Vikan - 19.04.1972, Blaðsíða 42
allt fyrir
eyraö...
Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur
frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega
fullkominni framleiðslu. FerSaviðtæki, segul-
bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp.
Það borgar sig að kaupa það vandaða. ■
Veitum heiöruðum viðskiptavinum okkar full-
komna varahluta- og viðgerðaþjónustu.
Verzlunin
Garöastræti 11 sími 20080
— Ég ætti að vera einfær um
það, sagði Benja.
. Ramí svaraði þessu engu;
hann steig upp í vagninn og
tók taumana.
— Hvað vilt þú með hana?
sagði Benja.
— Hefur þú kcmnski hugsað
þér að kaupa hana? spurði
Rami.
— Nú orðið þurfum við ekki
að kaupa okkur stúlkur, sagði
Benja. — Það er búið að setja
ný lög um, að allar stúlkur
skuli vera frjálsar og fá þann,
sem þær kjósa sér.
— Sé búið að setja ný lög
um, að stúlkurnar skuli velja
sjálfar, þá skal henni það heim-
ilt, sagði Ramí. — Hún skal fá
að velja sjálf.
Þetta var ekki til að orð-
lengja frekar. Benja vissi, að
þegar honum væri veittur rétt-
ur til að velja sjálfur, þá bæri
honum að velja eins og bróðir-
inn vildi. En það, sem fyrir átti
að koma, þoldi enga bið.
Niður að brúnni var brött
brekka; þar urðu þeir að aka
mjög gætilega. Þegar þeir komu
á brekkubrúnina, skaut Benja
og stökk út úr vagninum.
Hestarnir fældust og hlupu
með vagn og mann beint af
augum í gljúfrið.
Natela kom um kvöldið. Hún
spurði eftir Ramí; en Benja
vissi ekki meir. Ramí hafði far-
ið að heiman um morguninn.
Ramí kom ekki heim. Það
náttaði. Þau voru tvö ein í
húsinu.
— Það gerir ekkert til, þótt
Rami sé farin, sagði Natela.
— Nei, gerir það nokkuð tii?
sagði Benja.
Það var komið rauðanótt.
Þau gengu til sængur; en Benja
lé grafkyrr og sagði ekki orð,
hafðist ekkert að. Um morgun-
irin reis Natela úr rekkju og
klæddi sig og lagði af stað heim
aftur.
Þeir fundu Ramí í ánni neð-
an við brúna daginn eftir. Svo
komu þeir og tóku Benja hönd-
um.
Við sátum yfir drykkjúnni um
stund og ræddum hitt og þetta.
Það lá ljósmyndahefti á borð-
inu; myndirnar hafði ég tekið
sumarið áður. Hann blaðið dá-
lítið í því, og svo sagði hann:
— Ég varð einu sinni fyrir
slysi. Ég rifbeinsbrotoaði. Það
eru þó nokkur ái^síðan, - —
þetta var árið áður en ég giftist.
Ég var staddur úti á sjó við
annan mann. Þetta var á áliðn-
um degi síðla sumars. Við vor-
um í sumarleyfi í Sunnudal, og
ferðinni var heitið út í Nifl-
ungavík; við ætluðum að hitta
þar stúlkur, sem við vorum í
kunningsskap við.
En þegar við komum út fyr-
ir Granda, var stinningshvasst
af suðvestri, og þetta er fyrir
opnu hafi. Við vorum á litlum
vélbáti, hann var fisléttur og
vait eins og kefli, þegar hann
fékk báruna á hlið.
Og við erum ekki fyrr komn-
ir fyrir Granda en vélin stöðv-
ast.
Ég ætlaði að reyna að koma
vélinni í gang í flýti, og félagi
rninn tók við stýrinu á meðan.
Það var ennþá dálítill skriður
á bátnum, og ég bað félaga
minn að beita honum upp í
vindinn, svo að hann ylti minna
— og að hann tæki ekki strax
að reka til lands.
Ég var að bogra yfir vélinni;
en í sömu andrá og ég rétti
mig upp og ætla að segja eitt-
hvað við félaga minn, snýst
báturinn og veltist fiatur fyrir
bárunni. Það ríður undir hann
alda og fleygir honum þannig,
að ég missi fótanna og er næst-
um því hrokkinn útbyrðist. Ég
skall á borðstokkinn og rif-
beinsbrotnaði.
— Hvernig fór svo? spurði
ég. Ég gerði mér von um, að
mergur málsins væri eftir.
— Fór? — Ja — ég lá rúm-
fastur í nokkra daga. Svo fór-
um við til borgarinnar. Hann
fluttist til Kanada.
— Hvér var þetta?
— Sagði ég það ekki. Þetta
var bróðir minn.
— Hann mun vera yngri en
þér?
— Já.
— Það var þá eiginlega hann,
sem var trúlofaður stúlkunni?
— Nei, trúlofuð voru þau
ekki .
—< En þó eitthvað að draga
sig saman?
— Jú — svo mun hafa ver-
ið. Drottinn minn dýri, dreng-
urinn var rétt um tvítugt. Hann
hafði engin ráð á því að kvæn-
iist.
— Nei, nei. Og svo kvæntuzt
þér þá stúlkunni?
- Já. ☆
LYKILLINN
Framhald aj bls. 22.
húsi, leTl upp úr grænmetis-
beðinu, sem hún var að vinna
við.
— Sæll, Johnny. Þú kemur
snemma heim í dag.
— Já, veiztu hvar Alice er?
— Hún er í hádegisverði í
leikskólanum. Þær sem eiga
krakka í leikskólanum hittast
þar í dag. Varstu búinn að
gieyma því? En hún hlýtur að
fara að koma.
Það er kannski eins gott,
hugsaði ég og gekk inn aftur.
Ég hlaut að finna lykilinn.
Gat það verið að hún hefði
tekið orð mín svo bókstaflega,
að hún hefði sett lykilinn í
töskuna sína. Hjartað mitt fór
að slá örar. En hversvegna
skyldi hún hafa gert það? hugs-
aði ég síðar. Alice var yfirleitt
alltaf róleg og athugul, mér
fannst oft hún vera allt of róleg.
Hún hefir líklega brosað með
sjálfri sér yfir æsingnum i mér
og lagt lykilinn á einhverja hill-
una. En hvar? Líklega í eldhús-
inu.
Ég þaut inn í eldhúsið, leitað
allsstaðar á hillum og í skápum,
gáði í hverja krukku — og þótt
mér sjálfum fyndist það fram-
úrskarandi bjánalegt, þá rak ég
'r.endurnar niður í mjöl og grjón.
Svo reyndi ég að vera róleg-
ur. Alice hafði örugglega tekið
lykilinn með sér. Og hvað um
það. Ég þurfti ekki annað en
að ganga út að bílnum og skýra
það fyrír þeim svarta.
Ég dró djúpt andann og gekk
út að bílnum.' Hann yar stór
42 VIKAN 16. TBL