Vikan


Vikan - 04.11.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 04.11.1971, Blaðsíða 4
BRISTOL Mikið úrval af varamunn- stykkjum í flestar pípur. Mesta pípuúrval landsins. Hundruð gerSa í öllum verSflokkum. LÍTIÐ INN TIL OKKAR B RISTOL BANKASTRÆTI 6 Wintber bríbiól Þríhjólin vinsælu alltaf fyrirliggjandi. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. PÓSTURINN Hræsni? Kæri Póstur! Eins og öllum er sjálfsagt f fersku minni, skoraði biskup landsins á almenning ekki alls fyrir löngu og hvatti fólk til að fasta einn sunnudag (10. okt.) og gefa andvirði máltíðarinnar til flóttamanna (frá Bangla Desh) í Indlandi. Ekki er neitt nema gott eitt um þessa áskorun að segja, en mér þótti undarleg sú ráðstöfun eins Reykjavíkursafn- aðanna, að þennan sama dag voru haldnar miklar skemmtanir á vegum hans og fylgdu þeim skemmtunum miklar át- og drykkjuveizlur. Finnst þér þetta ekki dúndrandi gott dæmi um hræsnina innan kirkjunnar, Póst- ur góður? Hvað segir biskup við þessu? Þökk fyrir birtinguna. Religious. Ekki getum viS neitað því, að við urSum varir vi8 þetta atriSi sem þú talar um og viS heitum hér meS aS veita hverjum þeim kirkjunnar manni, sem óskar eft- ir því aS úttala sig um þetta, rúm í dálkum okkar. Umferðarljós við Bústaðaveg Virðulegi Póstur! Eins og þér er sjálfsagt kunnugt, þá hefur nýlega verið komið upp umferðarljósum fyrir gangandi á Bústaðavegi í Reykjavík. Við þá götu bý ég og hef fylgzt afv miklum áhuga með árangri þess- ara Ijósa. Mér til mikillar ánægju hef ég dregið þá ályktun að veg- farendur noti sér þessi Ijós á fullkomlega réttan hátt en mér til ennþá meiri óánægju hef ég líka orðið þess var, að bílstjór- ar, margir hverjir, láta sem þessi Ijós séu ekki til. Oðru hverju kemur það fyrir að rautt Ijós stöðvar umferð þótt enginn sé á leið yfir götuna og samkvæmt öllum reglum ættu ökumenn þá að stoppa og bíða þar til grænt Ijós er komið, rétt eins og við önnur umferðarljós, en því mið- ur vill oft verða misbrestur á þvi. Einu sinni var ég í strætisvagni á leið í vinnu, og er vagninn stanzaði við Ijósin til að hleypa fólki yfir götuna, kom bíll að- vífandi úr austurátt (aftan að strætisvagninum) og hélt sínu striki, framhjá vagninum og áfram á miklum hraða. Vegfar- endur áttu fótum fjör að launa í það skiptið og því miður er þetta ekkert einsdæmi. Sjálfur hef ég margoft séð slíkt og ekki dregið að skrifa niður númer slíkra bíla og tilkynna framkomu þeirra. Tilefni þessa bréfs er að vekja athygli á þessari svívirðilegu framkomu margra ökumanna (meirihlutinn virðir þó Ijósin og venjulegar siðferðisreglur) og biðja þig Póstur góður, að koma þeirri áskorun til viðkom- andi aðila að flýta sér hægt. Það hafa orðið nógu mörg slys á Bústaðaveginum, sem nú er að verða ein mesta umferðargata borgarinnar, þótt ekki séu menn að leika sér með mannslíf þar. Þökk fyrir birtinguna. Valdi. Enn um Forhúö Kæri Póstur! Ég las bréfið í Póstinum um hljómsveitina ForhúS og þar sem þú varst að biðja um upplýs- ingar um söngvarann og hljóm- sveitina í heild, ætla ég að miðla minni takmörkuðu vizku um þetta efni. Söngvarinn, sá góði maður, heitir Magnús Ragnar Einarsson cg er frá Seyðisfirði, en nú er hann í MR og hefur verið þar í að minnsta kosti 2 vetur. Hann er ólofaður og var á Hornafirði í sumar, þar sem þessi hljómsveit varð til. Að lokum vil ég þakka VIKUNNI fyrir mjög gott lesefni. Ég kaupi hana alltaf og langar til að verða áskrifandi, en ég veit ekki hvert ég á að skrifa til að gerast áskrif- andi, svo ég ætla að biðja þig, Póstur góður að segja mér það og eins máttu gjarnan nefna verðið. Þakka þér kærlega fyrir upplýs- ingarnar um söngvarann í þess- ari merkilegu hljómsveit og svo skaltu fletta upp á blaSsíðuna 4 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.