Vikan


Vikan - 04.11.1971, Qupperneq 33

Vikan - 04.11.1971, Qupperneq 33
Chinchilla 30 den Ný legund af sokkabuxum sem fara sigurför um heiminn — Reynið gæðin Ágúst Ármann Heildverzlun KLAPPARSTÍG 38 - SÍMI 22100 HANN VAR HIN SANNA FYRIRMYND Framhald af bls. 15. sekúndu í viðbragðinu, en bezti tími hans var 9,4 sekúndur. En nú var komið að Olym- píuleikunum í Berlín árið 1936. Djessí var af öllum talinn ör- uggur um sigur í þremur grein- um, 100 og 200 m hlaupi og langstökki. Hann hafði jafnað heimsmetið í 100 m hlaupi heima í Bandaríkjunum, hljóp á 10,2 sekúndum, en vafi lék á um það hvort meðvindur var löglegur. Fyrsta dag Olympíuleikanna fóru fram undanrásir í 100 m hlaupi og Owens var í 12. og síðasta riðli undanrásanna. — Ýmsir náðu góðum árangri, áð- ur en kom að 12. riðli undan- rásanna, t. d. hljóp Hollending- urinn Osendarp á 10,5 sekúnd- um, eftir harða baráttu við Eng- lendinginn Pennington og Kan- adamanninn Orr. Nú biðu allir þess spenntir að sjá hvað Djessí gerði, var hann eins góður og sagt var? í riðli hans voru tveir þekkt- ir spretthlauparar, Japaninn Sasaki og Brasilíumaðurinn Al- meida. Hinir keppinautar Djessí voru óþekktir. Skotið reið af, Djessí þaut af stað og undrun áhorfenda var mikil, en fæstir þeirra höfðu séð þannan þekkta mann hlaupa áður. Þetta var þó hálfbroslegt, hann virtist ekkert taka á, en þó sveif hann áreynslulaust áfram eins og áð- ur, og hinn þekkti japanski hlaupari Sasaki var 7 metrum á eftir honum, en tími Djessí, 10,3 sekúndur, var sá sami og heimsmetið. Þegar þulur Ol- ympíuleikanna tilkynnti tímann fór fagnaðarbylgja um leik- vanginn, hvað gerir þessi stór- kotslegi negri, þegar hann tek- ur á? Spretthlaupin eru ávallt mest spennandi greinar Olym- píuleika, og nú voru allir vissir um hver sigra mundi, það kom enginn annar til greina, en Djessí Owens. Fjórum klukkustundum síð- ar beygir Djessí sig aftur nið- ur að ráslínunni og nú keppir hann við fimm heimsfræga hlaupara í milliriðlum. Ræsir- inn hefur skipað þeim að vera viðbúnum, þeir lyfta hnjánum frá jörðinni, halda sér uppi á tánum og fingurgómunum og bíða skotsins. Skotið ríður af, og hlaupar- arnir þjóta eins og elding af stað. Fyrstur er Japaninn Yos- hioka, hann er fljótasti maður gula kynstofnsins, og fólkið á áhorfendapöllunum heldur niðri í sér andanum af æsingu. Helzt lítur út fyrir, að guli hlauparinn ætli að sigra þann svarta, en þegar 40 metrar eru búnir af hlaupinu, er eins og Djessí vaxi ásmegin,----hann þýtur sem ör fram fyrir Japan- ann, hleypur hraðar og hraðar og hraðar og kemur í mark á undan öllum keppinautum sín- um. — Tíminn er 10,2 sekúndur — nýtt heimsmet. Urslitahlaupið var nánast formsatriði fyrir Djessí, eftir mjög gott viðbragð hélt hann forystu frá upphafi, hann náði strax 3ja metra forskoti, en barátta næstu manna var geysi- hörð. Tími hans var 10,3 sek- úndur, en það var öllum mikil ráðgáta, að næstu menn, Mat- calfe oð Osendarp, skyldu fá tímana 10,4 og 10,5 sekúndur. Daginn eftir eru undanrásir 200 m hlaupsins og það er ekki að spyrja að því að Djessí hefur mikla yfirburði, tími hans í undanrásunum er 21,1 sekúnd- ur, hann var 5 metra á undan Kanadamanninum Orr, en í þriðja og fjórða sæti voru hinn frægi Þjóðverji Neckermann og Englendingurinn Sweeney. í milliriðli hljóp hann aftur á 21.1 sekúndu, 7 metra á undan Kanadamanninum McPhee, loks hljóp hann leikandi létt á 21.3 sekúndum í undanúrslitum og var þá tveim metrum á undan hinum kröftuga Hollendingi, Osendarp. Hinn 5. ágúst er hlaupið til úrslita í 200 metra hlaupinu, en helzti keppinaut- ur Djessí, er landi hans Robin- son. Athygli mannfjöldans beindist óskert að Djessí. Hann er maðurinn, sem áhorfendur lofsyngja og dá, hann er töfra- maður á sviði spretthlaupa. Æsing áhorfenda vex þar til skotið ríður af. í upphafi virð- ist Robinson ætla að sigra, Áhorfendur eru að því komnir að ganga af göflunum af eftir- væntingu, en það stendur ekki lengi. Djessí hinn ósigrandi nær sér á strik eftir 5 metra og er þá kominn upp að hliðinni á Robinson og brunar fram úr honum. Bilið lengist jafnt og þétt allt til loka hlaupsins. Djessí virðist hlaupa enn hrað- ar eftir því sem nær dregur marklínunni og bilið lengist stöðugt milli hans og hinna hlauparanna. Tíminn er 20.7 sekúndur. Nýtt Olympíumet og önnur gullverðlaun Djessí Ow- ens. Menn biðu nú spenntir lang- stökksins. Djessí hafði sett nýtt heimsmet í þeirri grein árið áður, þrátt fyrir það að stíll hans var ekki talinn sem bezt- ur, hann stökk 8,13 metra á meistaramóti Bandaríkjanna. í Evrópu höfðu aldrei sézt stokknir 8 metrar í langstökki. í undankeppninni þurfti að stökkva 7.15 metra til að kom- ast í aðalkeppnina og Djessí átti ekki í erfiðleikum með það. í úrslitakeppninni fékk Djes- sí harðan keppinaut, en jafn- framt drenglundaðan, Þjóðverj- ann Lutz Long. Djessí gerði fyrsta stökk sitt ógilt og þá kom Lutz Long til hans og benti honum á að lagfæra at- rennuna, hann hitti vel á stökk- plankann og afrekið, 7,94 m, var nýtt Olympíumet. Þeim ár- angri náði Lutz Long ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En Djessí á eitt stökk eftir — og til þess verður hann að vanda. Hann gengur út á at- rennubrautina, hnitmiðar hvert skref, sem hanri þarf að taka, hniprar sig saman eins og tígr- isdýr, er stekkur á bráð. Þeg- ar hann hefur sig upp, flýgur hann með geypihraða, eins og kólfi væri skotið og kemur framar í stökkgryfjuna, en nokkur annar hafði komizt. Dómararnir taka sér góðan tíma til að mæla stökkið, bera sig saman og mæla aftur og eftir eina langa mínútu tilkynn- ir þulurinn, að Djessí hafi stokkið 8,06 metra — nýtt ol- ympíumet. Þriðju verðlaunin eru orðin að veruleika. En þrenn olympísk gullverðlaun voru ekki nóg fyrir hann. Djessí Owens var valinn til að hlaupa í 4x100 m boðhlaups- sveit Bandaríkjanna sem fyrsti maður. Svertinginn Metclafe átti að hlaupa annan sprett. Þetta þótti mikill heiður fyrir bandaríska svertingja í þá daga, aldrei fyrr hafði svert- ingi verið valinn til að hlaupa í boðhlaupssveit Bandaríkj- anna, þó að árangur gæfi til- 44.TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.