Vikan


Vikan - 21.10.1971, Qupperneq 46

Vikan - 21.10.1971, Qupperneq 46
VINSAMLEGA LÍTIÐ TIL OKKAR I SkiPholt 17o ef yður vantar gluggatjöld eSa áklæSi. Úrval okkar af gluggatjaldaefnum er landsþekkt. Verð við allra hæfi. - Góð þjónusta - næg bílastæði. Aklæúi oo oloooiONil Skipholti 17a - Sími 17563 þeir gripu okkur. Og ég sá þessa ungu menn, sem rétt áð- ur voru fullir áhuga og starfs- orku, liggja hingað og þangað; ég sá glitta í einbaug á grá- bláum fingri, sá andlit, sem nefið hafði verið skotið af og arm, sem lá nokkrum fetum frá eiganda sínum, — og blóð- ið, það var engu líkara en heil tómatsósuverksmiðja hefði ver- ið fengin til að setja þetta á svið . . . og útvarpið hélt áfram . . . reykurinn . . . óloftið . . . blóðið . . . Michael lá á gólfinu í jeppanum okkar, ég fleygði mér niður, til að láta líta svo út fyrir ,,óvinunum“ að ég væri dauður, hverjir svo sem þessir óvinir voru. Þá vorum við teknir og leiddir (hrint) í burtu og frá útvarpinu hljómaði þessi sak- leysislegi ástarsöngur, eins og verið væri að leita svars . . . Framhald í næsta blaði. FEGURÐAR- DROTTNING ... Framhald af hls. 22. um sem barn væri. En skilnaðurinn frá börnun- um, einangrunin og hræðsl- an við dáuðann ber hana oft ofurliði, og annað veif- ið fær hún langdregin, krampakennd grátköst. Klefasystur hennar hafa góða möguleika á náðun, og þær hugga hana eftir beztu getu. en álasa henni jafnframt fyrir að hafa ekki verið vandari að fé- lagsskap. En svo síðbúin heilræði eru lítil huggun fyrir manneskju, sem á sér dauðann vísan á næstu grösum. ☆ MAN WRITING... Framhald af bls. 19. sögðust hafa haft lítinn tíma til að kynna sér hljómburð hússins og þessháttar fyrr um daginn og báru þess greinleg merki. Dýpt er ágætis hljómsveit „en af hverju gargar söngvarinn svona?“ spurði stelpa fyrir framan okkur. „Hann gargar ekkert,“ sagði strákurinn sem var með henni. „Kerfið er bara svona illa stillt." Við biðum þangað til Áskell Másson var búinn að koma fram og berja bongótrommurn- ar sínar (sá strákur kann svo sannarlega að spila á bongó) og svo fórum við upp í „veitinga- salinn“. Við vorum orðin svöng. Þegar ég var kominn í gegnum þvöguna við afgreiðsluborðið bað ég píuna um tvær samlok- ur. Hún brosti vandræðalega. „Það er ekki til,“ sagði hún. „Jæja, þá ætla ég að fá tvær pylsur.“ „Það er ekki til heldur ...“ „Ha?“ „Það er ekki til heldur," sagði hún aftur. „Á ég að trúa því að ekkert sé til að éta hérna þar sem maður á að vera næstu 6 klukkutímana?" „Já ...“ Hún varð enn vand- ræðalegri og leit allt í kringum sig. Fólk var farið að fylgjast með samræðum okkar og ég var viss um að allir stæðu með mér. , Þetta er voða skrítið,11 sagði hún svo, „en það er bara ekkert til að borða hérna nema prinspóló og poppkorn.“ „Jæja, þá ætla ég að fá tvær kók og tvö prinspóló." Gífurlegur vandlætingar- svipur ríkti á andlitunum í kring. „Það er skrítið að ekkert skuli vera til að borða hér,“ sagði síðhærður piltur með mó- gult yfirskegg. „Yfirleitt reyna þessir andskotans íþróttamenn að græða á hverju sem er.“ Þessi orð féllu í góðan jarðveg og við átum prinspólóið og drukkum vont kók með því. MAN voru að byrja. Það fyrsta sem kom frá þeim var einfaldur frasi, þriggja eða fjögurra hljóma. Þeir. léku sér með þennan frasa í um það bil 15 mínútur og öðru hvoru ráku tveir þeirra upp gól. Við sátum unn á svölunum, í næst-neðstu röð og stóðum í miklu stíma- braki við að reka fólk frá hand- riðinu svo hægt væri að sjá niður á sviðið. Flestir færðu sig strax en ung stúlka (sem þóttist vera full) sagði við- stöddum að éta það sem úti frýs. Eftir smástund gleymdi hún sér og gekk ákveðnum skr°fum í burtu — ófull. MAN voru heldur fýlulegir á sviðinu. Það tilheyrir víst „önd- ergrá:ndinni“. Þeim var fagnað vel og bassaleikarinn sýndi með sér lífsmark: „Okkur langar til að flytja lag af væntanlegri LP- plötu okkar,“ sagði hann. „Það heitir „Seagull“ og þar sem að í því eru mjög lágværir kaflar, langar okkur til að biðja um gott hljóð. Viljið þið svo setj- ast, sem eruð hér fremst?“ eng- Notið frístundirnar Vélritunar- og liraöritunairsköli Vélritun — blindskrift, uppsetning og frá- gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. Notkun og meðferð rafmagnsritvéla. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og inn- ritun í síma 21768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, — sími 21768. Gullverðlaunahafi — The Business Educators' Assn of Canada. 46 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.