
öll yfirvöld, ekki þótst neitt upp
á þau komnir og viljað greiða
fram úr sínum málum sjálfir.
Þetta var að vissu leyti lokað
samfélag og sjálfrátt um leið.
Þeir áttu langt að sækja í kaup-
stað, til ísafjarðar, en voru minna
upp á einokunarverzlunina
komnir vegna viðskiptanna við
þjóðirnar, eins og það var kallað.
Þau viðskipti voru auðvitað gróf
lögbrot, en engin leið fyrir yfir-
völd að hafa eftirlit með þeim í
þessum afskekktu sveitum. Þessi
viðskipti hafa áreiðanlega hafizt
snemma, við Englendinga á
fimmtándu öld, síðan ef til vill
við Hansakaupmenn, þvínæst við
spænska hvalveiðimenn, á átj-
ándu öld við Hollendinga og síð-
ar við Frakka. Og á þessa við-
skiptamenn sína komu þeir saka-
mönnunum, sem þeir tóku við.
Til þess hve sjálfsagður hlutur
þessháttar þótti þar um slóðir
bendir eftirfarandi frásögn:
Bóndi nokkur hafði tekið við
sakamanni og fengið til duggara
að ferja hann út, en duggarinn
vildi fá sauð í fargjald fyrir
brotamanninn. Bóndi sjálfur átti
engan slíkan grip handbæran, en
gerði sér þá lítið fyrir og fékk
hann lánaðan hjá einum ná-
grannanum, sem hittist svo á að
var hreppstjóri sveitarinnar!
— Eitt af því sem eftirtektar-
verðast er við Vestfirðinga eru
nafngiftir þeirra. Þeir virðast
hafa sótt nöfn sín með mesta
móti í rímurnar. Hvernig mundi
hafa staðið á því?
— í rímurnar og Biblíuna, já.
Það er engu líkara en þessi lesn-
ing, sem var þá sú helzta sem
menn áttu völ á, hafi orðið þeim
enn hugleiknari en öðrum lands-
mönnum. Ég man þannig eftir
manni sem skráður er í kirkju-
bók í Sléttuhreppi og er dáinn
1834; hann hét Mahalaeel. Þetta
nafn er úr niðjatali Adams í
fyrstu Mósebók. En nafnið er
stafsett eins og í elztu biblíuþýð-
ingunum, en í þeim nýrri hefur
hún eilítið breytzt.
-— Og að síðustu, Þórleifur.
Eftir því sem bezt verður séð er
galdratrú aldauða hér á landi, eða
því sem næst, þótt sumsstaðar
erlendis virðist hún lifa í góðu
og gengi og meira að segja eiga
uppgangi að fagna. Heldur þú að
von gæti verið á endurreisn forn-
eskjunnar hérlendis?
— Hver veit? Allt er breyting-
um undirorpið. Sagan á það til
að endurtaka sig. Spurningin er:
hvert fer tæknin með manninn,
hvert rekur hún hann í leit að
einhverju sér til hlífðar og varn-
ar gegn þessari æsihröðu tækni-
þróun, sem allt er að yfirþyrma?
Er þá nokkuð eðlilegra en að
menn virki hugaraflið gegn sókn
tækniheimsins?
dþ.
Stolt
Framhald af bls. 13.
hugsaði: Nú kyssir hann mig.
Eg skil ekki, hvernig mér datt
svo heimskulegt í hug, en það
var víst af því að hann var
svo líkur sjálfum sér, eins og
þegar við vorum saman. Auð-
vitað kyssti hann mig ekki,
en hann hélt mér frá sér og
horfði rannsakandi á mig. Allt
virtist vera svo óraunverulegt,
og mig langaði mest til að
hlaupa leiðar minnar.
— Skórnir þínir eru of
þunnir í þessu hryssingsveðri,
sagði hann. — Þú getur ekki
gengið um á þennan hátt.
Hefur þú ekki neina aðra skó
með þér?
Hann talaði við mig eins og
við hefðum sézt alveg nýlega
og eins og það væru skórnir,
sem væru eina vandamál okk-
ar. Það munaði minnstu, að
ég byrjaði að gráta.
— Þú ert rennblaut í fæt-
urna, hélt hann áfram. Ég
stóð og hugsaði með mér, að
hann væri mjög fölur, en fólk
var það víst um þetta leyti
árs.
— Vertu ekki svona kjána-
legur, muldraði ég og yppti
öxlum. Hvað eftir annað hafði
ég hugsað til þessa fundar, og
ég hafði verið svo örugg um
að geta staðið mig. Hann
mvndi tala við mig um það,
sem einu sinni hafði verið, um
ást, um vonbrigði og um þrá,
og ég myndi svara honum
stuttlega og eðlilega. Að hann
byrjaði að tala um skóna
mína, olli þess vegna meiri ó-
þægindum en ég mvndi
nokkru sinni geta viðurkennt
fyrir siálfri mér.
— Ert.u svöng? Eða þyrst?
Hvernig hefur þú það? spurði
hann, og ég hefði getað svar-
að: „Ég er ástfangin í bér!“ Ef
til vill hefði hann tekið því
svari álíka rólega og nú, þeg-
ar ég svaraði, að ég hefði bað
ekki sem bezt — og að það
stafaði sennilega af flugferð-
inni.
— Það líður fljótt, hjá, hug-
hreysti hann, eins oghann tal-
aði við kveifarlegt barn. —
Við förum inn á barinn barna
og fáum okkur eitthvað að
drekka.
T reykiarsvælunni þar inni
stóðu nokkur lítil borð með
stólum umhverfis. Við feng-
um borð við vegginn, og hit-
inn ornaði okkur brátt. Ótti
minn hvarf eins og hæg undir-
alda — ég var næstum alveg
róleg nú.
— Ég hélt satt að segja að
þú værir orðin eldri, sagði
hann brosandi.
— Það höldum við víst yf-
irleitt um fólk, sem við höfum
ekki séð í mörg ár, sagði ég,
og bros hans hvarf.
— Hvernig gengur það hjá
fjölskyldu þinni? spurði ég til
að beina athygli hans að öðru.
— Agætlega! Ég á sex ára
dóttur og fjögurra ára son,
svaraði hann og starði ofan í
g'Iasið sitt. Ég tók eftir að
hann var byrjaður að grána í
vöngum, og það komu tár í
augu mín. Það var gott, að
hann leit ekki á mig einmitt á
því augnabliki.
— Og konan þín? spurði
ég, án þess að vita, hvað ég
átti eiginlega við með spurn-
ingunni.
— Jú, þakka þér fyrir,
henni líður líka vel, sagði
hann. Skönunu síðar leit hann
upp og horfði á mig. Hann
virtist öðru vísi, og ég braut
heilann um, hvað hefði komið
fyrir hann. — Nú líður mér
betur, sagði hann og brosti
vandræðalega.
— Betur?
— Já, ég held, að mér hafi
brugðið lítið eitt, þegar ég
hitti þig. Þú leizt nákvæmlega
eins út og áður, og þegav þú
stóðst allt í einu þarna rétt
fyrir framan mig, mátti
minnstu muna, að ég gæfi þér
ekki venjulegan kveðjukoss.
Það var gott, að þú byrjaðir
að tala um að þér liði ekki
sem bezt, svo að ég fékk tíma
til að komast niður á jörðina
aftur.
Ég ■ brosti, eins og hann
hefði sagt eitthvað merkilegt,
en hugsaði með sjálfri mér að
það hefði verið hann, sem
byrjaði að tala um skóna
mína.
— Og hvernig líður þér?
sagði hann eftir stundarþögn.
— Jú, þakka þér fyrir, við
eigum góða íbúð og fjögurra
ára dóttur, lítinn sumarbú-
stað á Suðurlandi, góða vini
og Ijósgráan bíl . . .
— Það gleður mig að þú
skulir hafa það svona gott,
40 VIKAN 27-tbl'