Vikan


Vikan - 21.10.1971, Síða 39

Vikan - 21.10.1971, Síða 39
buxurnar voru snoturlega sam- anbrotnar á koddanum. — Ó, elskan mín, hversvegna fórst þú. ekki fram á bað. Þú ert orðinn svo stór, þú átt ekki að pissa í rúmið. — Mér þykir það ieiðinlegt. mamma, sagði hann alvarlegur á svip. — Ég gerði það ekki viljandi. Ég fór fram, en það var of seint. Vertu ekki reið, mér þykir þetta svo leiðinlegt. . — Auðvitað er ég ekki reið, sagði hún glaðlega. — En þú verður að reyna að gera þetta ekki aftur. Hún kyssti hann og sló glettnislega í bakhluta hans. — Ég hefði átt að vita betur, þar sem þú ert að striplast þetta buxnalaus ... Hún skipti um lak í rúminu hans. Dýnan var þurr. Hann var nú rólegur og hún breiddi vel yfir hann. — Reyndu nú að sofna, sagði hún. — Ef þú getur ekki sofnað strax, þá skaltu bara segja sjálfum þér ævintýri, en þú verður að vera rólegur, mundu það að ég ætla að sofa. Mamma er mjög þreytt. — Ég ætla að segja sjálfum mér ævintýrið um hvíta íkorn- ann, sagði hann og var hinn glaðasti. Hún þrýsti honum að sér, móðir og sonur voru mjög ham- ingjusöm. Náttmyrkrið var nú á undan- haldi. Maðurinn, sem leyndist í garðinum ákvað að fara. Hann gekk hægt yfir gras- flötina og passaði að ganga allt- af í skugga trjánna. Hann vildi ekki láta koma upp um sig á síðustu stundu. Það væri slæmt ef áætlanir hans færu úr skorð- um, eftir að hann var búinn að 1 leggja svo mikið á sig. Honum var kalt og hann var þreyttur. En hugsunin um það sem framundan var fylltt hann áhuga. Hann hló með sjálfum sér og laumaðist út úr garðinum. Framhald í nœsta blaði. MARY PICKFORD Framhald af bls. 7. mynda hlutafélag. Milljónirnar ultu inn og árið 1920 giftist Mary Douglas Fairbanks, svo rómantískara gat það varla verið. Þvílíkt par! Þau voru konungur og drottning Holly- woodborgar. Höll þeirra hét Pickfair, herbergi og salir voru fjörutíu talsins og þau höfðu ekta enskan bryta í þjónustu sinni. Þau fengu líka konungs- legar heimsóknir og Mary um- gekkst þetta fyrirfólk sem jafn- ingja. Sambúð þeirra Fair- banks.stóð í tiu ár og það var haft fyrir satt að stundum hefði það verið æði stormasamt. Dougias var hræðilega afbrýði- samur, hún mátti ekki einu sinni dansa við aðra menn og einu sinni var hún neydd til að neita Georg Bretaprinsi um dans. Skilnaður þeirra vapð mikið fjaðrafok. Hún var reyndar ó- heppin með eiginmenn. Áður en hún giftist Fairbanks, var hún gift hálfgeggjuðum íra, sem var ofdrykkjumaður. Hann hét Owen. — Þú verður að velja á milli mín og brennivínsins, sagði Mary við hann. — Þú verður að fara, Mary. sagði hann. En eftir alla erfiðleikana, sat hún ein eftir á Pickfair, stór- auðug. Þegar erfitt varð fyrir hana að sýna Mary litlu, dró hún sig í hlé, sagðist ætla að eldast í friði. Mary Pickford varð aldrei fullorðin í augum almennings. Sá sem fékk að 'fylgja „unnustu alls heimsins" inn í skuggann, var Charles Rogers (Buddy). Þau eru gift ennþá. Hann kom nýlega til Englands og talaði um Mary i sjónvarpið, eins og hún væri ein af pýramidunum eða eittt- hvað álíka veraldarundur. Það ) er hún reyndar. Að hugsa sér, allir héldu að hún væri dáin. Hún telur enn- þá peningana sína og hún er ennþá með hrokkna lokka. Og heimurinn grætur á ný yfir ör- lögum ,,Pollyönnu“ ... tít MESTA UNDRABARN í HEIMI Framhald af bls. 9. ur betur e?5a öðruvísi. 1 Bandarikjunum búa drongirnii lijá frænku sinni, sem lika er prófess- or. Foreldrar þeirra álita hana bezt liæfa til að sinna þeim. Kim prófessor hefur gert samning við báskól- ann, sem drengirnir stunda nám við: Þeir mega ekki skqita um ríkisfang, nema með leyfi foreldranna, þeir mega ekki taka við styrlcj- um og uppeldi þeirra verð- ur að vera eftir ströngustu reglum Kóreumanna. Kim Ung-yong stundar nám sitt af kappi. Hann befur hug á að læra rúss- nesku og spænsku í skóla- leyfum sínum. Hann skrif- ar líka niður hugleiðingar sinar um trúmál í fristund- um. Þegar Ung-yong kom fram i sjónvarpi, leit hann út fyrir að hafa lesið of mikið og að hann væri á takmörkum að vera snill- ingur og alger mótsetning. Vísindamenn í Kóreu, sem liafa rannsakað dreng- ina, segja að engin hætta sé á ferðum: — Ung yong og systkin hans hafa einfaldlega heila sem ekki þekkir nein tak- mörk, segja þeir. * HÖFUÐSMAÐURINN FRÁ KÖPENICK Framháld af bls. 29. istum, og dvaldi i Sviss og Bandarikjunum til striðs- loka. Höfuðsmaðurinn frá Köpenick. sem sýnt var i ökukcnnsla Æfingalímar ‘Uclgi X Sessilíusson Bólslaðahltð 42 - Sitni &13H9 42. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.