Vikan


Vikan - 19.04.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 19.04.1972, Blaðsíða 9
Þetta hið mikla hús múrara og steinhöggvaranum, sem til var í Reykjavík, herra Sverri Runólfssyni, að taka að sér þetta byggingarverk. Það t.ilheyrði þó hans iðn og Sverr- ir hafði sýnt, að hann var fær um að byggja slík „múrhús“. Hann hafði þá sumarið áður byggt steinhús hlaðið úr ís- lenzku hraungrýti fyrir Jón Waage í Stóru-Vogum, .sem var hið prýðilegasta íbúðarhús og kostaði þó aðeins 1602 rd eða 2 rd meira en hinn danski „meistari“ Klein tók fyrir um- sjón sína á bókhlöðubygging- unni, sem hann þó aldrei sá. Vogahúsinu hafði Sverrir sann- arlega komið upp fyrir svona lágt verð, en hitt töldu menn líka víst, að Klein og aðrir Kaupmannahafnarmeistarar hefðu orðið að gefast upp við slíkt og það var einróma álit allra, sem vit höfðu á, að húsið í Vogunum eftir Sverri væri betra og vandaðri bygging en bókasafnið hans Kleins, sem kostaði 5 sinnum meira eða 8000 rd. Sverrir Runólfsson stein- höggvari var Skaftfellingur að ætt, frændi Kjarvals listmálara. Hann hafði lært steinsmíði í Höfn og var mjög vel að sér í iðn sinni. Han nvar gáfaður maður og frumlegur í mörgu, en alleinkennilegur í ýmsum háttum. Þegar hann kom heim frá námi fullnuma, gekk hann um götur höfuðstaðarins með stífan flibba og harðan pípu- hatt. Þetta hneykslaði bæinn og þótti ekki hæfa honum, handverksmanninum, heldur aðeins æðstu embættismönnun- um og öðrum oddborgurum. Sverrir var hugkvæmur hug- sjónamaður, en var félítill alla æfi og kom því ekki hugsjónum sínum í framkvæmd. Hann var líka í ýmsu langt á undan sinni samtíð. Hann sótti hérna til dæmis árið 1871 um leyfi til byggingarnefndar Reykjavíkur til þess að mega byggja veit- ingaskála í hólmanum í Reykja- víkurtjörn og ætlaði að hafa þar hljóðfæraslátt. Nefndin neitaði beiðninni, „að svo stöddu“ af því að ekki væri til teikning af húsinu, en gaf í skyn að þegar hún væri til staðar, væri ekkert til fyrirstöðu. Allt Reykjavíkurlífið var þá bund- ið við tjörnina, — skautasvellið á vetrum, en annars var ætlazt til að veitingaskálinn væri líka opin á sumrin og trébrú lögð út í hólmann frá austurlandinu, þar sem nú stendur Fríkirkjan. Úr þessari góðu hugmynd Sverris varð þó ekkert, aðallega vegna féleysis hans. Hann stofnaði líka fyrsta glímufélag- ið í bænum, og fékk stóran blett útmældan á Melunum undir glímuvöll, vestanvert við veg- inn, þar sem nú er íþróttavöll- urinn. Þennan blett. lét hann tyrfa og var glímt þarna í mörg ár á sumardaginn fyrsta. — Sverrir byggði fyrstu stein- brúna hér á landi, yfir lækinn í Reykjavík árið 1886, og hann lagfærði ýmsar götur fyrir bæj- arstjórnina. Hann var merkur maður og vel að sér í iðn sinni. Eins og áður getur, var gremja manna og óánægja mik- il yfir ráðslagi Kaupmanna- hafnarstjórnarinnar í okkar málum á þessum árum, en að- gjörðir stjórnarinnar í þessu byggingarmáli hegningarhúss- ins í Reykjavík urðu þá líka til þess að rifja upp eidri yfir- sjónir þeirra dönsku gagnvart okkur. — Það þótti lengi sann- mæli um stjórn Dana og alla forsjá fyrir íslandi, sem segir í grein hins ódeiga baráttu- manns og frelsishetju Jóns Guð- mundssonar ritstjóra Þjóðólfs, „að hér verði ekki fyrir neinu séð nema með dönskum augum, — ekkert hugsað né afráðið nema eftir danskri hugsun, — allt með dönsku sniði og eftir dönskum tillögum framkvæmt". — En afleiðingarnar séu auð- sæjar, segir þessi sami heiðurs- maður. Dönskum „hugvitsmanni“ hafði verið falið að endurbyggja dómkirkjuna í Reykjavík árið 1847, og þá var það ráð tekið, að nota einungis í hana al- danskt byggingarefni. íslenzk- an grástein mátti ekki nota þó að gamla kirkjan hefði verið byggð úr honum og veggir dug- að svo vel, að varla var hægt að brjóta þá niður með beztu verkfærum, — þá þóknaðist dönsku stjórninn að flytja hing- að með ærnum kostnaði dansk- an múrstein, sem kirkjuvegg- irnir voru hlaðnir úr, og meira að segja lét stjórnin flytja hing- að heilan skipsfarm af dönskum sandi til þess að blanda með sementið og kalkið. Það rak reyndar alla Reykvíkinga í rogastanz þegar farið var að Framhald á bls. 46. 16. TBL. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.