Vikan


Vikan - 21.10.1971, Síða 12

Vikan - 21.10.1971, Síða 12
 n. _n ■ 1 ■ 7 m mm [ 'm iH ■ Kmmm I l# ■ 1 Jr IIM "—if ■■■ 1^^ ■V ' ■■■ w 1 11 ■1 ■n — . , . ■ ' mmmmmmmmmmmammmmmmmmmm SMÁSAGA EFTIR ALBERTO MORAVIA Hér stend ég að venju með ennið mót gluggaruð- unni, og er að horfa á húsið beint á móti. Gatan, sem er stutt þvergata sem nær nð stærri götu, er fullkomlega verk mannsins mins, en hann er ung- ur og áhugasamur verktaki. Götuna mynda tvær raðir lítilla húsa, sem eru öll mjög lík, súkkulaði- hrún og þriggja hæða. Maðurinn minn hefur enn ekki selt ibúðirnar. A neðstu hæð hússins sem við búum i er söluskrif- stofan, sem er nánast alltaf opin Hvað ég horfi á, þegar ég stend til hálfs falin bak við gluggatjöldin? Ég horfi á þrjá giugga á efstu hæð hússins beinl á móti. Tveir glugganna tilheyra dagstofunni og sá þriðji svefnherberginu. I þessari ibúð býr kona sein er mjög lik mér. Ilún er næst- um tvífari minn. Hún er há, eins og ég, ljóshærð eins og ég og hún hefur stórkostlega fætur alveg eins og ég hef og engin brjóst. Og útlit hennar er annarlegt, germanskt, rétt eins og mitt. En þar með er heldur ekki fleira líkt með okkur. Ég er gift, eins og ég hef þegar sagt. Hér i ibúðinni búa með mér börnin mín tvö, maðurinn minn, vinnustúlka og svissneska barnfóstran. Tvifarinn minn býr hins vegar einsamall. Þetta fyrsta atriði, sem ólíkt er með okkur, leiðir svo af sér mörg önnur. Hvað það er sem ég atliuga allan daginn, þegar ég stend og liorfi inn í íbúð hennar? Ég velti fyrir mér þeim alriðum sem skilja í sundur milli hennár og mín. Klukkan er ellefu fyrir hádegi og hún sefur út. Ég bjóst raunar við þvi, eins og lnin hlýtur að vera útkeyrð eftir nætursvallið, vökur og ástarævintýri. Líf hennar fer fram fyrir augunum á mér. Glamp- andi rúðurnar hindra mig ekki i að horfa inn í dag- stofuna hennar, og það sem ég sé, lalar sinu greini- lega máli. Dagstofan hennar er rnjög ólík minni. Dagstofan mín er búin húsgögnum á hefðbundinn bátt, rétt eins og dæmigert er fyrír hina velstæðu borgaralegu konu, sem ég er. Krimskrams hér og útsaumur, lampaskermar og sófar, lítlir stólar, hæg- indastólar o. s. frv. eigi að skýra rétt frá og af til- litssemi. íbúð hennar er gagnstætt þessu eins konar leik- svið fvrir þann stöðugt áframhaldandi leik sem þar er. Einn afspyrnustór sófi, sem fimmtán manns geta setið í i einni röð. Langt, lágt borð gert úr ryðfriu stáli og iilexigleri, nokkrir skrautmunir úr ekta efnum og mjög 1J4 i ir. Tafla uppi á vegg, eins konar framúrstefiniskraut og appelsinulitt teppi á gólfi. Ég sagði að sviðið talaði sínu greinilega máli. ()g það gerir það raunverulega. Borðið er lilaðið flöskum og vínglösum og öllu ægir þar saman. Þrir öskubakkar fullir af sígarettustubbum og ösku. Ög svolítið -ennþá verra: Ég tek eftir nokkrum opnum smáöskjum, eins og þeim sem innihalda duft og maður kaupir i apótekinu, og þar fvrir utan nokkr- ar undirskálar með sykurmolum. Sófinn lítur út eins og (og er það i rauninni) óumbúið rúm eftir ofsafengnar samfarir. Púðar samanvöðlaðir og ægir saman. Á stólarmi gefur að lita svarta flík. Sokkur? Nærfat? Það leikur sem sé enginn vafi á hvað þarna hef- ur farið fram: í nótt var svallveizla i þessari stofu, hömlulaus og lineykslanleg svallveizla. Sviðið er autt, en það er hægt að endurvekja leikinn í öllum smáatriðum. Fyrst áfengið (flöskurnar, glösin), síðan lvfin (öskjijr og sykurmolar) og loks ástar- leikur (púðarnir í sófanum og nærföt af konu). Já. Þannig var Jjað á meðan ég leiddi manninn minn i bíó í sama bverfi og sá eina af Jiessum venjulegu gamanmyndum. Þá var tvifari minn að gera liitl og þetta þarna í herberginu. Svei þvi! svei Jiví! Hvers vegna er ekkert gert til að hindra svona háttalag? Sú staðreynd, að Jietta gerist ekki oiiinberlega, er ekki nokkur afsökun fyrir því að menn blundi á verðinum. Og þarna kemur hún loksins þessi synduga, Framhald á bls. 23. ■■■■■■■■■ 12 VIKÁN 42.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.