Vikan


Vikan - 21.10.1971, Side 48

Vikan - 21.10.1971, Side 48
ÚTVARPSVIRKJA MEISTARI HLJÖMUR - Skipholti 9 Sími 10278-Pósthólf 5007 Hljómtæki stereó - mónó AÐEINS ÞAÐ, SEM VIÐ MÆLUM MEÐ ÚRVAL STEREÖ MÖNÓ @ Magnarar 9 Plötuspilarar • Segulbandstæki • Casettu-spilarar 9 Hátalarar • Heyrnartól • Bílaviðtæki • Ferðaviðtæki • Stofuviðtæki ars höfum við aldrei lagt mjög mikla áherzlu á vandaðan flutning á hljómleikum, við viljum að fólk skemmti sér og taki þátt í því sem við erum að gera eins og núna. Þið íslend- ingar eruð góðir áheyrendur. Við erum búnir að vera sam- an, svona skipaðir, í 8 mánuði. Hljómsveitin var stofnuð fyrir 5 eða 6 árum síðan, og þá vor- um við svona, en svo hætti gít- arleikarinn og þá fengum við okkur nýjan gítarleikara og söngvara. Þeir gerðu m.a. með okkur fyrstu LP-plötuna. Svo um áramótin hitti ég þennan gít- arleikara og spurði hvort hann vildi ekki byrja aftur. Hann vildi það og þá rákum við hina tvö. Við erum betri svona. Koma aftur? Já, svo sannar- lega .. . ef þið viljið fá okkur aftur.“ Það var ný lögga við dyrnar á leiðinni út. Hann var með bómullarhnoðra í eyrunum. „Það er nógur hávaðinn samt, þó þeir drepi mann ekki alveg, þessir bítlar,“ sagði hann og virtist eilítið sár yfir að vera sendur á svona „voðalegan" stað. Hann var á að gizka 25 ára. Einar Vilberg var að byrja og fólk beið með eftirvæntin^r. Hann virtist í góðu skapi og byrjaði á „Evil Prince of Dark- ness“. Eftir fyrstu vísuna hætti hann að syngja, spilaði sterkan rythma og heimtaði að fólk klappaði með. „Klappiði!“ hrópaði hann. „Reynið að fíla- ’ða! Meikiði’ða! Ég meina ... klappiði! Freedom! Freedom' Þið borgið ekki 600 kall fyrir ekki neitt!" Við settumst upp við vegg. „Af hverju syngur mannfjand'- inn ekki í staðinn fyriv að vera að þessu voli?“ sagði bruna- liðsmaður sem stóð þar. („Ég bara fílaði fólkið svoria, sagði Einar eftir á. Þetta var það eina sem ég gat gert.. Viltu einn?“) Tvö pör sitt hvorum meg- in við okkur iðkuðu smávægi- lega ástarleiki. Fætur flæktust og fingur fálmuðu. Lögreglan kom á vettvang og bannaði framferði ungmennanna. Þau risu óánægjulega á fætur og settu upp skeifu. Ekkert má maður! „Nú ætla ég að syngja lag um gaur sem ég þekkti,“ sagði Einar eftir 20 mínútur, þegar fólkið vildi ekki klappa meira. „Þetta var vinur minn, sem skaut sjálfan sig með hagla- byssu upp í kjaftinn. Vjð spil- uðum stundum saman; hann var alveg þrælgóður. Ég held alltaf að Djöfullinn og Guð hafi barizt um hann þegar hann var dauður ...“ Hann sló dálítinn rythma, hvatti fólk til að klappa og byrjaði svo að syngja: „Sjáðu gullið, sjáðu meyna, sjáðu hvað ég hef að geyma...“ Jæja, kannski ætlaði hann að syngja núna. En eftir fyrstu vísuna hætti hann. „Vúh! Ég fíla ykkur, fólk!“ Hann lamdi rythma, æpti Freedom, lét fólk klappa, veifaði gítarnum og fór út af. Þá klappaði fólkið óbeðið. Siggi Garðars setti plötu með John Denver á fóninn, Ingi- mundur í Las Vegas tók hljóð- nemann og hvatti fólk vald- mannslega til að færa sig tvö skref aftur á bak. Þeir öftustu færðu sig — og aðrir tróðust fram fyrir þá. Góð stemmning ríkti enn og fólk beið eftir „tómstundagamni Bítlanna", BADFINGER. „Ég ætla að spila hérna eitt lag með Uriah Heep áður en BADFINGER koma,“ sagði Siggi, bað fólk ennþá að færa sig aftur á bak og auglýsti eftir manni. Kannski hefur fólk klappað of mikið með Einari Vilberg; allavega klappaði það ekki mikið fyrir BADFINGER þeg- ar þeir komu inn á. Badfinger er hljómsveitin sem var með „Come And Get It“, hugsa sjálfsagt flestir þegar þeir heyra hljómsveitina nefnda. Það var skemmtilegt lag en BADFINGER voru ekki með skemmtileg lög á hljómleikun- um hans Ingibergs. „Hello!“ hrópaði Joe Molland, sæti gít- arleikarinn (sem á að vera eins og Paul McCartney), eftir fyrsta lagið. Enginn svaraði — nema jú lítil, grátklökk stúlka fremst við sviðið — og hann kipptist við í undrun. Hvað var að þessum íslendingum? Deep Purple létu þó vel af dvölinni og viðtökunum. Svona er lífið, Jói minn, Deep Purple voru góðir. „Af hverju heyrist svona asnalega í þeim?“ spurði kon- an. „Kerfið er of hátt stillt,“ svaraði ég og gerði mig „pro- fessional" í framan. Iss, henni fannst ekkert gaman, svo hún settist aftur. Á milli laga kynntu þeir með fýlusvip og bersýnilegt var að Molland var orðinn hundleiður strax eftir þriðja lag, „I Know“. Hann gaf frá sér geðvonzkuleg hljóð við og við. Mjög fáir sátu nú fyrir framan sviðið; flestir stóðu fyr- ir aftan hópinn með krosslagðar hendur, alvarlegir á svip. Klukkan var langt gengin í miðnætti og ungur maður svaf við hliðarvegginn. Hann hafði fest sig í netinu og haggaðist ekki þrátt fyrir ýlfrið í kerfinu og glymjandann í hljómsveit- inni. Þeir enduðu á „No Matter What“ og voru ekki klappaðir upp. Fólk lét sér fátt um finn- ast og fór út. Sex tíma langir hljómleikar voru á enda og fólk var orðið svangt — og þreytt. ■tm Fólkið sem hafði dóminerað sviðið alla hljómleikana út í gegn, var heldur lengur að koma sér út af því; það er allt- af þannig og þetta er alltaf sama fólkið. Á bak við voru sömu stelp- urnar og venjulega; hugguleg- ar stelpur sem mæta á alla hljómleika og eru alltaf fyrst- ar að bjóða „aðstoð“ sína. Þeim finnst ekki mikið koma til stelpnanna sem ekki komast á bak við. Gráhærður Öldungur, sem reyndist vera umboðsmað- ur BADFINGER, stóð við dyrn- ar á búningsklefanum þeirra og vildi fá að vita hvað ég sækti þar inn. „Press,“ sagði ég og veifaði passanum. Hann beygði sig í lotningu og opnaði. Þar sátu stúlkur og störðu glaseyg- ar á bera nafla rótaranna. Ef þeim tókst að gjóa augunum að þeim félögum í hljómsveitinni, láku þær niður á gólf. Sólógítarleikarinn, Pete Ham, fór með okkur inn í sturtuklef- ann og svaraði nokkrum spurn- ingum. „Við vorum mjög óánægðir með þessa hljómleika — frammistöðu okkar, á ég við. Við höfum ekki spilað saman í langan tíma og höfðum ekki mikinn tíma til að kynna okkur hljómburðinn hér í dag. Þess vegna var sándið svona slæmt. Þetta er hlutur sem ekki er hægt að laga nema á sviði og það var því miður ekki hægt í þetta skipti. Það er erfitt að segja nokkuð um áheyrendurnar, þar sem ég veit ekki nákvæmlega hvernig við vorum sjálfir. Ég hef á til- finningunni að við höfum ekki verið mjög góðir og þá skil ég áheyrendur. Aftur á móti kann ég vel við þennan stað og ég fann, að þegar við komum inn í salinn ríkti þar góð stemning, svo sennilega er okkur algjör- 48 VIKAN 42.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.